Helgafell - 02.12.1943, Síða 16

Helgafell - 02.12.1943, Síða 16
398 HELGAFELL — eða jafnvel verða nýtt þrjátíu-ára-stríð: mundu þeir endast til að bíða þangað til 1969 ? Og á hina hliðina: hvað er hinum svo nefndu hraðskiln- aðarmönnum brátt ? Eru þeir það áfjáðir, að þeir séu staðráðnir í að kljúfa þjóðina og ef til vill stofna málinu í beinan voða, heldur en að þola töf, sem varla þyrfti að verða sérlega löng ? — Frá mínum bæjardyrum séð er það eina, sem e\\i má gerast í málinu, einmitt þetta, að kljúfa þjóðina. Kljúfa þjóð, sem er sammála í öllum aðalatriðum, um hreint og beint auka- atriði I Ef svo illa skyldi fara, þá mætti með sanni segja, að íslands óham- ingju verði allt að vopni. En nú skal vikið að því aftur, sem áður var á drepið, hvort þjóðin sé í raun og veru fyllilega undir það búin, að ganga formlega frá framtíðar- skipulagi lýðveldisins þegar á næsta sumri. Reyndar skal viðurkennt, að þetta undirbúningsleysi þyrfti ekki eitt út af fyrir sig að vera til fyrirstöðu bráðum sambandsslitum og mundi vafalaust ekki verða það, ef að hægt væri að ná til hins samningsaðilans. Ut úr þeim vanda mætti bjargast með bráða- birgðaskipulagi eða með því að hlíta við þá tilhögun, sem þegar er á komin, þangað til þjóðin hefði áttað sig á því til fulls, hvert form lýðveldis hún leldi sér haganlegast. Aðalkjarni málsins og það, sem allt á veltur, er vitanlega þetta: að oss fari stofnun hins nýja, frjálsa ríkis vel úr hendi. Varla nokkur maður mun bera á móti því, að um ýmsar leiðir geti verið að ræða, og allmikið sé undir því komið, að vér misstígum oss ekki þegar í fyrsta sporinu; að oss með öðr- um orðum takist að velja rétta leið — beztu leiðina. En hver leiðin er bezt! Það er einmitt sú spurning, sem þjóðin varla er viðbúin að svara í bili, og gera mætti ráð fyrir, að hún þyrfti eitt ár eða tvö til að átta sig á. Bráðnauðsynlegt virðist, að gefinn yrði út handhægur leiðarvísir um helztu afbrigði í stjórnskipun þeirra lýðvelda, sem líklegast þætti að læra mætti af. En það eru lifnaðarhættir þjóðarinnar sjálfrar og kjör þau, er landið býður, sem jafnan verða að ráða úrslitum, ef vel á að takast að byggja upp þjóð- félag. Allar eftirhermur eru hlægilegar og geta orðið hættulegar. Þeim ís- Iendingum, sem nú lifa, ætti að vera það metnaðarmál mest allra, að stjórn- skipun hins nýja ríkis og hin nýja lögbók vor yrðu ekki að öllu eftirbátar stjórnskipunar þjóðveldisins á söguöldinni og Grágásar hinnar fornu. Grundvöllur þessa nýja ríkis, íslenzka þjóðin, er eins óbrotin og hugs- azt getur: sjómenn, bændur og annar vinnu- og athafnalýður, og þjónar þeirra í embættum og viðskiptum. Um aðra er ekki að gera. Hér er enginn aðall, engir auðhringar, og allt prjál óviðeigandi. Einhver vísir auðsöfnunar mun vera til, enda nauðsynlegt, að fjármagn safnist í landinu, og ætti ekki að stafa af því hætta, ef þing og stjórn er þannig skipuð, að þjóðarvilji ráði. Ríki það, sem reist verður á þessum grundvelli, ætti að vera jafn óbrotið og grundvöllurinn sjálfur. Forsetinn mætti vera raunverulegur forseti, ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.