Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 15

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 15
 sk‡ 15 Kristján Jóhannsson syngja ákveðin hlutverk í stórum óperuhúsum, við gerð og útgáfu geisladiska og þannig má lengi telja. En ég get á hinn bóginn ekki kvartað vegna skorts á mórölskum stuðningi frá minni þjóð því ég held að fáir listamenn hafi fundið og fengið jafnmikinn stuðning frá samlöndum sínum eins og ég. Þegar ég þreytti frumraun mína á Scala og svo seinna í Met- ropolitan-óperunni, þá komu fullar vélar frá Íslandi til að hylla mig. Einhver sagði mér að þegar ég söng í fyrsta sinn á Metropolitan árið 1991 hefðu hátt í þúsund Íslendingar flogið til New York til að styðja mig. Miðað við höfðatölu myndi það þýða að 180 þúsund manns hefðu komið að hylla Pavarotti! Geri aðrar þjóðir betur og miðað við það er ég hamingjusamasti maður í heimi. Starfsmenn Stöðvar 2 festu bæði þessi debút mín á filmu og eftir Metropolitan-debútið héldu þeir mér glæsilega veislu í Central Park. Hjarta mitt slær fyrir Íslendinga og ég finn að hjörtu stórs hluta þjóð- arinnar slá fyrir mig. Mikið er undir heilsunni komið, þegar menn hafa gert milljónasamninga og eru búnir að leggja út í kostnað vegna þjálfunar, ferðalaga og uppihalds. Er þá ekki mikil pressa á að syngja hvernig svo sem menn eru upplagðir? Eru veikindi ekki algengt tekjutap? - Auðvitað. Heiðarlegur listamaður með eðlilega sjálfsvirðingu syngur helst ekki veikur. Ef söngvari er með mikilvæga samninga framundan, þá hagar hann sér í samræmi við það og fer ekki að synda berrassaður í vatninu, eða fara á skíði eða til Íslands að veiða og ná sér í kvef. Ef söngvari syngur illa fyrirkallaður oftar en einu sinni, þá er baráttan það hörð að viðkomandi á það á hættu að verða þurrkaður út af „sakramentinu“. Ég hef einu sinni lent í að syngja veikur en annars er ég heilsu- hraustur og hef sjaldan þurft að fresta sýningum eða tónleikum. Í þetta eina skipti sem ég söng veikur þá var ég að syngja Aidu heima á Íslandi, á Listahátíð í Laugardalshöll fyrir um fimm þúsund manns. Ég varð að syngja því það var enginn annar tenór til vara og það var löngu búið að koma þessu á koppinn, þannig að ég hamraði mig í gegnum þetta. Þetta var mjög erfitt en ég vona að ég hafi komist skammlaust frá þessu. Það er ákveðið máltæki til meðal söngvara sem segir eitthvað á þá leið að maður ætti alltaf að syngja veikur því einbeitingin er aldrei meiri en þá. Svo verður maður að nota þá tækni sem maður á til fulls og fyrir vikið þá syngur maður sennilega aldrei betur. Með einbeitingu, reynslu og kunnáttu eru manni flestir vegir færir. Notar þú ákveðnar upphitunaræfingar, æfir þú þig dag- lega, hver er rútínan fyrir sýningar, hvernig metur þú hvort þú ert í góðu dagsformi? - Eftir að ég byrjaði í kennslunni syng ég í rauninni alla daga og ef eitthvað er kannski stundum fullmikið eða upp í fimm tíma á dag. Söngur er ástríða og eftir fimm tíma líður mér stundum eins og nýfæddum. Kennslan verður til þess að æfingarnar verða ekki leið- inlegar og ég er í staðinn í toppformi alla daga. Fyrir sýningar reyni ég að sofa vel svo ég sé vel úthvíldur lík- amlega og andlega. Ég borða alltaf léttan og kjarngóðan mat tveimur til þremur tímum fyrir sýningu þannig að krafturinn sé góður þegar ég er kominn upp á svið. Þá mæli ég með góðum diski af pasta því það er svo fljótmelt. Gætir þú hugsað þér að verða óperustjóri á Íslandi á eftir Bjarna Daníelssyni sem nú verður sveitarstjóri Skaftár- hrepps? - Þú segir nokkuð, maður veit aldrei, það er enginn öfundsverður af því embætti. Gætir þú séð þig gegna hlutverki á vegum íslenska ríkis- ins til þess að efla óperu á Íslandi eða til að ráðleggja óperusöngvurum og nýta þau góðu tengsl sem þú hefur ungum söngvurum til framdráttar? - Ætli ég yrði ekki bara bæði glaður og stoltur ef sú staða kæmi upp, að ég væri beðinn um að miðla af þekkingu minni og nota þau tengsl sem ég hef eignast á áratugalöngum ferli mínum. Ég hef reynt í öll þessi ár að vera Íslandi til sóma og bera hróður þjóðar minnar hvert sem ég hef farið. Þekkingu á ég mikla eftir 30 ár og tengsl á ég góð, þannig að eflaust á ég mjög veglegan og stóran sarp. sky ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.