Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 24
24 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 EFTIR ÁRSHÁTÍÐ eitt árið fór Mörður í bæinn og bauð í partý á skrifstofu sinni eftir að hafa keypt einkadans á „erót- ískum dansstað“: Skólasystir Marðar úr lagadeildinni hafði einnig slegist með í för og var yfir sig hneyksluð. Þegar samkvæmið stóð hæst fannst henni nóg komið og rak allt liðið út. Og þá ungversku líka með harðri hendi, hvar hún sat í kjöltu Marðar og daðraði við hann, klædd í leðurbuxur og með varalit í hendinni, flissandi. „Hvaða ólifnaður er þetta eiginlega, Mörður – einhverjar dansmeyjar og skríll?“ atyrti skólasystirin. „Hvað heldurðu að fólk haldi? Á ég ekki að keyra þig heim?“ – Ekkert vitrænt svar, heldur hægri höndin upp með krepptum hnefa og gamli brandarinn hans: „Áfram Skallagrímur, nóttin er ung!“ … Mánudagurinn rann upp. Mörður kom á skrifstofuna og horfði flóttalegur á nýja ritarann á stofunni ... „Hringdi ein- hver“, spurði Mörður. „Já, það var ein- hver kona eða eitthvað, en það var bara svo erfitt að skilja hana – vá, hún talaði bara einhverja ensku og íslensku til skiptis og ég skildi hana varla. Hún sagði að hún vildi „mannréttindi til að dansa“ og ætlar að hringja aftur. Hey, svo var hún bara með einhverjar ýktar hótanir og sagði alltaf „murder lawyer, murder lawyer“. Ég var geeeeðveikt hræædd“ ... Mörður fór inn til sín og horfði í spegilinn. Honum leið eins og aðalpersónu í raun- hæfu verkefni eftir Jónatan Þórmunds- son. Heimfærslan var hlutdeild í tilraun til brots gegn blygðunarsemi, m.ö.o: einka- dans. Mörður var sannfærður um að starfs-titillinn „lögmaður“ bæri með sér ótvíræðan kynþokka á þessum nýju miðum. Hann myndi ekki þurfa annað en að nefna það að hann væri fráskilinn lög- maður og konurnar myndu líta framhjá svitahringjunum á skyrtunni, þunna hár- inu og þykknandi maganum. Mörður sá sig fyrir sér umvafinn og eftirsóttan frá- skilinn lögmann. Ekkjur myndu bjóða honum í kjötsúpu, einstæðar mæður senda honum pönnukökur … Mörður kastar fram kviðlingi á góðumstundum, samanber þessa: Á heiðskírum degi er himininn blár. Það hressir jafnt fátæka og ríka. Brátt fæðist Jesús, jatan er klár Og jólastimplarnir líka. Áskrifstofunni voru annir á þessumtíma, dómarar landsins kepptust við að klára sína dóma fyrir áramótin og þau fáu mál sem Mörður luntaðist með fyrir dómstóla voru gjarnan flutt munnlega á þessum tíma. Málflutningurinn hafði aldrei heillað Mörð sérstaklega „ég er maður sátta – því betri er mögur sátt en feitur dómur“ sagði Mörður gjarnan á góðri stund. Hann hefði raunar aldrei skilið rökfræðina í þessu spakmæli því alla jafna var betri feit sátt en magur dómur. En Mörður vildi sem sé helst vera á sínum kontór að snudda við pappíra eins og hann orðaði það, frekar en að fljúgast á í dómsölum. Það hefur aldrei verið tekið viðtal viðMörð – aldrei. Enginn fjölmiðill hefur nokkurn tíma leitað eftir slíku við hann. Þetta þykir Merði furðulegt og raunar mjög sérkennilegt líka. Síminn hringdi eina nóttina fyrir stuttuheima hjá Merði. Svefndrukkinn reis hann upp við dogg og svaraði „Hjá Merði lögmanni góðan dag.“ Allur drungi hvarf hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ábúðarfull en þó frekar leyndar- dómsfull rödd kynnti sig frá Ávana- og fíkniefnadeildinni. Sæluhrollur hríslaðist niður hrygginn á Merði. Loksins, loksins, loksins skilaði það árangri að standa þessar bakvaktir hjá Lögmannafélaginu. Og loksins hringdi alvöruglæpadeild hjá löggunni. Mörður hafði nefnilega lengi öfundað í leyni kollegana sem gátu smellt í góm í kokteilboðunu og talað kæruleysislega um þetta og hitt stór- málið sem þeir voru að vinna að; Stóra kókaínmálið, Stóra E-pillumálið ....Pínu- lítið sljákkaði hins vegar eitt augnablik í Merði þegar ábúðarfulla en þó frekar leyndardómsfulla röddin spurði hvort hann gegni undir viðurnefninu Mörder. Það væri nefnilega þannig, útskýrði röddin, að þeir hefðu gripið barmfríða austantjaldssnót á Keflavíkurflugvelli með „bland í poka“. Hún hefði sagst vera fara vinna sem listdansmær á veit- ingahúsi sem raunar góðkunningi lögg- unnar ræki í miðborginni en kollegi hennar, sem hefði áður verið á Íslandi, hefði bent henni á að tala við Mörder lögmann ef hún lenti í einhverju klandri. Hann væri sá besti- og svo líka rausnar- legur í tipsinu. Fyrir utan einstaka framsóknarmannhöfðu lagadeildarfélagarnir forðum ýmist verið andlitshærðir úlpumenn, sem seldu Neistann, blað Æskulýðsfylkingar- innar, fyrir utan Ríkið, ellegar sléttgreidd bindismenni sem lofuðu hina frjálsu samkeppni og afneituðu hinni dauðu hönd ríkisvaldsins í löngu máli í ræðu sem riti. Þegar Mörður fór að setja það niður fyrir sér hvar félagarnir væru nú niðurkomnir varð hann klumsa. Svo virt- ist sem að Neistasölumennirnir hefðu helst orðið harðsvíraðir praktíserandi „Best of Mörder“ – Mörður hefur oft farið á kostum í gegnum tíðina og hér koma valdir kaflar sem … Mörður er ekki skemmtilegur í samkvæmum! Brynjar Níelsson hrl. svaraði spurningunni um hvort hann þekkti Mörð játandi en hvernig maður er hann? Hann er sérstakur lögmaður, náttúrulega svolítið forn en óvit- laus. Hann er ekki skemmtilegur í samkvæmum en telur sig vera nokkuð flottan og æðislegan. Hann á það til að ofmeta sig og verður svekktur þar sem hann hefur ekki fengið það hrós sem hann telur sig eiga skilið. Í seinni tíð hefur hann orðið svolítið „grumpy“ það hefur gerst með aldrinum. Telur þú ykkur vera vini? Nei, en svona góðkunningja. Við höfum stundum lent saman í málum og stundum hef ég meira að segja verið meðverjandi.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.