Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 21
umboðsmaður KSÍ tryggði liði GM sigurinn! Ekki er vitið til þess að margir erlendir njósnarar hafi fylgst með mótinu en hafi svo verið er víst að Ólafur gæti átt von á samningi við eitthvað erlent stórlið lögmanna. (Auglýsir hann hér með eftir umboðs- manni til að gæta hagsmuna sinna.) Hér hefur verið stiklað á stóru varð- andi sögu knattspyrnumóta innan Lögmannafélagsins. Er það von pistla- höfundar að félagsmenn haldi áfram að stunda knattspyrnu af kappi næstu árin þannig að önnur svipuð grein líti dagsins ljós í 20 ára afmælisblaðinu sem kemur út árið 2015. LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 > 21 Íslenzkt Fótboltafjelag m.l. mætti til leiks haustið 2002 og setti skemmtilegan svip á útimótið það ár. JÁRNSÍÐA og KRISTINRÉTTUR ÁRNA ÞORLÁKSSONAR Lögbókin Járnsíða frá 1271 og kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar í Skálholti frá 1275 voru fyrstu lögin fyrir Ísland eftir að það varð hluti af ríki Noregskonungs árin 1262-1264 og komu í stað lagasafnsins Grágásar. Með þessum lögum var skilgreind ný skipan samfélags í landinu og eru textarnir undirstaða að skilningi á íslenski sögu síðmiðalda. Járnsíða kom síðast út árið 1847 og kristinréttur árið 1895. Hvorugur textinn hefur áður komið út á Íslandi áður en ítarleg atriðisorðaskrá fylgir útgáfunni. Umsjónarmenn hennar eru Haraldur Bernharðsson, Magnús Lyngdal Magnússon og Már Jónsson. Félagsmenn LMFÍ fá Járnsíðu á sérstöku tilboðsverði 2200 kr. Sögufélagið, Fischersundi 3, 101 Reykjavík, sími 551 4620 (opið kl.14-18 daglega)

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.