Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 37

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 37
 sk‡ 37 Stutt og laggott sér klafa sléttubanda, stuðla og höfuðstafa, myndlistarmenn leituðu nýrra forma og tónlistarmenn hlustuðu eftir nýjum hljómum. Lífs- stíll margra þeirra sem hneigðust til listsköpunar var bóhemskur og hömlulaus. Lífsins átti að njóta í botn og forðast að láta borgaraleg viðhorf og tepruskap hefta sig í leitinni að innblæstri og nautnum lífsins. Þessir straumar komu frá Evrópu og Ameríku til Íslands og listamennirnir, sem töldu mikilvægara að sitja á kaffihúsum og ræða stefnur og strauma í listinni, mættu ekki miklum skilningi hjá vinnusömum Íslendingum sem nýttu sér allsnægtir eftirstríðsáranna til þess að koma sér þægilega fyrir í nútímanum með öllum þeim efnislegu gæðum sem skyndilega voru innan seilingar fyrir alla sem vildu bera sig eftir björginni. Ásta kvaddi sér eftirminnilega hljóðs sem rithöfundur aðeins 21 árs að aldri þegar hún birti smásögu sína Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns, í tímaritinu Lífi og list sem Steingrímur St.Th. Sigurðsson ritstýrði. Sagan er sérlega beinskeytt og nöpur lýsing á skemmtanalífi meðal listamanna í Reykjavík og segir frá drykkfelldri listakonu sem er nauðgað af ókunnugum manni sem hirðir hana upp af götu eftir stormasamt samkvæmi. Ásta kemur fram undir sínu eigin nafni í sögunni og reykvískir lesendur tóku andköf af hneykslan þegar þeir lásu söguna. Árið eftir birtist svo sagan Draum- urinn á prenti, sem hneykslaði fólk ekki minna en þar er fjallað um fóstureyðingu á opinskárri hátt en áður hafði verið gert. Ásta mynd- skreytti báðar sögurnar með dúkristum svo auðséð var að hér var fjölhæfur listamaður á ferð. Hún tók virkan þátt í hömlulausu lífi bóhemanna og listamann- anna og skeytti lítt um viðurkenningu eða höfnun samfélagsins. Hún vakti umtal og hneykslun með framferði sínu, bæði í lífi og list. Ásta starfaði auk þess hjá Gliti við smíði og skreytingu leirkera undir stjórn Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara. Hún var drífandi afl í félagsskap atómskáldanna og í raun var ekki annað sýnt en að hún ætlaði sér framtíð sem listamaður. Steingrímur St. Th. Sigurðsson lýsir henni svo í Tímariti Máls og menningar 1986: „Hún átti það til stundum að ganga í pels og það þótti mjög djarflegt. En hún átti kannski líka til að ganga í strigaskóm við pels- inn. Hún þótti lagleg og það var ákveðin reisn yfir henni. En hún var skapmikil og tilfinningarík og hún gat stundum fengið vissar hugmyndir í sambandi við fólk, henni var ekki um allt fólk gefið og það hefur sennilega verið varnarstaða. Og það er synd að íslenskar bókmenntir skyldu ekki njóta hennar lengur en raun varð á.“ Fjölþættir hæfileikar Í bók Friðriku Benónýsdóttur, Minn hlátur er sorg, sem Iðunn gaf út 1992 og fjallar um ævi Ástu, sést að Ástu var margt til lista lagt. Þar er dregin upp mynd af stúlku sem var óstýrilát og baldin í uppvext- inum en elst upp við strangan aga mótaðan af aðventistatrú móður Ástu. Hún dvelur hjá móðursystur sinni í Reykjavík, sem einnig er aðventisti, ströng og siðavönd, en reynist erfitt að hemja frænku sína. Ásta lauk fullnaðarprófi með miklum ágætum vorið 1944 og lýkur landsprófi með fyrsta hópnum sem þreytir það próf vorið 1946, eftir að hafa lesið heima á Litla-Hrauni seinni hluta vetrarins. Ritgerð hennar í íslensku á landsprófi vakti mikla athygli og lof. Það sama vor sat Ásta sex vikna myndlistarnámskeið undir handleiðslu Kurts Zier í Reykjavík og hlaut mikið lof kennara síns. Meðan Ásta sat á skólabekk í Kennaraskólanum var dr. Broddi Jóhannesson að rannsaka eiginleika sem hann kallaði hljómsýn en fólk sem er gætt honum sér liti með tónlist. Í ljós kom að Ásta hafði þennan eiginleika í ríkum mæli og lýsti honum skriflega fyrir Brodda: „Maður er langa ævi að hrapa, hrapa og lengst niðri í botninum er tjara, tjörudíki, þar sem litlar mýs byltast og krafsa í seigri efjunni, með örlitlum smágerðum fótum og ber- jast við dauðann. Tjaran drekkir svo mjúku hárinu og fyllir dökku, stóru augun þeirra.“ Úr sögunni Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns. Ásta Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.