Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 38

Lögmannablaðið - 01.12.2005, Blaðsíða 38
Í ÞESSARI GREIN ætla ég að kynna svokallað skandinavískt módel í sátta- miðlun, eins og það er sett fram af dr.jur. Vibeke Vindelöv. Í bók hennar Konfliktmægling Mediation Retsmægl- ing1 skilgreinir hún sáttamiðlun, setur fram kenningar og meginreglur sem hafa áhrif á sáttaferlið og niðurstöðu þess. Ennfremur ræðir hún um mikil- vægi formfestu og sveigjanleika og setur fram sex þrep sáttamiðlunar. Grein þessi er lausleg þýðing á fimmta kafla bókarinnar og vona ég að áhuga- samir lögmenn hafi not fyrir hana. Skilgreining á sáttamiðlun Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreiningi, sem aðilar taka sjálfviljugir þátt í með hjálp eins eða fleiri óháðra og hlutlausra sáttamanna. Aðilar komast sjálfir að samkomulagi um lausn ágrein- ings sem þeir meta viðunandi fyrir báða aðila í gegnum skipulagt og mótað ferli. Sáttamaður á engan þátt í úrlausn máls- ins. Aðilar velja sjálfir að taka þátt í sátta- umleitun óháðs sáttamanns, hvort þeir vilji ljúka málinu með samkomulagi og hvers efnis það samkomulag á að vera. Það að aðilar taka sjálfviljugir þátt í sáttaferlinu felur í sér að þeir geta hvenær sem er, allt þar til samkomulag liggur fyrir, hætt þátttöku. Sáttamiðlun fer fram í algjörum trúnaði. Með trúnaði er ekki einungis átt við þagnarskyldu sáttamanns um það sem fram kemur í sáttaferlinu, heldur einnig þagnarskyldu aðila og skuldbindingu þeirra að ræða ekki um ágreiningsefnið við utanaðkomandi, nema samkomulag sé um annað þeirra í milli. Andrúmsloft trúnaðar á að skapa trúnaðartraust milli aðila svo þeir geti rætt óheft um væntingar sínar og tilslakanir. Sáttamaður skal vera óhlutdrægur og koma fram við málsaðila af virðingu og jafnræði. Sáttamaður skal vera hlut- laus og málefnalegur og geta hindrað að hans eigin skoðanir hafi áhrif á lausn málsins og þannig tryggja að niður- staða deiluaðila sé þeirra eigin. Skilgreiningin kveður skýrt á um að aðilarnir sjálfir eigi að geta fundið lausn 38 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2005 Sáttamiðlun í hnotskurn Ingibjörg Bjarnardóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.