Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 23

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 23
LÖGSKILNAÐUR EÐA HRAÐSKILNAÐUR ? 405 hlusta á fastlega rökstudd andmæli íslenzkra andmælenda sinna um þetta mál. Sannaðist á þeim, að minna mega rök en ríki. RáSlegging Englendinga olli því, aS Alþingi samþykkti 17. maí, aS þó aS „Island hefSi öSlazt fullan rétt til sambandsslita viS Danmörku”, þá teldi það ekki ,,að svo stöddu tímabært, vegna ríkjandi ástands, að ganga frá formlegum sambandsslitum og endanlegri stjórnskipun ríkisins“. Þessi sam- þykkt Alþingis er að vísu ekki krafa um endurskoðun, að minnsta kosti ekki að formi til, en þó er hitt víst, að Stauning, sem þá var forsætisráðherra Dan- merkur, taldi sig líta svo á samþykktina, og mótmælti ríkisstjórn Islands eigi þeim skilningi hans. Bjarni Benediktsson heldur því fram, að í júnímánuði 1941 hafi „ríkjandi ástand“ gerbreytzt. En þá urðu þau tíðindi, að gerður var samningur um þaS ,,milli Breta og Bandaríkjanna annarsvegar og lslendingar hinsvegar, að hernámi Breta skyldi aflétt og þar með vera úr sögunni sú skerðing á full- veldi Islands, sem því hefði verið samfara. 1 stað þess samdi Island um það viS Bandaríkin, að þau skyldu taka aS sér hervarnir Islands til ófriðarloka“. Bjarni getur þess ennfremur, að með sjálfri samningsgerðinni hafi Bretland og Bandaríkin viðurkennt ,,að sambandslögin væru ekki í gildi, a. m. k. þegar samningurinn var gerður“, — en síðar kemur í ljós, að Bjarni, mál- staðar síns vegna, verður að halda því fram, að sambandslögin geti gengið í gildi aftur af sjálfu sér að ófriðarlokum. Þó er það tekið fram í samningnum ótvíræðum orðum, að Bretar og Bandaríkjamenn lofi að viSurkenna , .algert frelsi og fullveldi lslands“ og heiti því jafnframt að styðja málstað hins full- valda íslenzka ríkis á friðarþingi því, er haldiS verður eftir styrjöldina. Ég man þær stundir, að málefnum lslands hefSi þótt allvel komið, ef það hefði átt greiða og ugglausa lagaleið til skilnaðar, og engilsaxnesku stórveldin hefðu þar að auki viðurkennt fyrirfram rétt þess til „algerðs frelsis og fullveldis“. V. Ég hygg, að enginn lifandi maður hafi getað orðið annars var en aS all- ur almenningur á Islandi yndi þessum málalokum hið bezta. En öðru máli gegndi um nokkra pólitíska foringja. 1 þeirra flokki eru sumir góðir vinir mínir og margir kunningjar. En háttalag þeirra, síðan þeir í eins\is umboði tóku hraðskilnaðinn á dagskrá, hef ég aldrei skilið og skil ekki enn. ÞaS er eigi öðru líkara en að einhvers konar njálgur þjái þá og láti þá ekki í friði, hvorki nótt né dag. Og eftir að Bandaríkin höfðu gerzt verndarríki Islands, gerSist njálgurinn enn þá ásæknari og ónotalegri. Nú urðu hrað- skilnaðarmenn nálega óviSráðanlegir. Ef einhver hreyfði andmælum gegn orðasukki þeirra og öfugmælum, urðu þeir ókvæða við. „SíSustu mánuðina hefur heyrzt blásið til undanhalds. Þann hljóm verður að kæfa áður en hann nær að æra landslýðinn eða einhvern hluta hans“, sagði Bjarni Benedikts-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.