Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 54

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 54
54 hið eina sem getur skýrt eitt og annað í nútímaveruleika íslenskum eftir bankahrun, sem á engan hátt er hægt að skýra með rökum í ætt við skyn- semi eða rökvísi. Metafórur eru þungvæg áróðurstæki, og þetta kunna sum stjórnmálaöfl að nýta sér. Hin óhuganlega staðreynd er sú að það er hægt að búa til hugtaksveruleika með endurteknum áróðri, s.s. gyðingar eru svín eða hútúar eru stór tré sem þarf að grisja. Þegar þessi hug- taksveruleiki hefur hreiðrað um sig í menningu eða samfélagi nógu lengi verður hann „ósýnilegur“, hann er orðinn að fasta eða sannindum sem fólk gengur út frá er það túlkar heiminn og sem hvíla óáreitt af rökhugsun og siðferðilegum gildum. III Líkingin og lífssagan – vettvangsrannsókn í Agli Skallagrímssyni Nú flytjum við okkur yfir á annað svið innan hugrænna fræða er varðar skáldskaparfræði, á ensku poetics. Það er mikilvægt að marka hér skil vegna þess að kenningafræðileg umræða heimspekinga og hugfræðinga hættir að jafnaði þar sem rökum og skýringum á skilningi okkar á líkingum slepp- ir. Teóretísk umræða snýst eins og áður segir að miklu leyti um að finna almenn hugsunarlögmál er gilda fyrir allar líkingar og alla menn, meðan sérkennum, fagurfræði og skáldlegri virkni líkinga er minni gaumur gef- inn. Tökum eitt dæmi til að skýra nánar. Bæði í hugrænum líkingafræðum og blöndufræðum er sjónum fyrst og fremst beint að rökum fyrir líkingum og því sem „passar“ og gerir samanburðinn í líkingu eða blöndu skiljanleg- an og merkingarbæran. Hitt dyljum við, þjöppum saman eða fergjum (e. compress) svo það standi ekki í vegi fyrir skilningi og skýrleiki blöndunnar haldist.35 Skáldskaparfræðingar, líkt og stór skáld allra tíma, vita hinsvegar að einnig það sem „passar ekki“ í metafóru hefur skáldlegt vægi. Að líkja epli við epli væri fullkomin líking ef málið snérist aðeins um líkindi. Við vitum að svo er ekki. Nægir hér að vísa til skilgreiningar franska súrrealistahugs- uðarins Roger Calliois á hinni góðu skáldlegu mynd (líkingu): „The dist- ance must be great and the obviousness beyond dispute: the shock stems 35 Mark Turner, „Aspects of the Invariance Hypothesis“, Cognitive Linguistics 2/1990, bls. 254; George Lakoff, „The Invariance Hypothesis: Is Abstract Reason Based on Image-Schemas?“, Cognitive Linguistics, 1/1990, bls. 66; Fauconnier og Turner, The Way we Think, bls. 309–329. BERGSVEINN BIRGISSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.