Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 30
ÞANN 20. október 2005 var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í málinu nr. 148/2005. Þar staðfesti meirihluti Hæstaréttar dóm Héraðsdóms Reykja- ness um að ákærði skuli sæta fangelsi í tvö ár og sex mánuði fyrir kynferðis- brot gegn fósturdóttur sinni. Dómur þessi hefur með réttu vakið athygli enda byggir dómur meirihluta Hæsta- réttar um sök ákærða, vegna brota samkvæmt 2. lið ákæru, alfarið á fram- burði brotaþola. Við lestur dóms Hæstaréttar verður sú spurning áleitin hvort Hæstiréttur hafi slakað á sönn- unarkröfum í málum er varða ætluð kynferðisbrot gegn börnum og hvort framvegis muni nægja til sakfellingar í málum að því tagi að framburður meints brotaþola teljist að mati Hæstaréttar trúverðugri en fram- burður þess sem borinn er sökum um kynferðisbrot. Ekki skal fullyrt um fordæmisgildi dómsins um sönnunar- byrði almennt í málum af þessu tagi en hitt er ljóst að í máli því sem um ræðir snéri Hæstiréttur í raun sönnunar- byrði við og lagði á þann sem borinn var sökum að hnekkja framburði brotaþola um ætlað brot hans. Dóm- urinn er athyglisverður í ljósi þess að lögum, sem mæla fyrir um að ákæru- valdið beri sönnunarbyrði um sekt sakbornings og atvik sem telja megi honum í óhag, hefur ekki verið breytt. Verður helst sú ályktun dregin að Hæstiréttur hafi með dómi sínum sett nýja reglu um sönnunarbyrði í málum af þessu tagi og þá vaknar sú spurning hvort Hæstiréttur hafi heimild til að setja slíka reglu. Með dómi Hæstaréttar var ákærði dæmdur fyrir kynferðisbrot sam- kvæmt 2. og 3. lið í ákæru, en sýknaður af 1. lið í ákæru sökum fyrn- ingar. Sakfelling ákærða vegna brota samkvæmt 3. lið ákæru byggði m.a. á viðurkenningu hans á þeim brotum fyrir lögreglu. Dómur héraðsdóms um sakfellingu ákærða, vegna brota sam- kvæmt 2. lið ákæru, sem meirihluti Hæstaréttar staðfesti með vísan til for- sendna, byggði hins vegar á framburði brotaþola, sem að héraðsdómur taldi einkennast af varfærni og vera trúverð- ugan, án þess þó að rökstyðja með fullnægjandi hætti á hverju sú ályktun byggði og að hvaða leyti framburður brotaþola var trúverðugri en fram- burður ákærða. Héraðsdómur vísar til þess í forsendum sínum að vitnis- burður sálfræðings, sem gaf skýrslu fyrir dómi, styðji þá frásögn brotaþola að hún hafi sætt kynferðislegri mis- notkun frá unga aldri. Þá vísar héraðs- dómur til þess í forsendum sínum að þrjú vitni hafi borið fyrir dómi að brotaþoli hafi áður greint þeim frá því að ákærði hafi misnotað hana kynferð- islega, án þess þó að hafa lýst því fyrir vitnunum í hverju hin kynferðislega misnotkun hafi verið fólgin. Segir eft- irfarandi í forsendum héraðsdóms ,,Breyta framangreind atriði þannig ekki því mati dómsins að A hafi í skýrslu sinni fyrir dómi gefið trúverðuga lýsingu á því að ákærði hafi brotið gegn henni og ekkert sé komið fram sem hnekki fram- burði hennar í einstökum atriðum. Í heild þykir framburður A fyrir dómi vera trúverðugur.” Það er athyglisvert að héraðsdómur fjallar aðeins um og 30 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 Þorsteinn Einarsson, hrl. Hugleiðingar um dóm Hæstaréttar í málinu nr. 148/2005

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.