Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar að útskýra kenningar í skáldskap tekur hann dæmi af Þórskenningunum Hrungnis bani og Jarðar bur og segir (261): „Það er engu skáldlegra en glettingarnöfn eins og kollubani eða fjólupabbi . . .“ Allt eru þetta mikilvæg einkenni samtíðarhyggju í sagnfræði. Eftir er samt að greina frá meginatriði hennar, hvernig höfundur fer að því að skilja verk persóna sinna og skýra þau. Innlifun Benda má á mörg dæmi þess í Islenskri menningu að höfundur hætti sér inn í hugarheim sögupersóna sinna og sjáiþar stundum meira en vísindahyggju- mönnum mundu þykja heimildir til. Ég tek dæmi af frásögninni um Sturlu Sighvatsson og tilraun hans til að vinna landið undir konung (325—26): Raunalegt er að hugsa til hlutverks Sturlu í þessum leik. Hann mundi hafa verið sæmilegur höfðingi, ef metnaður hans hefði verið í hófi og sómatilfinn- ing óröskuð. Fyrir utanförina hefur hann ekki ætlað sér meira en ráða mestu við Breiðafjörð og eiga ítök um Vestfirði. Með því ríki gat hann haldið til jafns við aðra höfðingja. En nú gerist breyting á þessu. Enginn kynborinn og varla nokkur frjáls Islendingur hafði til þessa verið eins háðulega leikinn og Sturla, er hann var teymdur frá einum kirkjudyrum til annarra og hýddur sem prestlingur fyrir almannasjónum í Rómaborg. Ekki hefur honum verið svo í ætt og þjóð skotið, að skömmin hafi ekki sviðið. Hann var talhlýðnari við hinn slægvitra konung vegna þess, að um þetta mátti bezt bæta með meiri veg og völdum. Ennfremur mætti benda á hvernig höfundur túlkar hug Egils Skallagríms- sonar (169—76) og Þorgeirs Ljósvetningagoða (231—32). Forvitnilegra er samt að skoða dæmi af svolítið öðru tagi. Stundum virðast menn ganga út frá því sent gefnu að innlifun einskorði sagnfræðinga við sögur stakra, nafngreindra stórmenna. Sigurður birtir nóg dæmi um hið gagnstæða, til dæmis í lýsingu þeirra sem sóttu Alþingi á Þingvelli (149): Allar búsáhyggjur voru skildar eftir heima. Tíminn var drýgður með því að leggja saman daga og bjartar nætur. Meiri svefn gat beðið betra tóms. Hver flokkur manna kom á þingið með sinn skerf þekkingar og flutti nýjan skerf heim aftur. Tíðindi voru borin frá einum gistingarstað til annars, allt til útnesja og afdala. Einmitt þeim, sem afskekktastir voru aðra hluta ársins, voru þingreiðirnar lengstar og viðburðaríkastar. I fásinninu var mest gaman að segja frá ferðinni, er heim kom, atburðum á alþingi, fregnum úr öðrum héruðum og útlöndum. Þar var mönnum tíðast að rifja þetta upp við og við. Þótt vetur væru langir og býli einangruð, færðist fyrir þetta minni dofi á fólkið. Þeir, sem höfðu riðið á Þingvöll á liðnu sumri og ætluðu þangað enn á komanda vori, áttu margs að minnast og hlakka til. En allir nutu nokkurs góðs af, þó að heima hefðu setið. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.