Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 97
hjúpaðir hvítu. Hvert sem litið er, allt er snjóhvítt; hvert sem þú horfir, allt er snjóhvítt. Og það er hljótt, það er hlýtt, það er mjúkt, það er hreint. Það er áreiðanlega nokkuð erfitt, ef ekki alveg útilokað, að óhreinka sig í snjó. Trjá- greinarnar eru þaktar snjó. Þær svigna niður að jörð undan hvítu, þykku farginu og loka götunni. Götunni! Eins og það sé til einhver gata. Maður bara gengur og vonar að maður sé á réttri leið. Og það er hljótt. Það hefur fennt yfir öll hljóð, allan hávaða, skarkala og háreysti. Maður heyrir ekkert nema kyrrð, þögn og hún hljómar svo sannarlega ekki hátt. Og það er hlýtt í öllum þessum mjúka kafasnjó, það er hlýtt eins og í notalegri stofu þar sem frómar manneskjur hafa hist til að eiga saman ljúfa stund. Allt er slétt og fellt. Brúnir, horn og broddar hafa hjúpast snjó. Það sem var kantað og oddhvasst hefur nú fengið hvíta, ávala hettu. Snjórinn hefur með mestu vinsemd og alúð þakið allt hart, gróft og hnubbótt. Hvar sem þú drepur niður fæti stígurðu á mjúkt, hvítt, og hvað sem þú snertir er milt, vott og mjúkt. Allt er hulið blæju, allt er orðið slétt og hnökralaust. Þar sem áður kenndi margra grasa er nú eitt og aðeins eitt, snjór; og það sem áður var andstætt hefur nú verið sameinað í eitt og aðeins eitt, snjó. Hversu ljúflega, hversu friðsamlega hafa ekki hin margvíslegustu fyrirbæri sameinast í einni einustu mynd, tekið á sig einn heildarsvip. Það er aðeins ein mynd sem ríkir. Það sem var sterkt hefur nú verið mildað, það sem hóf sig upp lýtur nú, í besta skilningi þess orðs, einni ljúfri, fagurri og háleitri heild. En bíðið við, ég er ekki búinn að segja allt. Mér dettur nefnilega í hug að stríðshetja nokkur, sem vildi ekki láta taka sig höndum heldur gerði það sem einni hetju ber að gera og varðist ofureflinu þar til yfir lauk, gæti hafa fallið í snjó. Það snjóar án afláts á andlitið og höndina, á aumingjans líkamann með blóðugu sárinu, hina göfugu lund, hina karlmannlegu einurð og hina hreinlyndu, hugrökku sál. Hver sem er getur gengið yfir gröfina án þess að verða nokkurs var en honum sem liggur undir snjónum líður vel. Hann hefur öðlast frið og ró, hann er kominn heim. — Konan hans stendur við gluggann heima, horfir á iðandi drífuna og hugsar: „Hvar skyldi hann vera og hvernig skyldi honum líða? Honum líður áreiðanlega vel.“ Skyndilega verður hún skyggn og sér hann. Hún gengur frá glugganum, sest niður og grætur. TMM 1990:4 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.