Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 36

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 36
36 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 Af skikkjum og skápum Eins og flestum lögmönnum mun vera kunnugt um hafði LMFÍ milli- göngu um að láta sauma nýjar skikkjur á lögmenn. Saumastofan Eðalklæði tók að sér saumaskapinn en rúmlega 50 lögmenn hafa nýtt sér tilboðið. Ef Fréttir frá félagsdeild Starfsemi félagsdeildar LMFÍ er sem fyrr bundin við námskeiðahald félagsins og Lögmannablaðið sem er óvenju glæsilegt í þetta sinn í tilefni áratugar útgáfu. Það fer að hljóma eins og gömul tugga að segja að þátttaka í námskeiðum hafi verið mikil og góð en það er staðreynd að lögmenn eru sérstaklega virkir í endur- og sí- menntun. Um 250 manns sækja nám- skeið félagsins árlega en reynt er að hafa úrvalið sem fjölbreyttast og sömuleiðis að hafa námskeið sem höfða til ritara lögmanna. Á öðrum stað í blaðinu eru myndir frá heim- sókn 40 ritara til Héraðsdóms Reykja- víkur og Sýslumannsins í Reykjavík þar sem endað var á kynningu á LMFÍ sem heppnaðist afar vel. Á hverju ári taka um þrjátíu manns að sér kennslu á námskeiðum félagsins og flestir eru lögmenn þótt það sé að sjálfsögðu ekki skilyrði. Félagið hefur það markmið að fá helstu sérfræðinga á hverju sviði til að halda námskeið og veita fyrst og fremst góða þjónustu fyrir félagsmenn sína. Námskeiðs- gjöldum er stillt í hóf og námskeið haldin ef þau standa undir sér. Með þetta að leiðarljósi hefur aðsókn nám- skeiðanna verið svo góð sem raun ber vitni en því er einnig tekið fagnandi ef félagsmenn koma með óskir um ákveðin námskeið. Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir Bókasafn LMFÍ Enn er verið að skrá inn þann bóka- kost sem kom frá bókasafni Auðar Auðuns, sem sagt var frá í síðasta blaði, en að auki hafa bæst við bækur frá Ólafi Walter Stefánssyni. Hann færði félaginu bækur sem gefnar hafa verið út í tilefni Norrænu lögfræðinga- þinganna. Félagið færir honum bestu þakkir fyrir gjöfina. Ekki ber á öðru en að lögmenn séu ánægðir með þær breytingar sem gerðar voru á skrán- ingu safnsins, þ.e. að það sé nú kom- inn undir www.gegnir.is eins og önnur bókasöfn. Með þessum sameiginlega grunni geta lögmenn leitað á einum stað að upplýsingum um bækur og fengið upp hvort þær séu til hjá LMFÍ, í Þjóðarbókhlöðu, HÍ, HR og jafnvel annars staðar á landinu. svo ólíklega vill til að einhver hefur látið þetta tækifæri ganga sér úr greipum þá verður hægt að panta á ný eftir áramót. Félagið lét einnig setja upp skápa í húsakynnum Héraðsdóms Reykja- víkur sem lögmenn hafa tekið á leigu. Félagsdeild óskar lesendum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.