Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 34

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 34
anir sýna að minni hluti á Alþingi mundi hljóta meirihluta atkvæða væri gengið þegar til kosninga? Þótt mörgum kunni að finnast þessi dæmi fjarstæðukennd verður að búa svo um hnútana, verði synjunarvald þjóðhöfðinga til frambúðar hluti af íslenskri stjórnskipan, að skýrar reglur gildi um beitingu þess. • Almenn heimild um þjóðar- atkvæðagreiðslur er ekki í stjórnar- skrá. Í greinargerð með 26. gr. stjórnarskrárinnar segir að ekki hafi þótt fært að veita forseta algjört synjunarvald, eins og konungur hefði haft, heldur væri honum ein- ungis fenginn réttur til að skjóta lagafrumvörpum Alþingis undir alþjóðaratkvæði. Hér er bein skír- skotun til synjunarvaldsins sem felur í sér andstöðu eða ágreining, þ.e.a.s. konungur gat beitt því væri hann mótfallinn lagasetningu, sem annar handhafa löggjafarvaldsins. Sama rétt hefur forseti með breyttu sniði. Það má ekki heimfæra þetta vald undir nútíma hugmyndir um beint lýðræði og aukna þátttöku almennings í ákvörðunum. Hér verður að minna á að í 60 ár var heimildin ónotuð. Ef hún yrði talin ígildi almennrar heimildar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu má telja líklegt að forseti Íslands hefði beitt ákvæðinu fyrr en raun bar vitni. Í íslensku stjórnarskránni er ekkert almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Í dönsku stjórnarskránni eru hins vegar ákvæði um rétt 1/3 hluta þing- manna til að krefjast þjóðar- atkvæðagreiðslu um ákveðin mál- efni og jafnframt ber að leggja lög- gjafarmálefni er varða aðild Dan- merkur að alþjóðastofnunum, sem fara með yfirþjóðlegt vald, í ákveðnum tilvikum undir þjóðarat- kvæði. Þessi heimild kom inn í dönsku stjórnarskrána árið 1953, þegar deildir þingsins voru lagðar niður og þá sem mótvægi við því að Folketinget starfar síðan þá í einni málstofu. Hér hefði hugsanlega átt að huga að slíku ákvæði þegar stjórnarskránni var breytt 1991 og ákveðið að Alþingi skyldi starfa í einni málstofu. Ýmsir málaflokkar, t.d. margir er varða fjárstjórn ríkis- ins, eru undanþegnir í hinni almennu heimild til þjóðaratkvæða- greiðslu í Danmörku. Þannig er viðurkennt að ekki sé í öllum til- vikum unnt að skjóta málum til þjóðaratkvæðis. Í þeim tilvikum verða hinir þjóðkjörnu fulltrúar að leysa málin upp á eigin spýtur. Ef tekið er upp almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur þarf að skil- greina á sama hátt í stjórnarskrá hvaða málaflokkar eru tækir til þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig þyrfti um leið að afgreiða almenn lög um hvernig standa beri að þjóðaratkvæðagreiðslum. • Endurskoðun á stöðu forseta Íslands. Áhrif þingræðisreglunnar, í það minnsta þegar um er að ræða meirihluta stjórnir eins og tíðkast hér, eru þau að meðferð fram- kvæmdarvalds og löggjafarvalds samþættast að ákveðnu marki, þ.e.a.s. meiri hluti Alþingis styður ríkisstjórnina og veitir málum hennar brautargengi. Ljóst er að fjölmargir telja í ljósi fjölmiðlamáls- ins svonefnda, sem leiddi til synjunar forsetans á staðfestingu laga, að nauðsynlegt sé að handhöfn forseta á löggjafarvaldi sé virk og lýsi sér sem einskonar öryggisventill gegn meiri hluta Alþingis á hverjum tíma. Sem sjónarmið de lege fer- enda má telja e.t.v. heppilegra að sett sé í stjórnarskrá almennt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem ákveðinn hluti Alþingis geti virkjað eða þá ákveðinn hluti þjóðarinnar frekar en að forseti fari með lög- gjafarvald. Með því móti verður komist hjá því að endurskilgreina stöðu forseta Íslands sem í 60 ár hefur verið sameiningartákn þjóð- arinnar. Það kallar heldur ekki á endurskoðun á þingræðisreglunni eða hlutverki forseta Íslands við stjórnarmyndanir en telja verður útilokað að stjórnarskrárnefndin geti á þeim stutta tíma sem hún hefur til umráða gert slíkar grund- vallarbreytingar á stjórnskipuninni. Ef hins vegar verður talið æskilegt og óumflýjanlegt að forseti fari áfram með löggjafarvald og það vald verði efnislegt, eins og nú er, en ekki formlegt eins og í konungsrík- inu Danmörku, þaðan sem við sækjum fyrirmynd að okkar stjórnarskipun í stórum dráttum, þá kallar það á breytingar á stjórn- skipuninni þannig að reglur um meðferð þessa valds séu skýrar, t.d. hver afleiðing af beitingu þess sé fyrir Alþingi og forsetann. Slíkt er nauðsynlegt til að kjósendur geti myndað sér skoðun á frambjóð- endum við forsetakjör þar sem póli- tískar skoðanir þeirra munu þá hugsanlega skipta kjósendur meira máli en verið hefur hingað til. Einungis eitt og hálft ár er til stefnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er skylda lögmanna, sem og ann- arra lögfræðinga, að láta þetta mál sig varða. Það er ekki tilgangur þessa pistils að leggja dóm á hvaða leið er heppilegust að því er varðar innbyrðis stöðu æðstu handhafa valds á Íslandi heldur fyrst og fremst að viðra þá skoðun höfundar að reglur um hana verði að vera eins skýrar og kostur er. Það hlýtur að vera umhusunarefni hvort fyrirhugð stjórnarskrárbreyting felist í endurskoðun á núverandi stjórnskipan eða róttækum breyt- ingum, eins og t.d. afnámi þingræðis- reglunnar. Um leið má spyrja hver verði kostnaður þjóðfélagsins af breyt- ingum á stjórnarskránni. Fagleg um- fjöllun um málið er mjög mikilvæg og hún getur átt sér stað í aðdraganda breytinga en reynslan sýnir að oft á hún erfiðara uppdráttar þegar mál eru orðin að pólitískum þrætueplum. Núna er því tækifærið og ekki má bíða með umræðuna. 34 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.