Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 117

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 117
117 Helmholtz rannsakaði einnig eðli heyrnar og velti fyrir sér einstöku næmi eyrna til að greina mismun á tónhæð (e. pitch), hæfni sem öll tón- list byggir á. Í janúar 1857 skrifaði Helmholtz breska eðlisfræðingnum William Thomson og viðraði þá hugmynd að „ákveðin heyrnarfruma greini ætíð tón af einni tiltekinni tónhæð“.34 Í hinu sígilda riti Helmholtz, Die Lehre von den Tonempfindungen als Physiologische Grundlage für die Theorie der Musik, var síðan að finna nánari útfærslu á heyrnarkenningu hans. Hárfrumurnar á grunnhimnu heyrnarkuðungsins eru staðsettar á „bogum Cortis“ en um 4500 slíkir eru í hvoru eyra. Helmholtz áætlaði að um 300 þeirra væru næmir á tóna utan tónsviðs tónlistar. Eftir eru þá um 4200 bogar sem spanna sjö áttundir tónlistar, eða um 600 fyrir hverja áttund. Þetta taldi hann fullnægjandi til að skýra næmi mannseyrna á tón- hæðarmun. Í þeim tilvikum þar sem eyrun geta greint fleiri en 600 tón- hæðarafbrigði innan áttundar taldi Helmholtz að skýra mætti það með því að sumir tónar verða til að erta hárfrumur á fleiri en einum boga. Hárfrumurnar verða fyrir ertingu þegar bogarnar taka að hreyfast en sú hreyfing verður vegna samhljómunar (e. resonance) samkvæmt kenningu Helmholtz. Vitað var að grunnhimnan er misbreið og misstíf, hinn breiðari og slakari endi hennar er þá næmur á djúpa tóna, hinn þrengri og stíf- ari á háa tóna. Helmholtz líkti þessu við strengi í flygli. Heyrnarkenning Helmholtz fól í sér að greina mætti um 4200 sérstaka taugakrafta tónhæð- ar.35 Það var djörf hugmynd en eðlileg útfærsla á því sem á undan hafði gengið í lífeðlisfræðinni.36 Margir sálfræðingar sóttu innblástur í rannsóknir Helmholtz þegar þeir hófust handa við að gera grein fyrir „innihaldi“ mannshugarins og 34 Stephen Vogel, „Sensation of Tone, Perception of Sound, and Empiricism: Helm- holtz’s Physiological Acoustics“, Hermann von Helmholtz and the Foundations of Nineteenth-Century Science, ritstj. david Cahan, Berkeley, CA: University of Calif- ornia Press, 1994, 267–268. 35 Hermann von Helmholtz, On the Sensations of Tone as a Physiological Basis for the Theory of Music, New York: dover, 1954 [1877], bls. 147. 36 Þess má geta að skilningur manna á eðli heyrnar hefur breyst nokkuð frá tímum Helmholtz. Þannig sýndi ungverski heyrnarfræðingurinn George von Békésy fram á að ástæðu þess að tónar af ólíkri tíðni erta mismunandi hluta grunnhimnunnar í kuðungnum megi líklega fyrst og fremst rekja til eiginleika farbylgju sem vaknar í vökva kuðungsins þegar ístaðið ýtir við honum. Samkvæmt þessu skiptir samhljóm- un minna máli en Helmholtz taldi. Sjá nánar hjá Aldísi Unni Guðmundsdóttur og Jörgen L. Pind, Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni, bls. 342–363, og Brian C. J. Moore, An Introduction to the Psychology of Hearing, 6. útgáfa, London: Emerald, 2012. „SÁLARFLEYIð MITT SKELFUR“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.