Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 8
Aukin krafa um sérþekkingu Þær breytingar sem átt hafa sér stað hér á landi síð- ustu misseri snúa ekki eingöngu að grunn- og starfs- menntun lögfræðinga heldur einnig að auknum kröfum um þekkingu lögmanna og til þjónustu þeirra, t.d. við íslensk fyrirtæki í útrás eða erlend fyrirtæki sem sótt hafa inn á íslenskan markað, þar sem þeir eru í beinni samkeppni við erlenda lögmenn. Það liggur í augum uppi að til þess að íslenskir lögmenn geti staðið undir þeim kröfum sem breytt viðskiptaumhverfi hér á landi hefur haft í för með sér, jafn- framt aukinni samkeppni erlendis frá, verða þeir sífellt að auka við þekkingu sína og reynslu. Reyndar hefur vaxandi áhugi verið meðal ungra íslenskra lögmanna á að sækja sér viðbótarmenntun erlendis á sviði lögfræði. Með því hafa þeir búið sig undir vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra sem ráðgjafa og hagsmunagæsluaðila á viðkomandi sviði og um leið styrkt samkeppnisstöðu sína, bæði gagnvart íslenskum og erlendum lögmönnum. Það sama hafa lög- menn í nágrannalöndum okkar gert með góðum árangri. Danska lögmannafélagið hefur t.a.m. um nokkurt skeið unnið markvisst að því að tryggja starfsgundvöll danskra lögmanna erlendis og er nú svo komið að 6% af tekjum þeirra, eða sem svarar 4,7 milljörðum íslenskra króna, eru vegna starfa erlendis. Það er því deginum ljósara að ætli íslenskir lögmenn að veita íslenskum fyrirtækjum og ein- staklingum lögmannsþjónustu, sambærilegri þeirri sem í boði er erlendis, verður að tryggja að umgjörðin um lög- mannastéttina hér á landi og þær reglur sem að henni snúa, séu með þeim hætti að þær standist fyllilega það sem þekk- ist erlendis, einkum á evrópska efnahagssvæðinu. Enn vantar verulega upp á slíkt, þó svo þær breytingar sem gerðar hafa verið á laganáminu séu fyrsta skrefið. Horft til framtíðar Þó svo að regluverk um íslenska lögmenn hafi ekki fylgt þeirri þróun sem átt hefur sér stað í Evrópu á undanförnum misserum, sé ég fyrir mér að í náinni framtíð verði menntun íslenskra lögmanna þannig háttað að eftir að hafa lokið þriggja ára BA námi í lögfræði og eins til tveggja ára mast- ersnámi (LL.M), taki við eins til tveggja ára starfstengt nám á lögmannsstofu, hjá dómstólum eða tilteknum opinberum stofnunum og eins til tveggja ára sérhæft framhaldsnám sem tekið yrði fyrir starfsnámið eða að því loknu. Að loknum starfsnámi, og eftir atvikum sérnámi, tæki við próf til öfl- unar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi, m.a. með flutn- ingi prófmála, eins eða fleiri og að því loknu réttindaöflun til málflutnings fyrir Hæstarétti. Jafnframt verði komin á lögbundin endurmenntunarskylda allra starfandi lögmanna. Hvort þessi spádómur minn rætist eða ekki mun tíminn einn leiða í ljós, en í mínum huga snýst málið einfaldlega um það hvort íslenskir lögmenn ætli að vera með eða ekki þegar kemur að því bjóða samkeppnishæfa þjónustu við íslensk fyrirtæki erlendis eða við erlend fyrirtæki hér á landi. Sömu sjónarmið eiga að sjálfsögðu einnig við um þjónustu lögmanna við einstaklinga og stofnanir. 8 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.