Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 63
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 63 brynja guðmundsdóttir, stofnandi og forstjóri gagnavörslunnar: margrét sigurðardóttir, hjá musikmusik: Brynja Guðmundsdóttir, stofnandi og forstjóri Gagnavörslunnar, fjall­aði um fjármögnun og fjárfestingar. Hún lagði áherslu á að annaðhvort þyrfti að hrökkva eða stökkva og sagði: „Það er mikil pressa í þjóðfélaginu um að konur eigi ekki að stofna fyrir tæki nema þær leggi ekki hús fjölskyldunnar undir. En af hverju ætti banki að lána manni ef maður þorir ekki að leggja allt sjálf ur undir? Þetta er spurning um að hrökkva eða stökkva og þegar maður fer af stað með fyrir tæki verður maður að ákveða að maður sé tilbúinn að tapa.“ Hún sagðist hafa verið búin að undirbúa sig lengi þegar hún stofnaði fyrirtækið; hún hafði gert við skiptaáætlun til nokkurra ára til að sjá hversu raunhæf hugmynd ­ in væri, hún talaði um mikilvægi tengslanets, hún hafði lesið fjölda erlendra rannsókna og hún ákvað í upphafi að vera óhrædd við að fá aðra aðila inn í fyrirtækið. „Það er allt í lagi að eiga minni hlut í stórri köku frekar en að eiga stór­ an hlut í mjög lítilli köku.“ Brynja fór í nokkra banka til að reyna að fá lán. „Fyrirtækjasvið bankanna tóku ekki vel í þetta og sumir vildu háar þóknanir en BYR ákvað að veðja á mig og viðskiptaáætlunina.“ Hún leggur áherslu á að vanda valið vel þegar kemur að vali á hluthöfum. Hluthafar í Gagna ­ vörsl unni eru þrettán í dag og á Brynja 18% í fyrirtækinu en átti fyrirtækið í upphafi 100%. „Við erum með forkaupsréttar­ ákvæði til að geta haft áhrif á hverjir eru í hluthafahópnum. Ég hef líka lagt mikla áherslu á að vera með öfluga stjórn en ég hef fengið að hafa mikil áhrif með val í stjórnina og er mjög kröfuhörð.“ Margrét Sigurðardótt­ir hjá MusikMusik fjallaði um hugtakið „alþjóðafædd“ en hún hefur stofnað fyrirtæki sem þróar tónlistarfræðsluefni fyrir börn í formi tölvuleikja. Hún sagði að fyrirtækið passaði inn í þessa skilgreiningu um að vera „alþjóðafætt“ en hún gerir ráð fyrir að fyrirtækið nái örum vexti á erlendum markaði. „Ég sem stjórnandi fyrirtækisins hugsa það strax sem alþjóðlegt fyrir ­ tæki og lít á heiminn sem eitt mark aðssvæði.“ Margrét hefur um árabil starfað við tónlist og sagðist oft hafa feng ið að heyra að bæði tónlistar­ menn sem og þeir sem væru í viðskiptum þyrftu að byrja á því að sanna sig á heimamarkaði. Hún er ekki á sömu skoðun og benti á að í dag byrjuðu margir íslenskir tónlistarmenn að spila erlendis áður en þeir væru búnir að ná nokkrum vinsældum á Íslandi. Sama hlyti að eiga við um annað. „Stærð íslenska markaðarins er á við lítið hverfi í London og mér finnst í raun fráleitt að takmarka sig við það markaðssvæði og miða allt út frá því, þótt það geti eflaust hentað í einhverjum tilfellum. Hvað er heimamarkaður?“ spurði Margrét. „Kannski þarf að endurskilgreina hugtakið og ég hugsa að sú kynslóð sem er að alast upp í dag og næstu kynslóðir hugsi um sinn heima­ markað sem miklu stærra svæði en kynslóðirnar á undan.“ Margrét sagðist vilja að fyrir­ tæki sitt væri íslenskt og benti á kosti þess að vera hér á landi – gott aðgengi að nýsköpunar- samfélaginu og leiðbeinendum úr öllum sviðum atvinnulífsins, góða ráðgjöf og aðgengi að íslenskum fjárfestum. Að hrökkvA eða StökkvA Að VeRa „AlþjóðAfædd“ „Að þora er mikilvægur eiginleiki frumkvöðla. Þetta er spurningu um að hrökkva eða stökkva.“Brynja Guðmundsdóttir. Margrét Sigurðardóttir. „MusikMusik þróar tónlistarfræðsluefni fyrir börn í formi tölvuleikja.“ aðalheiður Héðinsdóttir, fram­ kvæmdastjóri Kaffitárs: Aðalheiður Héðinsdótt­ir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, fjallaði um fjár mögnun og fjárfest­ ingar. Hún rakti sögu fyrirtækis- ins – frá því hún og eiginmaður hennar stofnuðu það árið 1990. Hún sagði það alltaf hafa verið rekið af mikilli ráðdeild og út ­ sjón ar semi til þess að minnka áhættu. Þau fengu eina og hálfa milljón að láni en í allt voru um fjórar og hálf milljón notaðar til að stofna fyrirtækið. Helmingur var notaður til þess að hefja fyrirtækjarekstuirnn – kaupa t.d. kaffibrennsluofn – en hinn helm ­ ingurinn til þess að fjármagna tapið þar sem hjónin voru með neikvætt fjárstreymi. „Þegar fyrirtækið fór að stækka var það alltaf með jákvæðri af komu og við höfum alltaf lagt áherslu á að skila hagnaði. Þar af leiðandi höfum við getað byggt upp efnahagsreikninginn okkar og við höfum fjármagnað uppbygginguna að takmörkuðu leyti með lánum. Við höfum aldrei þurft að sækja fé til fjárfesta.“ Aðalheiður sagði að á árunum 2004­2008 hefðu ýmsir fjár­ sterkir aðilar haft samband við sig sem vildu kaupa fyrirtækið auk þess sem fjármálastofnanir hefðu viljað lána fé til þess að láta fyrirtækið vaxa hraðar. „Við sáum hins vegar aldrei nein tækifæri í þessu. Ég held að það sé svo mikilvægt þegar maður er að huga að sínu eigin fyrirtæki að maður geri það sem manni finnst sjálfum henta manni. Við viljum hafa þetta þannig að við getum sofið rólega á nóttunni, að við séum alltaf með hagnað og við fjármögnum vöxtinn með þessum hagnaði sem verður til af því að við erum með sterka eiginfjárstöðu og mikið eigið fé. Það er því minni áhætta hjá lánastofnunum að lána okkur en við höfum alltaf fengið mjög góða fyrirgreiðslu í bönkum.“ fjármAgnAð Að TaKmöRK- uðu leyti með lánum Aðalheiður Héðinsdóttir. „Það er mikilvægt í rekstri eigin fyrirtækis að fara eftir eigin sann­ færingu um hvað henti best en hlaupa ekki eftir skoðunum annarra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.