Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 22
Tímarit Máls og menningar vísu ekki fjarri sanni að einatt megi líta á túlkanir Sigurðar Nordals sem sjálfstæð listaverk, en áreiðanlega hefur hann aldrei litið svo á að hann hefði sjálfdæmi um merkingu þeirra texta sem hann fjallaði um. í fyrsta lagi hvíldu rannsóknir hans yfirleitt á svo traustum textafræðilegum grunni sem aðstæður leyfðu, og í öðru lagi má oft sjá þess merki hvernig innlifun hans hvílir á textagreiningu, þótt honum þætti yfirleitt ekki ómaksins vert, að því er virðist, að gera nákvæma grein fyrir hvernig hann komst að niðurstöðum sínum. Með tilliti til þeirra orða sem áður voru tilfærð úr Völuspárritgerð- inni, um andríki og andleysi, má etv. segja að hann hafi lagt meginkapp á að leiða í ljós andríki þess skálds sem hann var að fjalla um en hafi ekki talið til stórsynda þótt hann bætti upp með eigin andríki það sem á vantaði að text- inn veitti fullnægjandi svör við spurningum hans, og slíkar yfirsjónir er vissulega auðvelt að fyrirgefa þeim sem eru ríkir í anda. Fjölvíða í ritum Sigurðar Nordals er að finna dæmi um hvernig hann með innlifun sinni endurgerir persónuleika skálda og þá lífsreynslu sem hann telur að verið hafi aflvaki kvæða þeirra og annarra verka, og er ötulum lesendum vorkunnarlaust að leita þau uppi á sitt eindæmi. Hér skal látið nægja að minna á lýsingu Snorra Sturlusonar í samnefndri bók og taka stutt dæmi úr lýsingu Völuspárskáldsins, sem sýnir innlifunarlistina í hreinastri mynd, af því að engar heimildir eru til um skáldið nema kvæðið sjálft: Það má óhætt gera ráð fyrir því um höfund Völuspár, að hann hafi oft farið til alþingis og heimboða til vina sinna, jafnvel í aðra landsfjórðunga. Líka er sennilegt, að hann hafi farið utan einu sinni eða oftar. Kvæðið ber vitni um, að hann hefur kunnað að athuga náttúruna, og efalaust hefur hann fært sér samneyti annarra spakra manna í nyt til þess að tala við þá um alvarleg efni. — Ekki getur heldur vafi leikið á, að lífsreynsla hans hefur verið mikil og erfið. Sá maður, sem gerir tortímingu og eldskírn ragnaraka að fagnaðarboðskap, hefur einhvern tíma ratað í þær raunir, að honum fannst öll tilveran einskis virði. Enginn getur með neinni vissu gizkað á, hverjar þær raunir hafi verið. En þess er varla fjarri til getið, að hann hafi misst son sinn líkt og Egill og þurft að heyja svipað stríð til þess að sættast við tilveruna. Hvergi er slík við- kvæmni í Völuspá og þar sem talað er um Baldur, Oðins barn, og harm móð- urinnar eftir hann. (Bls. 185) I þessari lýsingu er naumast eitt atriði sem ekki verður dregið í efa, og rökin sem færð eru fram fyrir síðasta atriðinu mætti vitaskuld alveg eins nota til að styðja þá skoðun að höfundur kvæðisins hafi verið kona sem hafði orðið fyrir því að missa son eða dóttur. Raunar hafði hvarflað að Birni M. Olsen að Völuspá væri ort af konu, eins og Sigurður bendir á í neðanmálsgrein við þennan stað og hafnar jafnharðan röksemdalaust. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.