Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 76

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 76
458 HELGAFELL þaÖ sé hugsaö til enda, hvernig eigi að fram- kvœma þau. Afleiðingin er svo oft sú, að hin- ir einstöku hlutar verksins, sem framkvæma skal, reka sig hver á annars horn. Hákon f Borgum hefur aldrei steitt á því skeri. Við lestur bókarinnar verður öllum ljóst, að Hákon hefur strax og hann kom að Borgum, gert sér fulla grein fyrir því, hvernig öllum framkvæmdum, smáum og stórum, varðandi ræktun og húsabyggingar skyldi hagað. Og hann hefur framkvæmt það allt, eftir því sem hann ætlacii sér. Við lestur bókarinnar þykir mér sárast, að ég veit að þar er aðeins að finna lítið brot af reynslu bóndans í Borgum þetta 20 ára tímabil. Ég hefði óskað, að Hákon hefði sagt okkur margt fleira, því að athyglisgáfa hans og nákvæmni er með fádæmum. Og hæfileiki hans til þess að skipu- leggja störf sín langl fram r tímann, er sjaldgæf- ur hjá okkur. Hákon segir á einum stað t bók- inni: „Menn þurfa að reyna að hugsa sjálfit, leggja niður fyrir sér og bera saman, löngu fyrirfram, oft og mörgum sinnum, þvr hið fyrsta, sem mönnum dettur r hug, er sjaldan hið bezta". Þessa skoðun og stefnu má lesa um á hverri blaðsíðu bókarinnar. Nú myndu ef til vill margir ætla, að Hákon í Borgum hefði verið einhver vinnuþræll, sem aldrei hefði litið upp frá striti fyrir dnglegum þörfum og þetm umbótum á jörð sinni, sem hann vann að. Ekkert er fjarstæðnra en þetln. Hákon er frjálshuga maður og vfðfaðmn. Hugs- ar um margt, engu síður andlcg viðfangsefni en búnað og verklegar framkvæmdir. Mun Há- kon eiga í fórum sínum ýmis handrit, þar á meðal nokkur um heimspekileg efnr. Ég tel, að allir geti haft gagn af því nð lesa sögu smábýlis Hákonar í Borgum, en þó einkum ungt fólk, sem er að hefja aðal lifsstarf sitt. Sú saga sýnir hversu mikið einbeittur vilji, samfara sérstakri skipulagshæfni og snyrtimennsku, fær áorkað, án þess þó að verða þræll vinnunnar, sem aldrei hugsar um annað en brauðstritið. Hákon í Borgum hefur kunnað þá list að strita með viti. Hann hefur kunnað það, sem fáum tekst, að gera vinnuna listræna, að hvaða störf- um, sem hann hefur gengið. Þessi 20 ára bú- skaparsaga hans sannar slíkt áþreifanlega. Þess vegna á Saga smábýlis erindi til allra. Steingrtmur Steinþórsson Drottning og biskup á taflborði sögunnar Dujf Cooper: TALLEYRAND. Þýtt hefur Sigurður Einarsson dósent. Utg. Finnur Einarsson. Reykjavík, 1943. Höfundur þessarar bókar er nafnkunnur ensk- ur stjórnmálamaður, sem gegnt hefur hinum æðstu embættum, enda leynir sér ekki, að hér er á ferðinni stjórnmálamaður, sem er að skrifa um annan stjórnmálamann. Talleyrand hefur hlotið einkennileg eftirmæli í sögunni. Hann er almennt tajinn allra manna vitrastur og slægastur, margar setningar hans hafa orðið að spakmælum. Hins vegar eru víst fáar eða engar þær mannlegar ódyggðir til, sem ekki eru tengdar við nafn hans. Höfundur reynir að skýra lffsferil og starfsemi þessa óvenjulega manns út frá því, að hann lifði á óvenjulegum tímum og þurfti að vinna með óvenjulegum mönnum. Hann lifði og starfaði á fimm mismunandi tfmabilum. Undir einveldi Loðvíks 16., í stjórnarbyltingunni, með Napóleoni, undir konungsstjórn Loðvíks 18. og Joks kom hann Loðvík Filippusi af Orleans til valda 1830 og gerðist hans trúnaðarmaður. Þá var hann um áttrætt, og sagan segir, að Orleans- konungurinn hafi verið eini húsbóndinn, sem Talleyrand sveik ekki. Talleyrand var af gömlum og voldugum að- alsættum. Mun honum sjálfsagt hafa verið ætl- að að ganga i þjónustu konungs sem herforingi. En örlögin höguðu því öðruvísi, í bernsku varð hann fyrir slysi, svo að hann varð haltur alla œvi, og gat varla gengið óstuddur. Því var það afráðið að láta hann ganga í kirkjunnar þjón- ustu. Hann var ekki lengi að ryðja sér braut og varð biskup á unga aldri. Svo kom 8tjórnarbyltingin mikla, og Talley- rand fékk sæti á þjóðþinginu og gekk þegar til 'samvinnu við þriðju stétt. Hann var um skeið einn helzti áhrifamaður þingsins, en eftir að því var slitið, og löggjafarþingið kom saman, hvarf hann um skeið af velli stjórnmálanna, vegna þess að hann reyndi að koma á friði milli Frakklands og Englands og sambandi gegn Austurrfki, sem hann taldi sameiginlegan óvin. Þessi ráðagerð féll um sjálfa sig, og Talleyrand varð að flýja til Englands, en þaðan var hann svo rekinn og dvaldi um hríð í Bandaríkjunum. Arið 1796 kom hann heim aftur og varð brátt utanrfkisráðherra, enda þótt einkalíf hans væri mönnum yfirleitt til hneyksjunar. Spilafíkn, fé-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.