Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 33

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 33
Þegar höfundur þessa pistils fór að skoða skrif Sigurðar Líndal og Þórs Vilhjálmssonar og kynna sér aðdrag- anda setningar lýðveldisstjórnarskrár- innar komst hann fljótt að því að stjórnarskrárgjafinn hafði aldrei lokið verki sínu hvað varðar stöðu forseta Íslands. Átti þetta sérstaklega við um svonefnt synjunarvald forseta og að því beindist áhugi höfundar. Taldi höf- undur í raun þannig gengið um hnút- ana að þetta stjórnarskrár- ákvæði stæðist engan veg- inn þær kröfur sem gera verður til þessarar æðstu réttarheim- ildar ríkisins með tilliti til réttarör- yggis borgar- anna. Ef grund- vallarreglur þjóðfélagsins eru ekki skýrar og beiting þeirra vafalaus kann það að leiða til þjóðfé- lagsólgu eins og mörg dæmi eru til um erlendis frá. Til að forðast mis- skilning þá snýr sú umfjöllun ekki um hvort málsskotsréttur þjóðhöfðingja skuli vera fyrir hendi eða ekki heldur að því hversu óljós og mótsagnakennd heimildin er og svarar í raun engum spurningum sem af beitingu hennar leiða annarri en þeirri að ótakmarkaður synjunar- réttur er fyrir hendi, einvörðungu háður frjálsi mati þjóðhöfðingjans á hverjum tíma. Beiting á jafn mikil- vægu ákvæði og hér er um að ræða á ekki að vekja upp deilur um stjórn- skipunina. Pólitískar deilur nægja í því sambandi. Þór Vilhjálmsson setti fram af- dráttarlausa skýringu á ákvæðum greinarinnar þess efnis að forseti Íslands hefði ekki persónulegt eða sjálf- stætt vald til að synja lagafrumvörpum sem Alþingi hefur samþykkt staðfest- ingar. Það byggði hann meðal annars á því að rökrétt samhengi fengist ekki í reglur stjórnarskrárinnar um lagasetn- ingu nema byggt sé á almennum reglum um frumkvæði og meðundir- ritun ráðherra og ráðherraábyrgð. Höf- undur taldi kostinn við kenningu Þórs vera þann að hún gaf svar sem var í rök- réttu samhengi við önnur ákvæði stjórnskipunarinnar. Hann tók undir skoðanir Þórs og hnýtti við þær að afleiðing þingræðis, eins og það er útfært í íslenskri stjórnskipun, væri sú að synjunarvald þjóðhöfðingjans væri eingöngu formlegt. Horft var á málið frá sjónarhóli Alþingis, sem er sam- koma þjóðkjörinna fulltrúa sem fer með veigamesta þátt ríkisvaldsins, er valdamesta stofnun þjóðar- innar og meginstoð stjórn- skipunarinnar. Þessi staða breyttist ekki við lýðveldisstofnunina. Framangreindar niðurstöður Þórs og höfundar þessa pistils heyra nú réttar- sögunni til. Hins vegar á efni og umfjöllun greinar höf- undar fullt erindi á meðan endurskoðun 26. gr. stjórnarskrár- innar er á dagskrá þótt niðurstöðunni hafi verið hafnað í framkvæmd. Í þessu sam- bandi er góð vísa aldrei of oft kveðinn og því eru hér settir fram nokkrir umræðurpunktar er varða 26. gr. stjórnarskrárinnar: • Synjunarvald forseta á rætur sínar að rekja til synjunarvalds konunga. Á 19. öld fór að losna um tök ein- valda og völdin að færast til þing- anna, þar sem fulltrúar fólksins áttu sæti. Um þetta segir Benedikt Gröndal í grein sem birtist árið 1980 í 2. tölubl. Málþings, tímariti handa jafnaðarmönnum um þjóð- félags- og menningarmál: „Ekki er ástæða til að forseti hafi neitundar- vald varðandi lög, það er arfur frá gömlum kóngatímum. Hví skyldi einn þjóðkjörinn maður stöðva það sem meiri hluti 60 þjóðkjörinna manna ákveður?“ Þetta er umhugs- unarvert nú í upphafi 21. aldar- innar, þegar meira en 60 ár eru liðin frá því að þjóðin kaus að leggja niður konungsdæmi og stofna lýðveldi. • Synjunarvald forseta er í mótsögn við tignarstöðu hans sem þjóð- höfðingja. Við stofnun lýðveldis var í máli margra þingmanna lögð áhersla á tignarstöðu þjóðhöfð- ingjans og að hann ætti að vera haf- inn yfir stjórnmálaerjur og dægur- þras. Björn Þórðarson forsætisráð- herra lagði fram á Alþingi tillögu um að forseti hefði frestandi synjunarvald. Í umræðum um hana benti Eysteinn Jónsson meðal ann- ars á að einungis væri um tvær leiðir að fara með starfssvið forseta. Önnur væri sú að forseti sé stjórn- málaleiðtogi, hin að forseti sé þjóð- höfðingi. Sagði Eysteinn að ef menn vildu hafa forseta stjórnmála- leiðtoga, þyrfti hann að hafa ekki aðeins stöðvunarvald, heldur einnig talsvert annað og meira vald. Hann þyrfti að hafa jákvætt vald að mati Eysteins. Ef forseti beitir synjunar- valdi gengur hann gegn ákvörðun meiri hluta Alþingis. Slík ákvörðun er pólitísk í eðli sínu og til þess fall- inn að skapa deilur í þjóðfélaginu. Þótt staða þjóðhöfðingja sé alltaf í eðli sínu pólitísk virðast Íslendingar hingað til ekki hafa látið hefð- bundna flokkapólitík ráða vali sínu á forseta. • Er synjunarvald forseta ósam- rýmanlegt þingræðisreglunni? Fyrir forsetakosningarnar 1968 fjallaði Bjarni Benediktsson í viðtali um 26. gr. stjórnarskrárinnar. Efnis- lega benti Bjarni á að beiting greinarinnar gengi í raun gegn þingræðisreglunni. Inntak þing- ræðisreglunnar er að Alþingi ákveð- ur hverjir fara með framkvæmda- valdið með setu í ríkisstjórn. Alþingi sækir pólitísk umboð sitt til þjóðarinnar eigi sjaldnar en á fjög- urra ára fresti. Ef Alþingi samþykkir vantrausttillögu á ríkisstjórn ber henni að fara frá. Miðað við núgild- andi stjórnskipun gæti forseti t.d. ákveðið að staðfesta ekki umdeilt skattalagafrumvarp sem að öllum líkindum yrði fellt í þjóðaratkvæða- greiðslu þar sem um væri að ræða óvinsæla en um leið nauðsynlega ráðstöfun að mati ríkisstjórnar og meiri hluta Alþingis. Væri ekki í raun um vantraustyfirlýsingu for- seta að ræða? Getur forseti beitt synjunarvaldi þegar skoðanakann- LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 > 33

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.