Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 69

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 69
 sk‡ 69 ingar auðveldar innlendum verkfræðistofum og verktökum að taka að sér framkvæmdir og nota innlent vinnuafl. Ennfremur er vert að geta mikilvægs hlutverks íslenskra flutningafyrirtækja og annarra þjónustuaðila og síðast en ekki síst fulltingis íslenskra banka sem hafa haft forystu um fjármögnun á uppbyggingu álversins. Norðurál er fjölmennur og eftirsóttur vinnustaður og störfin eru fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfa m.a. verkfræðingar, tækni- fræðingar, viðskiptafræðingar, sálfræðingar, efnafræðingar, eðl- isfræðingar, líffræðingar, tölvunarfræðingar, vélvirkjar, vélstjórar, rafvirkjar og rafsuðumenn, auk ófaglærðra starfsmanna sem öðl- ast verðmæta þjálfun við störf sín og nám hjá álverinu. Góður granni Stefna Norðuráls er að þar starfi sem flest fólk úr nágranna- byggðum enda hefur Norðurál skipað öflugan sess í samfélaginu og átt veigamikinn þátt í að efla búsetu og atvinnutækifæri. Frá því Norðurál tók til starfa á Grundartanga hafa þjónustugreinar í nærliggjandi byggðarlögum blómstrað og eftirspurn eftir hús- næði aukist til muna. Þessi jákvæðu áhrif eru meðal forsendna þess að fyrirtækið geti talist ábyrgur þegn í samfélaginu. Fyrirhugað álver í Helguvík Frá árinu 2005 hefur verið unnið markvisst að undirbúningi álvers í Helguvík. Við slíka vinnu þarf að fara í einu og öllu eftir viðamiklu lögformlegu ferli. Lokahnykkurinn á því ferli er kynning á mati á umhverfisáhrifum sem mun fara fram í maí. Áformað er að jarðvegsframkvæmdir hefjist í lok árs 2007 og að fyrsta afhending orku til álvinnslu verði árið 2010. Gerður hefur verið samningur við Reykjanesbæ og Garð um lóð undir álverið. Það verður á mörkum sveitarfélaganna, verk- smiðjan sjálf að stærstum hluta í Garðinum en athafnasvæði og hafnaraðstaða í Helguvík eru í Reykjanesbæ. Þannig hafa sveitarfélögin tekið höndum saman um atvinnuuppbyggingu á svæðinu, sem mátti nýverið þola stærstu hópuppsagnir í sögu þjóðarinnar. Ljóst er að heimamönnum yrði mikill akkur í verk- efninu enda yrði mikil aukning í framboði á fjölþættum og vel launuðum störfum sem kæmu í stað þeirra 700 starfa sem glöt- uðust með brottför varnarliðsins á síðasta ári. Viljayfirlýsing liggur fyrir frá Hitaveitu Suðurnesja og Orku- veitu Reykjavíkur um að tryggja orku til álversins og verið er að ganga endanlega frá samningum þar að lútandi. Gert er ráð fyrir að lagður verði háspennustrengur neðanjarðar 7-8 km leið frá Fitjum að Helguvík en Fitjar eru vinstra megin við Keflavíkur- veginn, rétt áður en komið er að afleggjaranum inn á gamla Ábyrgur þegn í íslensku samfélagi Svona kemur aðkomubygging álversins í Helguvík til með að líta út. Norðurál hefur frá upphafi valið það sem kalla mætti „íslensku leiðina“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.