Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 111

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 111
111 tíma líða og kannaði hversu oft hann þyrfti að hafa listana yfir að nýju til að geta á ný rifjað þá upp villulaust. Rannsóknir Ebbinghaus sýndu að gleymskan er í upphafi mjög hröð en síðan hægir á henni. Niðurstöður Ebbinghaus birtust í ritinu Über das Gedächtnis, sígildu riti í sögu minn- isrannsókna.23 Þegar Rubin var kominn til Gött- ingen fékk Müller honum það verk- efni á sviði minnisrannsókna að kanna minni fólks á „merkingarlaus- ar myndir“, myndir sem voru hugs- aðar sem hliðstæður við hinar merk- ingarlausu samstöfur Ebbinghaus. Rubin hófst handa af kappi og útbjó aragrúa af slíkum myndum en sýnishorn af þeim sést á mynd 2. Hann var samt ekki ánægður með verkefnið og skrifaði frænda sínum Niels Bohr vorið 1912: „Það sem ég sýslaði með á síðasta misseri var blindgata; ég hafði það á tilfinning- unni þó ég hafi kannski ekki gert mér það vel ljóst … En nú er ég byrjaður á öðru sem mun örugglega leiða til einhvers og jafnvel verður unnt að byggja á því áfram.“24 Rubin segir ekki frekari deili á þessu en ætla má að hér sé hann að vísa til aðgreiningar fígúru og grunns sem hann uppgötvaði eftir að hafa fengist við sjónminnistilraunirnar um skeið. Í minnistilraununum varpaði Rubin myndunum – sem voru skornar úr pappa – á einsleitan bakgrunn í til þess gerðu tæki. Hann tók fljótt eftir því að myndirnar áttu það til að breytast fyrir sjónum hans, það sem var hugsað sem fígúra varð að grunni en það sem áður hafði birst honum sem 23 Hermann Ebbinghaus, Über das Gedächtnis, Leipzig: Verlag Von duncker & Hum- blot, 1885. 24 Edgar Rubin til Niels Bohr, 15.5/1912. Niels Bohr Arkivet, Kaupmannahöfn, þýð. mín. „SÁLARFLEYIð MITT SKELFUR“ Mynd 2. Merkingarlausar myndir af því tagi sem Rubin útbjó fyrir rann- sóknir sínar á myndaminni. Myndirnar voru hugsaðar sem hliðstæður við merk- ingarlausar samstöfur sem Hermann Ebbinghaus hafði notað í sígildum rannsóknum á minni árið 1885.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.