Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 77
Leit að lífsskilningi hana, heldur þrá hana og eignast, sleppa henni og minnast hennar. Gæfan er ekki ein, heldur í ótal brotum og gæfan er að eiga kost á öllum þessum brot- um. Sá sem tekur einn kostinn og segir: þetta er mín gæfa, þetta er gæfan — hann hefur mist allra hinna kostanna, þúsund sinnum meira en hann vann, jafnvel þótt hann hefði höndlað stærsta brotið. (106) Þessi tilvitnun sýnir vel afstöðu og markmið Alfs. Leitin jafngildir lífinu, frelsið er takmarkalaust og hann ætlar sér að nýta möguleika þess út í ystu æsar. Hann sækist ekki eftir að höndla hina einu sönnu gæfu heldur beinist þrá hans fyrst og fremst að lífsreynslu og lífsháska. Þær persónur sem verða á vegi Alfs birta allar ákveðið lífsáform og varpa um leið ljósi á hugarheim hans og afstöðu til þeirra. Dísa af Skaganum er hin fyrsta. Hún tilheyrir þeirri manngerð sem oft er kennd við efnishyggju, lifir einungis fyrir efnislega hluti og fyrirbæri án þess að hirða um predikanir Alfs um það í hverju eiginlegt líf sé fólgið, um auð þess og ógnir. Kynnin við Dísu verða til þess að Alfur flokkar mennina í tvennt og reisir múr á milli. Oðru megin múrsins hímir fólk eins og Dísa sem horfir í gaupnir sér og heldur tilveruna takmarkast við glingur og andlega fátækt. Hinum megin fer svo hið raunverulega líf fram, þar sem holskeflur mannlegra ástríðna rísa upp móti úreltum boðorðum heimsins og hver einstaklingur er: . . . eins og sandkorn á sjávarströnd, og þó hver um sig möndull hcimsins frá sínu sjónarmiði. En upp yfir þröngina blakta logarnir af viðleitni mannkynsins, logar lista og fórna, hugsana og bæna. Spekingar kafa ómæli rúms og tíma, og feta sig eftir orsakakeðju tilverunnar, unz þá sundlar svo, að ekkert verður eftir nema mállaus undrunin. Menn láta berast inn í nýja heima á vængjum lita og tóna. (114) Þar er hið mikla alþing örlaganna háð. Þar býr áhættari og lífsháskinn. Seinna gerir Alfur sér grein fyrir því hvaða meðal þarf til þess að rjúfa múrinn, skilja milli feigs og ófeigs: Það er hugsunin, sem rýfur tjaldið milli okkar og hlutanna, svo við sjáum meira en tómt yfirborð, sjáum samhengi og sifjar, eðli og uppruna. (122) Múrinn virðist því skilja milli raunverulegs lífs og lifandi dauða. En svo einfalt er málið ekki og lærdómsrík togstreita spinnst í framhaldi af þessu í huga Alfs. I einfeldni sinni telur Dísa sjálfa sig miðpunkt heimsins, telur sig hafa vald yfir honum, og í rauninni heldur hún að með sínum lífsmáta sé lífinu best varið. Ef Alfur færi að boða henni lífsleitarsjónarmið sín yrði það einungis til þess að spilla einfaldri og þægilegri heimsmynd persónu sem 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.