Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 94

Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 94
94 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 A nthony Hopkins fer með hlutverk Al- freds Hitchcocks í kvik mynd inni Hitch­ cock sem gerist þegar verið er að kvik mynda Psycho og er m.a. einblínt á ná­ ið samband hans og eigin konu hans, Ölmu, sem Helen Mirren leikur. Kemur Hitchcock í kjölfar sjónvarpsmyndarinnar The Girl, þar sem Toby Jones leikur Hitch cock og Sienna Mill er fyrir sætuna Tippi Hedren, sem Hitchcock vildi gera að fullkom­ inni Hitchcock­kvikmynda stjörnu en lagði stein í götu hennar þeg ar hún vildi ekki þýðast hann kyn ferðislega og eyðilagði kvik myndaferil hennar. Hitchcock er gerð eftir bók ­ inni: Alfred Hitchcock and the Making of the Psycho eftir Stephen Rebello. Í henni kem ur í ljós að Hitchcock var í vandræðum með að fá fjár magn til að kosta Psycho og var sjálfur í vafa um hvort Psycho væri góð hugmynd að kvikmynd en hún er byggð á sam nefndri skáldsögu eftir Robert Bloch, þar sem fyrir­ mynd in er raðmorðinginn Ed Gein. Efasemdir Hitchcocks gagnvart Psycho komu meðal annars fram í þeirri ákvörðun hans að drepa persónuna sem Janet Leight lék snemma í myndinni, sem síðar reyndist mesta snilldin; sjálft sturtuatriðið með öllum sínum áhrifamiklu hughrifum. Janet Leigh var þá einhver vinsælasta leikkonan í Hollywood og að láta hana hverfa snemma af sjónarsviðinu þótti framleiðendum ekki góður kostur, en Hitchcock, eins og alltaf, hélt sínu striki og lét eng­ an segja sér fyrir verkum. Í kapphlaupinu um óskarinn Það sem flestir bíða spenntir eftir er að sjá hvernig stórleik­ aranum Anthony Hopkins tekst upp í hlutverki Alfreds Hitch- cocks. Samkvæmt ljósmyndum er hann kominn með líkams- bygginguna en eins og við var að búast er erfitt að ná réttu andlitsfallinu í stórskornu og ófríðu andliti meistarans. En ef túlkunin er góð efast ég ekki um að Hopkins verður tilnefndur til óskarsverðlauna. Tilgangurinn með því að frumsýna Hitchcock í lok nóvember er einmitt að koma myndinni í kapphlaupið um óskarinn, en tökum á henni lauk ekki fyrr en í lok maí á þessu ári. Helen Mirren, sem leikur eig in konuna Ölmu Reville, er ekki síður en Hopkins virt af öllum og ætti samleikur þeirra að vera eftirminnilegur. Með hlut verk Janet Leigh fer Scarlett Johans son, James D’Arcy leikur Anthony Perkins og Jessica Biel leikur Veru Miles, en þau þrjú voru aðalleikarar í Psycho. Aðrir leikarar eru Toni Collette, sem leikur persónulegan að ­ stoðarmann Hitchcocks, Danny Huston sem handritshöfundurinn og leikritaskáldið Whitfield Cook, Ralph Macchio sem handritshöf­ undurinn Joseph Stefano og Michael Wincott í hlutverki morð ­ ingjans Eds Geins, sem bregður fyrir í myndinni. Leikstjórinn Sacha Gervasi er tiltölulega óþekktur og er Hitchcock hans fyrsta leikna kvikmynd í fullri lengd. Gervasi vakti fyrst athygli með margverðlaunaðri heim ilda mynd, Anvil: the Story of Anvil, sem fjallar um þung a­ rokks sveituna Anvil, sem eng inn þekkir, en heldur ótrauð áfram og hefur gefið út þrettán plötur. Þess má svo geta að tónlistina við Hitchcock semur Danny Elf man en hann endurflutti hina frægu tónlist Bernhards Herr- manns við Psycho þegar Gus Van Sant endurgerði Psycho, atriði fyrir atriði, árið 1998. The Girl Það er ekki margt sem Hitch­ cock og The Girl eiga sameigin- legt nema það að fjalla um Hitchcock og The girl sýna tvær hliðar á alfred hitchcock, einum mesta snillingi kvikmyndasögunnar TexTi: HilMar Karlsson „Helen Mirren, sem leikur eig in kon una Ölmu Reville, er ekki síður en Hop­ kins virt af öllum og ætti sam leikur þeirra að vera eftir ­ minnilegur.“ The Girl. Toby Jones og Sienna Miller í hlutverkum Alfreds Hitchcocks og Tippi Hedren. kvikmyndir Það sem gerðist bak við tjöldin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.