Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 142

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 142
142 í skynjun væru ekki niðurstaða samlagningar einstakra hluta og eiginleikar hlutanna sem við sjáum réðust af þeirri heild sem þeir tilheyra. Af seinni tíma kennismiðum um sjónskynjun eru Irvin Rock, Richard Gregory og david Marr44 taldir fremstir meðal jafningja. Allir ganga þeir út frá því að í sjónskynjun felist gagnaúrvinnsluvandamál, þar sem skyn- semin leggur mat á þær upplýsingar sem berast um augað. Samantekt Ein meginkenning Kants er að við fæðumst með tiltekinn búnað til skiln- ings á heiminum. Við höfum meðfædda tilhneigingu til þess að skynja orsakasamhengi, og rúm og tími eru meðfædd hugartæki sem móta skyn- reynslu okkar. Við fellum dóma um rúm og tíma, orsök og afleiðingu, vegna þess að við komumst ekki hjá því. Kant hefur oft verið stillt upp sem andstæðingi reynsluhyggjunnar og er margt rétt í því. Kant færði fyrir því sannfærandi rök að reynsluhyggjumenn eins og Hume, Locke og atferlissinnar – þar með taldir atferlissinnar 20. aldar – hefðu í grundvall- aratriðum haft rangt fyrir sér. Þeir hefðu haft rangt fyrir sér um hvert við- fangsefni þekkingarfræðinnar ætti að vera og einnig um eðli hugarstarfs. Reynsluhyggjan byggir á einfaldri hugmynd og því kemur ekki á óvart að hún hafi heillað marga. En reynsluhyggjan gerir sig iðulega seka um rökvilluna petitio principii þar sem í slíkum kenningum gefa menn sér oft fyrirfram það sem sanna á, eins og í dæminu um hinn óútskýrða „náms- tæknibúnað“ sem áður var getið. Að sjálfsögðu er fánýtt að afneita áhrifum reynslu á skynjun en þó virðist enn fráleitara að halda því fram að skynjun okkar á heiminum sé afleiðing þess sem berst okkur um skynfærin eftir að við opnum fyrst augun. Þó ekki megi afneita áhrifum reynslusinna eins og Hobbes, Berkeleys, Lockes og Humes á hugmyndir atferlissinna á borð við Skinner og Watson, eru langflestir skynjunarfræðingar líklegri til þess að samsama sig hug- myndum Kants. Spurning Kants um hvað færi okkur hugmyndina um nauðsyn eða orsök ef við höfum þekkingu á hlutunum og tengslunum milli þeirra í rúmi, virðist erfið fyrir reynsluhyggjuna. Þegar ég horfi á knattspyrnumann hlaupa í átt að bolta og spyrna þéttingsfast í hann, hef ég vitaskuld mýmörg dæmi um að boltinn þjóti af stað af krafti. En ég hef 44 Irvin Rock, The Logic of Perception, Cambridge, MA: The MIT Press, 1983; Rich- ard L. Gregory, Eye and Brain: The Psychology of Seeing (5. útg.), Oxford: Oxford University Press, 1998; Marr, Vision, 1982. áRni KRiStjánSSon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.