Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 18
18 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 Eigið fé heimilanna í húsnæði minnk aði um ríflega 340 milljarða króna á árunum 2007 til 2011. Á sama tíma jukust skuldirnar um 420 milljarða króna. Útlit fyrir áframhaldandi 5 til 6% verðbólgu næstu árin og enn meiri eignabruna heimila vegna verðtryggingarinnar. Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta sem hefur aukið fjármagnskostn­ að heimila um þrjá milljarða króna á aðeins ári. L íkja má eignabruna heimila við náttúruhamfarir. Það er sama hvað hver segir, vandi þeirra sem keyptu húsnæði á bóluárunum fyrir hrun er þjóðfélagsvandi sem líkja má við náttúruhamfarir og að þúsundir fjölskyldna sem keyptu íbúðir á hæsta verði fyrir hrun búi á hamfarasvæðum. Fjárhagsstaða þeirra sem keyptu íbúðir á árunum fyrir hrun er í rúst. Eigið fé heimila í hús næði minnkaði um ríflega 340 milljarða króna á árunum 2007 til 2011 og skuldirnar jukust á sama tíma um 420 milljarða króna vegna verðtryggðra lána í mestu kreppu lýð veldisins. Slæm eiginfjárstaða húseigenda þeirra, sem keyptu íbúðir á bólu árunum, skýrist af háu íbúðaverði á árunum 2005­8 og háum verð tryggð um lánum til að kaupa þessar íbúðir. Færa má rök fyrir því að greiðsluvandi margra væri mjög mikill þótt ekki hefði komið til hruns ins – og jafnvel að þúsundir fjöl­ skyldna ættu í erfiðleikum við þær aðstæður. Vandinn er tvenns konar; greiðsluvandi af stökkbreyttum, verðtryggðum lánum og eigin fjárvanda. Eigið féð er svo til gufað upp – það fór að vísu til lánardrottna – og fjöl skyldur geta sig hvergi hreyft. Þegar neyðarlögin voru sett haustið 2008 hefði verið affærasælast að frysta vísitölu neyslu verðs í öllum lánasamningum – eða að minnsta kosti setja þak á hana, t.d. að hún gæti í mesta lagi hækkað um 2%. Það segir sig sjálft að einhliða verðtrygging gengur ekki upp í mikilli verðbólgu. Gífurleg­ ar eignatilfærslur verða frá lántakendum til þeirra sem lána – og eftir standa þúsundir fjölskyldna með fjárhaginn í rúst. Vandi lántakenda er núna sá sami og var hjá lánardrottnum fyrir tíma verðtrygg ing ar­ innar þegar lántakendur högnuðust á óða­ verðbólgu. Á sama tíma hafa þeir, sem tóku gengisbundin lán hjá bönkunum í út ­ lán a bólunni, fengið nokkra hæstaréttardóma sér í hag þannig að stökkbreytingin hefur gengið til baka. Frá upphafi árs 2008 hefur lánskjaravísi­ talan hækkað um rúmlega 42%. Margir hafa orðið að bæta vöxtum ofan á höfuðstólinn vegna greiðsluerfiðleika og lánin hafa hækk­ að enn meira. Laun hafa ekki hækkað svona mikið. Launavísitala hefur að vísu hækkað um 33%, en á höfuðborgarsvæðinu hafa laun hækkað minna. Margir þurftu að taka á sig kjaraskerðingu í upphafi kreppunnar með 10 til 15% launalækkun, yfirvinna minnkaði og atvinnuleysi jókst. FjórðuNgur heimila skuldar ekki Gróft á litið má áætla að um fjórðungur Í stuttu máli Er náttúruhamfarir Eignabruni heimila TexTi: jÓn G. HauKsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.