Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 31

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 31
leggur mat á trúverðugleika fram- burðar brotaþola en fjallar ekki í for- sendum sínum um trúverðugleika framburðar ákærða, sem alla tíð neit- aði sök samkvæmt ákæruliðum 1 og 2. Það skortir því rökstuðning í héraðs- dómi fyrir þeirri ályktun dómsins að telja framburð brotaþola trúverðugan en framburð ákærða ótrúverðugan. Héraðsdómur byggir sakfellingu á því að framburður brotaþola hafi verið trúverðugur og að ákærði hafi ekki hnekkt þeim fram- burði, þrátt fyrir að ákærði hafi neitað sök. Með þeirri aðferða- fræði snéri héraðsdómur sönnunarbyrð- inni við og lagði á ákærða að hnekkja framburði brota- þola, en þó með öðrum hætti en eigin framburði. Ákærða var það ómögulegt, enda vandséð með hvaða hætti öðrum en eigin fram- burði hann gat borið af sér sakir. Þá virðist sem að héraðsdómur hafi talið þýðingu hafa við úrlausn málsins að ákærði gat ekki gefið skýringu á þeim þungu sökum sem hann var borinn. Héraðsdómur komst að þeirri niður- stöðu þegar virtur var framburður brotaþola, framburður vitna um að brotaþoli hafi greint þeim frá að ákærði hafi misnotað hana, fram- burður sálfræðings um að brotaþoli bæri þessi einkenni að hafa sætt kyn- ferðislegri misnotkun og að ákærði hafi ekki hnekkt framburði brotaþola, að ekki væri ,,varhugavert að telja nægi- lega sannað, sbr. 45. og 46. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála” að ákærði hafi gerst sekur um þau kyn- ferðisbrot samkvæmt liðum 1 og 2 í ákæru. Ég tel ályktun dómsins vera órökrétta og tel að ályktun dómsins sé mjög varhugaverð og ekki í samræmi við 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, 2. mgr. 6. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu, sem veitt var laga- gildi með lögum nr. 62/1994, og 45. gr. laga um meðferð opinberra mála. Með því að fara þá leið sem Hæsti- réttur fór, að leggja þá byrði á ákærða að sanna að hann hafi ekki framið ætluð brot, má færa gild rök fyrir að brotið hafi verið gegn réttindum ákærða sem mælt er fyrir um í stjórn- arskrá, mannréttindasáttmála Evrópu og lögum um meðferð opinberra mála. Þá tel ég dóm meirihluta Hæstaréttar vera í and- stöðu við fyrri dóma Hæsta- réttar í málum af þessu tagi. Má nefna dóm Hæstaréttar í málinu nr. 286/1999, svo kölluðu prófessors- máli, en sönn- unarstaða í því máli var sambæri- leg þeirri sem var í máli því sem hér er um fjallað. Í því máli sýknaði meirihluti Hæstaréttar ákærða og segir eftirfar- andi í forsendum þess dóms: ,,Það leiðir þó ekki til þess, að slakað verði á kröfum um sönnunarbyrði og sönnunar- skyldu ákæruvaldsins í málinu sam- kvæmt 45. gr. laga nr. 19/1991, enda standa því í gegn 2. mgr. 70. gr. stjórn- arskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr 8. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995, og 2. mgr. 6. gr. mannrétt- indasáttmála Evrópu, sem veitt var lagagildi með lögum nr. 62/1994.” Er gagnrýnivert að meirihluti Hæstiréttar skyldi í máli nr. 148/2005 víkja frá fyrrgreindri grundarvallarreglu um mannréttindi ákærða. Samkvæmt lögum gilda sömu reglur um sönnunarfærslu í öllum teg- undum sakamála og er því ekki heim- ilt að slaka á sönnunarkröfum eða snúa sönnunarbyrði við, enda þótt sönnunarfærsla sé erfið í sumum mála- flokkum. Það skal því beita sömu reglu um sönnunarfærslu hvort sem um ætluð kynferðisbrot er að ræða eða t.d. ætluð þjófnaðarbrot. Ég held að engum dytti t.d. í hug að refsa manni fyrir þjófnað ef ásökun um slíkt brot byggði aðeins að framburði þess sem fyrir varð enda þótt vitni bæru fyrir dómi að sá sem fyrir ætluðu broti varð hafi greint þeim frá því að sökunautur hafi framið ætlað brot. Það mætti nefna marga dóma Hæstaréttar, þar sem fjallað er um ákærur fyrir brot er almennt þykja léttvæg í samanburði við kynferðisbrot, þar sem fyrrgreindri grundvallarreglu um sönnunarbyrði ákæruvalds er beitt fullum fetum, og ekki talið nægja til sakfellingar fram- burður kæranda gegn framburði ákærða. Eins og kunnugt er hefur umræða verið í þjóðfélaginu um hvort herða beri viðurlög við kynferðisbrotum, einkum við brotum gegn börnum, og hafa sumir gengið svo langt að leggja til að sönnunarbyrði verði snúið við í slíkum málum. Þá er mörgum í fersku minni sú mikla og harða gagnrýni á dóm Hæstaréttar í svokölluðu prófess- orsmáli, sem vísað var til hér á undan. Í ljósi þeirrar gagnrýni er umhugsun- arefni hvort sú umræða hafi einhver áhrif haft er meirihluti Hæstaréttar staðfesti dóm héraðsdóms í fyrr- greindu máli. Í fyrrgreindu Hæstaréttarmáli skil- aði einn dómari sératkvæði og taldi að sýkna bæri ákærða af 1. og. 2. lið ákæru með þeim rökum að sakfelling í refsimáli verði ekki eingöngu reist á framburði kæranda gegn neitun ákærða. Sératkvæðið er vel rökstutt og tel ég rökstuðning dómarans vera í fullu samræmi við gildandi lagaákvæði um sönnunarfærslu í sakamálum. Í upphaf þessa pistils setti ég fram þá spurningu hvort Hæstiréttur hafi með dómi sínum sett nýja reglu um sönnunarfærslu í málum af þessu tagi og jafnframt hvort dómstólar hafi að lögum heimild til að setja slíka reglu. Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrár lýðveld- isins Íslands nr. 33/1944 fara dóm- endur með dómsvaldið og Alþingi og Forseti Íslands saman með löggjafar- valdið. Dómstólum er því ekki heimilt að afnema eða breyta ákvæðum laga og stjórnarskrár er mæla fyrir um grund- vallarmannréttindi. LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 > 31

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.