Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar aldar, tvær skáldsögur hugsaðar eins og stórbrotinn leikur. Tveir hápunktar léttleikans sem hvorki fyrr né síðar hefur verið náð. Síðari tíma skáldsagan lét kvaðir sennileikans fjötra sig, hinna raunsæju umgjörð, nákvæmni tímasetningarinnar. Skáldsagan lét renna sér úr greipum möguleikana sem fólgnir voru í þessum tveimur höfuðverkum og voru þess megnug að grundvalla annars konar þróun skáldsögunnar en þá sem varð (það er nefnilega hægt að ímynda sér aðra framvindu evrópsku skáldsögunnar . . .). Akall draumsins. — Hið blundandi ímyndunarafl skáldsögu nítjándu aldar var skyndilega vakið af Franz Kafka en honum tókst það sem súrrealistarnir predikuðu eftir hans dag án þess að ná því: að láta draum og veruleika renna saman. Hér er reyndar um að ræða langþráð fagurfræðilegt takmark skáldsögunnar; Novalis skynjaði það en það krafðist gullgerðarlist- ar sem Kafka einn var fær um að uppgötva. Þó ber ekki að líta á fund hans sem endapunkt á þróun heldur óvænta útgönguleið sem leiðir í ljós að í skáldsögunni getur ímyndunaraflið náð að blómstra eins og í draumi. Akall hugsunar. — Musil og Broch leiddu til öndvegis skarpan og lýsandi skilning. Ekki til að breyta skáldsögunni í heimspeki heldur til að virkja á grundvelli frásagnar öll meðul, skynsamleg sem óskynsamleg, frásagnarlegs eðlis jafnt og íhugandi, til þess hæf að varpa ljósi á veruleika mannsins; gera skáldsöguna að hinni æðstu vitsmunalegu niðurstöðu. En afrek þeirra, hversu stórbrotið sem það var, er bara byrjun á löngu ferðalagi. Akall tímans. — Tímabil lokamótsagna hvetur skáldsagnahöfundinn til að takmarka ekki lengur meðferð tímans við sjónarhorn Prousts á hið persónu- bundna minni heldur víkka það út í fjöldaminni. Evrópskan tíma sem lítur um öxl yfir farinn veg, gerir upp dæmið og sjónhendir sögu sína eins og gamall maður liðna ævi. Þaðan er komin löngunin (Fuentes og Grass bera henni vitni) að yfirstíga tímatakmörk eins lífs aðeins sem fyrri tíðar skáld- sögur einskorðuðu sig við og leiða til leiks mörg tímabil sem að sjálfsögðu felur í sér miklar breytingar á forminu. Mitt er þó ekki að spá um framtíðarvegi skáldsögunnar enda með öllu fákunnandi þar um. Allt og sumt sem ég hafði í huga var að komast að þessari almennu niðurstöðu: ef það á í raun og veru fyrir skáldsögunni að liggja að hverfa, þá er ástæðan ekki sú að hún hafi runnið sitt skeið heldur hitt að veröldin er ekki lengur við hennar hæfi. 9. Sagan á plánetukvarða, þessi draumur húmanista sem Guð virðist af skömmum sínum hafa hrint í framkvæmd, honum fylgir svimandi smækk- un. Að sönnu naga maurar smækkunarinnar mannsins líf ár og síð og alla tíð: jafnvel hin heitasta ást endar sem ruður af lítilfjörlegum minningum. En 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.