Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 10

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 10
10 menningar að dýrka líkamann og forðast hann þó í sömu mund. Grein Bjarna fylgja fjórar myndir af verkum hans sem allar sýna markvissa tján- ingu á holdinu, óbeislaðri líkamsorku og hreyfingum. Sálfræði skipar veigamikinn sess í þessu þemahefti. Jörgen L. Pind ritar fróðlega grein um mikilvægt tímabil í sögu sálfræðinnar í „hugfræðilegum söguþætti“. Þar er fjallað um Edgar Rubin, merkan brautryðjanda í rann- sóknum á sjónskynjun og áhrif þeirra á skynjunarsálfræði, þróun skynheild- astefnunnar og þar með á hugræn fræði okkar daga – sem og á listsköpun í ýmsum greinum. Rubin gat sér frægðarorð með doktorsritgerð sinni Synsoplevede Figurer, þar sem andlitsvasamyndin alkunna „Vasi Rubins“ og fleiri myndir voru notaðar til að sýna fram á aðgreiningu fígúru og grunns. Jörgen sýnir fram á, svo ekki verður um villst, að myndirnar voru snar þáttur í sálfræðilegri röksemdafærslu Rubins. Annar sálfræðingur, Árni Kristjánsson, er á heimspekilegum nótum og færir nýstárleg rök fyrir mikilvægi þess að kanna áhrif Kants á sjónskynj- unarfræði. Þar með birtir hann lesendum sérdeilis áhugavert dæmi um sögulega togstreitu í hugmyndasögunni. Árni heldur því fram að langflest- ir sem fjalla um sjónskynjun nú á dögum séu undir áhrifum af heimspeki Kants og hugræn fræði samtímans séu sprottin af kantískskri þekking- arfræði sem andsvar við atferlisfræði; þekkingarfræði Kants hafi að sínu leyti verið andsvar við einhliða reynsluhyggju sem sé jafnframt forveri atferlisfræða. Í málvísindalegum millikafla fjallar Matthew Whelpton um útkomu- setningar (e. resultatives) í íslensku, þ.e. setningar á borð við „Járnsmiðurinn barði málmplötuna flata“. Matthew sýnir fram á að slíkar setningar hafa áhugaverð einkenni sem hingað til hefur lítill gaumur verið gefinn. Hann leiðir rök að því að þessi einkenni styðji greiningu í anda hugrænna fræða fremur en formfestumálfræði Chomskys. Það kemur á daginn að ýmsar hömlur á setningamynstrinu eru af merkingarlegum fremur en formleg- um toga og ráðast einkum af merkingu þeirra sagna sem koma fyrir í útkomusetningum. Rúsínan í þessum hugræna pylsuenda er þýdd grein eftir sálfræðinginn og rithöfundinn Keith Oatley sem kom til Íslands í haust, kynnti mál- stað hugrænna fræða og lagði gott til mála um frekara starf á því sviði hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Hann hélt tvo fyrirlestra við Háskóla Íslands um rannsóknir sínar á tilfinningum, annan á vegum Hugsýnar, félags um hugræn fræði, í samstarfi við Forlagið, Bókmennta- og list- BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR oG ÞóRhalluR EyÞóRSSon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.