Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 39
Páll Skúlason: Heimspekin og Sigurður Nordal Var Sigurður Nordal heimspekingur? Og ef svo er, hver var heimspeki hans, hverjar voru kenningar hans? Svona freistast menn til að spyrja, og samstundis vakna aðrar spurningar: Hvað er að vera heimspekingur? Hvað er heimspeki? „I heimspeki er eg utanveltubesefi, hef aðeins stundað hana fyrir sjálfan mig og að mestu tilsagnarlaust. Enda á það, sem eg ætla hér að tala um, nauðalítið skylt við hina vísindalegu skólaheimspeki.“ Þetta segir Sigurður Nordal í upphafi erindaflokksins Líf og dauði og ávarpar jafnframt hlust- endur sína: „Þið eruð öll saman heimspekingar, hvort sem þið viljið það og vitið eða ekki. Það er ein tegund heimspeki að brjóta heilann um, hvernig þið eigið að lifa og það er önnur tegund heimspeki að afneita allri hugsun um slík efni.“ Nú má segja að í fyrri tilvitnuninni eigi Sigurður við heimspeki sem fræðigrein, en hinni síðari eigi hann við heimspeki sem afstöðu til lífsins, kosta þess og gilda. En hvort heldur er þá felur heimspeki í sér yfirvegun þess lífs sem við lifum. Slíka yfirvegun stundaði Sigurður látlaust og hún beindist að einu efni öðrum fremur: íslenskri menningu. Trúlega hefur eng- inn fræðimaður lagt jafnríka áherslu og Sigurður á sérstöðu íslenskrar menningar og sérkenni þeirra hefða sem hún hefur fóstrað. Um leið brýnir hann fyrir okkur mikilvægi þess að gera okkur sem ljósasta grein fyrir sögu og séreðli menningar okkar með hliðsjón af framandi menningarhefðum og í samanburði við þær. Þessi áhersla á íslenska menningu — sem finna má hvarvetna í ritum Sig- urðar — er ekki aðeins tengd hinum norrænu eða íslensku fræðum sem hann lagði mesta stund á; hún er ekki heldur eingöngu sprottin af einlægri þjóðerniskennd eða ættjarðarást. Þessi áhersla er kjarninn í því sem ég vil leyfa mér að kalla heimspeki Sigurðar Nordal. Heimspeki hans er réttnefnd heimspeki íslenskrar menningar. En hvað er hér átt við með heimspeki? Hvernig tengist heimspeki menn- ingu manna almennt og hvað ber að hafa í huga þegar rætt er um heimspeki í sambandi við tiltekna menningu? 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.