Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 74

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 74
 74 sk‡ Dalvíkurbyggð: Það er mikið um að vera í Dalvíkurbyggð allt árið og menningarlíf er þar fjölbreytt. Íslandsmót í hestaíþróttum verður í Dalvíkurbyggð 12. – 14. júlí, Fiskidagurinn mikli verður 11. ágúst í ár og Þorvalds- dalsskokkið verður 30. júní. Dalvíkurbyggð er við utanverðan Eyja- fjörð og samanstendur af Dalvík, Svarfaðardal og Árskógsströnd. Íbúar sveitarfélagsins eru tæplega tvö þúsund. „Sjávarútvegur, einkum fiskvinnsla og tengdar greinar, skipa öndvegi í atvinnulífi sveitarfélagsins,“ segir Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri. „Árlega er vakin athygli á þessari staðreynd með Fiskideg- inum mikla sem er haldinn hátíðlegur laugardaginn eftir verslunar- mannahelgi. Á Dalvík rekur Samherji fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi og þar eru einnig starfandi fleiri öflug fiskvinnslufyrirtæki. Ferðaþjónusta er fjölbreytt og gistiaðstaða við allra hæfi. Í Dalvík- urbyggð getur fólk t.d. stundað fuglaskoðun í Friðlandi Svarfdæla, gönguferðir í Tröllaskagann, hvalaskoðun og heimsótt einstakan hús- dýragarð að Krossum. Hér er einnig frábært berjaland.“ Mikil uppbygging og góður búsetukostur Mikil gróska og uppbygging er í sveitarfélaginu, bæði á vegum ein- staklinga og opinberra aðila. Nú er unnið er að gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið og deiliskipulags fyrir einstök svæði, m.a. höfnina á Dalvík þar sem gera á aðstöðu fyrir Grímseyjarferju. Unnið er að uppbyggingu innviða samfélagsins með lagningu hitaveitu í dreifbýli og fyrsta skóflustungan að stækkun leikskólans Krílakots var tekin í byrjun mars. Stuttu áður tilkynnti Sparisjóður Svarfdæla að í kjölfar góðrar afkomu sjóðsins mundi hann standa að byggingu menningarhúss og færa samfélaginu að gjöf. Svanfríður segir að búsetukostir séu fjölbreyttir í Dalvíkurbyggð, í sveit og í bæ, og þjónustustig hátt m.a. vegna nálægðarinnar við Akureyri. „Þar er líka margbreytileg og góð þjónusta og þar af leið- andi er Dalvíkurbyggð eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fólk sem vill njóta þess að búa í rólegu umhverfi en hafa samt greiðan aðgang að fjölbreyttu atvinnulífi, menningu og þjónustu.“ Menningarlíf Menningarlíf í Dalvíkurbyggð er öflugt. Starfandi er metnaðarfullt leikfélag og í byggðasafninu Hvoli má einnig finna einstakt nátt- úrugripasafn. Þar er líka hægt að skoða eigur, og máta skó, Jóhanns Svarfdælings sem er hæsti Íslendingur sem uppi hefur verið en hann var 2,34 metrar á hæð. Tónlistarlíf er fjölbreytt og stór hluti íbúanna syngur í einhverjum hinna fimm kóra sem starfa í byggðarlaginu. Svarfdælskur mars er menningarhátíð sem haldin er í mars hvert ár. Þar er lögð áhersla á svarfdælska menningu og svarfdælska sérvisku af ýmsum toga. Í ár verða tvær stórar hátíðir til viðbótar í sveitarfélaginu: Íslands- mót í hestaíþróttum, sem haldið verður 12.-14. júlí, og Fiskidagurinn mikli þann 11. ágúst. Landsmótið í hestaíþróttum verður sannkölluð veisla fyrir alla þá sem áhuga hafa á hestum og Fiskidagurinn mikli er viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Af öllu þessu má sjá að Dalvíkurbyggð er kjörinn áfangastaður fyrir alla fjölskylduna þar sem dvelja má í lengri eða skemmri tíma. sky , NORÐAUSTURKJÖRDÆMI Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri við sundlaugina í Dalvíkurbyggð. Íslandsmót í hestaíþróttum og Fiskidagurinn mikli meðal ævintýra sumarsins K Y N N IN G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.