Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 22
EINN AF vinsælustu lögmönnum landsins, og þótt víðar væri leitað, er Mörður en hann hefur fjallað opinskátt um líf sitt á síðum Lögmannablaðsins frá því það hóf göngu sína fyrir tíu árum. Vélritaðir pistlar Marðar hafa frá upphafi borist Lögmannafélaginu í brúnu umslagi. Ekki hefur verið hægt að ráða í rithandarsýnishorn hver maðurinn er, ekkert hefur komið út úr fingrafararannsókn og þótt sumir segist þekkja hann, teljist jafn- vel til kunningja, þá er Mörður hulinn dul- arfullum þagnarmúr. Lögmannafélagið lagðist í rannsóknar- blaðamennsku á lægsta stigi til að reyna komast til botns í manninum (í anda DV)! Afraksturinn er hér á eftir, auk glefsa úr gömlum pistlum Marðar, viðtöl við meinta kunningja hans og nokkrar myndir sem kunnugir telja geta verið af honum. Mörður brást ekki sem endranær því nýr pistill barst rétt fyrir útgáfu þessa blaðs! Æska og uppruni Mörður er fæddur um miðja síðustu öld en í barnæsku var hann hrekkjusvín í Hlíð- arhverfinu. Hann róaðist á unglingsárunum (öfugt við flesta aðra) og þegar hann var í lagadeild HÍ á hippatímabilinu þá var það rótækasta sem hann gerði að mæta bindis- laus í tíma í stjórnarfarsrétti árið 1967. Fyrir það uppskar hann þó ómælda aðdáun skóla- systkina sinna! Annars fór lítið fyrir Merði í lagadeildinni innan um öll gáfumennin sem þar voru. Hann átti fyrst og fremst samleið með bóndasonum af landsbyggðinni sem undu sér við taflmennsku og vísugerð en forðuðust daglegar málfundaæfingar. Mörð- ur fékk 13,77 stig, þ.e. góða 1. einkunn og varð þriðji í röð þeirra sem luku prófi um leið og hann. Hann fór þó ekki í eiginlegt framhaldsnám heldur stúderaði niðurjöfnun sjótjóna við lagadeildina í Osló í nokkra mánuði skömmu eftir námslok. Lögmannsferill Mörður fékk sitt fyrsta og eina laun- þegastarf sem lögfræðingur hjá Njáli heitnum Þorfinnssyni hrl. þegar hann lauk lagaprófi. Í byrjun lögmannsferils síns hafði Mörður mikinn áhuga á sakamálum og lagði svo hart að sér við að kynna sig fyrir væntan- legum viðskiptavinum að hann þurfti að fara í afvötnun. Í upphafi sótti Mörður sjaldan aðalfundi og árshátíðir LMFÍ enda voru samskipti hans við félagið lítt ánægjuleg þar sem störf hans voru reglulega til umfjöllunar hjá félag- inu. Það hefur breyst og m.a. fer Mörður í flestar námsferðir LMFÍ. Þegar hann fór til Brussel var honum stungið inn ásamt nokkr- um öðrum lögmönnum fyrir að neita greiða fyrir svínahaus og gufusoðnar grísatær. Segja má að hann sér dulítið manískur því þegar hann lagði IBM ritvélinni (sem hann notar þó ennþá til að skrifa pistla í Lögmanna- blaðið) og tölvuvæddist þá endasentist hann um allan bæ til að nýta sér tilboð félags- deildar LMFÍ. Þátttakan í öllu þessu kostaði sitt, auk þess sem Mörður gat ekki tekið á móti kúnnum á meðan, og því endaði með því að hann þurfti að slá aldraða móður sína um lán fyrir húsaleigunni. Mörður hefur aldrei sótt um starf enda verið í eigin rekstri lengst af eða frá því hann hætti hjá Njáli í leiðindum eitt sumarið. Eitt sinn bauðst Merði vinna á þjónustusviði 22 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 Mörður afhjúpaður! Er þetta Mörður? Er þetta kannski Mörður?

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.