Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 129
hneigist öll að hinu skoplega: ungur maður í alltof stórum skóm. Skopfærsl- an ristir þó grunnt því hún einkennist fremur af góðlátlegri kímni en kald- hæðni. Að mínum dómi skilar aðferð Péturs ekki innri manni Andra á sann- færandi hátt. Persónan er undarlega fjar- læg þótt hún sé nú komin í miðju frá- sagnarinnar. Við lítum gervið en varla það sem að baki býr. Hið raunverulega andlit kemur ekki í ljós. Stíll og form Pétur byggir sögur sínar á annan hátt en skýrslugerðarmenn. Þær eru einfaldar en brotakenndar og einkennast af ljóð- rænum myndum, smáum frásöguháttum eða fabúlum og innskotum. Pétur beitir mynd og lýsingu án þess þó að gefa söguþræðinum á kjammann einsog módernistarnir gerðu. En séu sögur hans lesnar í samhengi (sem er sjálfsagt mál) kemur fljótt í ljós hefðbundið mynstur þroskasögunnar þar sem lýst er leið einstaklings til upptöku í samfélag hinna fullorðnu. Viðbrögð Péturs við þessu formi eru á engan hátt frumleg: söguhetja hans fæðist inní ákveðið sögu- legt umhverfi sem hún síðan mótast af. Pétur á J>að sammerkt með höfundum einsog Olafi Hauki, Guðlaugi Arasyni, Asu Sólveigu og Vésteini Lúðvíkssyni að lýsa fólki sem bundið er og hreinlega skapað af samfélagi sínu. Slík vélhyggja er ekki ný af nálinni. Mörgum hefur í gegnum tíðina sést yfir að mótun mann- eskju er flókið mál og ræðst í díalektísku samspili sálarlífs og samfélags. Mann- eskjan er í senn engum öðrum lík og mörgum öðrum lík, eyland og ekki ey- land, þroski hennar bæði einstæðs og almenns eðlis. Viðhorf Péturs valda því að söguhetja hans verður hálfvegis utangátta, einkum Umsagnir um brekur í tveimur fyrstu bókunum. Hún er „objekt“ eða afleiðing atburðarásar sem gerir hana að því sem hún er. Einnig hneigist höfundur til að drepa málum á dreif svo fyrstu kynni Andra af veruleik- anum fara að mestu fyrir ofan garð og neðan. Þegar dregur að afdrifaríkum hvörfum á þroskabraut hans er einsog höfundur missi málið. Texti hans virðist ekki rúma dýpri tilfinningar einsog upp- götvun sérstöðu og sektar, ranglætis og dauða. Fallið vantar. Sársaukann. Ástæða þessa er ekki aðeins fólgin í lífsmynd höfundarins heldur og í mis- vægi eða misræmi stíls og forms í sögum hans. Gera má þá kröfu til skáldverks að stíll og form falli hvort að öðru. Að öðrum kosti klofnar það í sjálfu sér og stenst ekki sem listræn heild. Þess þykir mér gæta hjá Pétri. Hann leggur upp með epíska þroskasögu í farangrinum en á leiðinni sundrast hún í fjölda málklasa eða myndbrota sem honum tekst ekki að safna saman í heildarmynd. Þó að stíllinn sé agaður skortir hann þá tákn- legu hnitmiðun og breidd sem myndræn og brotakennd bygging sagnanna krefst. Stundum er einsog orðaleikir og skrýtl- ur hrannist upp sjálfra sín vegna en ekki víðara sögusamhengis. Heilu kaflarnir eru lítið annað en gamanmál sem vissu- lega bera vott um mikla hugkvæmni en eru næsta rislítill skáldskapur. Aðrir kjarnast í Ijóðrænum einangruðum myndum með litla skírskotun út fyrir sig. I 3ja kafla Persóna og leikenda er til dæmis hlaðið saman Infernólíkingum: Uti á stoppustöð stóð hópur af skuggum eins og sálir framliðinna. /. . ./ Vagninn kom siglandi eftir farvegi götunnar og hinn geðstirði Karon 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.