Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 > 23 ráðuneytis sem átti að sinna erindum frá fólki úti í bæ. Ráðuneytið var að reyna fá einhvern rykfallinn lúser til að taka við skíta- málaveseninu í ráðuneytinu og því afþakk- aði Mörður boðið. Tvívegis hefur Mörður talað sig uppí að sækja um dómarastöðu við Hæstarétt, en hætt við á síðustu stundu. Þrátt fyrir að Mörður hafi verið einyrki í öll þessi ár þá hefur hann átt sér þann draum að komast í sameinaða stofu með stjörnulög- fræðingum. Hann tapar hins vegar málum óþægilega oft. Óhætt er að segja að Mörður sé breyskur maður en hann hefur oft verið á „gráa svæðinu“ í störfum sínum sem lög- maður. Hann er dulítið þunglyndur og van- sæll enda er hann haldinn þeim erfiða kvilla „middle age crisis“. Áhugamál Marðar Fyrir utan að hafa gaman af því að tefla skák eða kasta fram vísu á góðum stundum, þá eru áhugamál Marðar ekkert til að hrópa húrra yfir. Hann hefur aldrei átt nein brenn- andi áhugamál en hefur þó reynt að fara í golf til að geta tekið þátt í umræðum um Tiger Woods, hús, fugla og slæs. Því síður er hægt að flokka Mörð til hugsjónamanna þar sem hann flokkar mannréttindi með fóta- nuddtækjum og segir að allir vilji eiga þau en enginn noti þau. Þrátt fyrir að hafa farið í afvötnun í upphafi lögmannsferils síns drekkur Mörður áfengi og hann þolir ekki þetta léttvínssull sem er í tísku heldur fær sér alltaf einn tvöfaldan af sterku...Um hver ára- mót strengir Mörður fögur heit um að nýjan og betri lífsstíl. Einkalíf Marðar Mörður hefur alltaf talið sig þokkalega frjálslyndan og víðsýnan þótt hann sé mjög íhaldsamur í klæðaburði og líti út eins og starfsmaður örnefnanefndar eða manna- nafnanefndar. Þegar Mörður var giftur fyrstu konu sinni fór hann í sumarhúsaferðir með fjölskyldunni í eitthvert rigningarbælið á Jótlandi eða í Hollandi. Annars hefur hann átt erfitt með samskipti sín við konur og er raunar mjög mótfallinn því að konur hafa haslað sér völl í lögmennsku, ýmist kallar hann þær lögfreyjur eða lögkonur. Þó hefur Mörður alltaf talið sig vera jafnréttissinn- aðan. Fyrir nokkrum árum ætlaði hann að ráða sér fulltrúa og það var ein kona sem sótti um. Hann var mikið að hugsa um að ráða hana en hann var alveg í stökustu vand- ræðum með það hvað hann ætti að borga kvenlögfræðingi svo hann sleppti því bara. Svo hjálpaði ekki að hann hafði eitt sinn haft slíkan fulltrúa, Þorgerði. Hann hafði talið að konur væru samviskusamari, með minni launakröfur og hægt að nota þær í upp- vaskið. Eftir nokkur ár hætti Þorgerður og tók helminginn af kúnnunum með sér. Þegar Mörður fór að skipta um konur þá mætti hann á árshátíðir og flesta lögfræðivið- burði til að reyna að fanga hug einhverrar lögfreyjunnar. Einhverjar þeirra hefur hann stært sig af því að hafa deitað en fæstar vilja þó viðurkenna það! Þótt Mörður teljist seint fjallfríður hefur hann engu að síður verið fjöllyndur í kvennamálum í gegnum árin. Þó skal taka það skýrt fram að Mörður er af þeirri kynslóð karlmanna sem fer ekki á fjör- urnar við konur nema undir áhrifum áfengis! Getur verið að þetta sé Mörður? Kunnugir segja að Mr. Burns og Mörður séu svo líkir í útliti að ekki sé hægt að greina þá í sundur á mynd. Ekki er vitað hvor þeirra er á þessari mynd en ef þetta er Mörður er hann skegglaus og það er mjög óvenjulegt. Þrátt fyrir mikla leit að mynd af Merði lögmanni hefur það ekki tekist með óyggjandi hætti. Þó var leitað í ljósmyndasafni dagblaðanna, Lögfræðingatalinu og hjá lögreglustjóra svo eitthvað sé nefnt. Nokkrar myndir hafa þó fundist en ekki er vitað hver þeirra er af lögmanninum. Lögmannablaðið ákvað því að birta þær allar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.