Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 6
Breytingar á námi og starfsum- hverfi Á undanförnum árum hafa orðið umtals- verðar breytingar á lögfræðinámi hér á landi og ekki síður á starfsumhverfi lögfræðinga og lög- manna. Þannig hafa þrjár lagadeildir verið stofnaðar við íslenska háskóla á innan við fimm árum, til viðbótar við lagadeild Háskóla Íslands, sem starfrækt hefur verið í rétt tæpa öld. Jafnframt hefur fjöldi þeirra sem leggur stund á laganám vaxið í samræmi við aukið framboð á lögfræðimenntun. En háskólum sem bjóða upp á nám í lögfræði hefur ekki ein- ungis fjölgað heldur hafa verulegar breytingar verið gerðar á skipulagningu laganámsins, m.a. með skiptingu þess í B.A. eða B.S. hluta ann- ars vegar og meistaranámshluta (LL.M) hins vegar. Þessar breytingar má m.a. rekja til vinnu við samræmingu prófgráða í háskólum innan EES, sem kennd hefur verið við Sorbonne-Bo- logna verkefnið, en megin hlutverk þessarar samræmingarvinnu er að tryggja að allt háskólanám á Evrópska efnahagssvæðinu byggi á sömu grundvallarviðmiðunum, m.a. í ljósi kröfunnar um gagnkvæma viðurkenningu á prófgráðum og starfsréttindum milli aðildar- ríkjanna og reglna um frjálst flæði vinnuafls. Kröfur um samræmingu reglna Kröfur um samræmingu eru ekki eingöngu á sviði háskólamenntunar heldur ná þær einnig til annarra starfsskilyrða einstakra fag- stétta. Þetta endurspeglast m.a. í kröfum um tímabundið starfsnám áður en tiltekin starfs- réttindi eru veitt, prófum til öflunar starfsrétt- inda og loks til krafna um skylduendur- menntun eftir að tiltekin starfsréttindi eru fengin. Þessi þróun á jafnt við innan lög- mannastéttarinnar og annarra sérfræðistétta. Þannig hefur á vettvangi CCBE (Samtaka evr- ópskra lögmannafélaga), sem Lögmannafélag Íslands er aðili að, verið rætt um samræmingu á tímalengd starfsþjálfunar lögfræðinga áður en þeir þreyta próf til öflunar málflutningsrétt- inda. Sama á við um reglur um skylduendur- menntun lögmanna sem í vaxandi mæli hafa verið að ryðja sér til rúms í Evrópu á undan- förnum árum. Er það mat CCBE að hafi stefnumótun og hugsanleg innleiðing slíkra samræmdra reglna ekki farið fram innan fárra ára takmarki það mjög möguleika samtakanna á að hafa áhrif á reglur Evrópusambandsins í þessa átt sem án efa verði innleiddar í fyrir- sjáanlegri framtíð. 6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 Ingimar Ingason framkvæmdastjóri LMFÍ: ÆTLUM VIÐ AÐ VERA MEÐ EÐA EKKI? 

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.