Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 29

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 29
„Ég hef myndað mikinn fjölda heimsþekktra manna en enginn þeirra hefur haft jafnsterka útgeislun og áru eins og Bill Clinton,“ segir Gunnar V. Andrésson blaðaljós- myndari, sem var á vettvangi þegar Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi kom hingað í einkaheimsókn með Hillary eiginkonu sinni í ágúst 2004. Hér áttu þau fundi með íslenskum ráðamönnum, en hvað mesta athygli vakti þó þegar Clinton gekk um götur miðborgarinnar í gallabuxum og peysu, leit við í verslunum, spjallaði við fólk og áritaði ævisögu sína. „Clinton gekk eftir Tryggvagötunni miðri, svo stór persónuleiki er hann, fyrir utan að vera vörpulegur á velli. Hersingin var komin á móts við Bæjarins bestu þegar ég kallaði á konuna sem þar stóð vaktina, hvers vegna hún gæfi ekki manninum pylsu. „Come on, I can give you the best hot dogs in the worlds,“ kallaði hún og þetta hreif. „Why not,“ svaraði Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi – og horfði beint í augun á mér. Ég er ekki frá því að hann hafi séð að hér gæti hann brugðið á leik með okkur ljós- myndurum. Svo fór Clinton beint í lúguna og bað um eina pylsu með sinnepi. Þarna var komið frábært myndefni og forsíðu Fréttablaðsins næsta dag var borgið. Raunar birtust myndir mínar af Clinton með pylsuna í fjölmörgum erlendum blöðum og eins voru þær notaðar í íslenskar auglýsingar. Af Clinton, sem er þekktur skyndibitaunn- andi, er hins vegar það að segja að fljótlega eftir að hann kom aftur til síns heima fékk hann hjartaáfall, sem mig minnir að læknar hafi sagt að mætti rekja til óhollrar fæðu,“ segir Gunnar V. Andrésson. sky , Bill Clinton – 2004 Vörpulegur á velli Clinton með bæjarins bestu pylsu. Heimsóknir heimsleiðtoga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.