Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 178

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 178
178 Notagildi bókmennta Þriðji vegurinn sem ég bendi á, handan núverandi umráðasvæðis hug- rænna skáldskaparfræða, er af hagnýtum toga. Hver er tilgangur okkar? Við sönkum að okkur þekkingu „til að bæta lífsgæði mannsins“ eins og Francis Bacon orðaði það árið 1605.39 Eins getum við sagt nú að við leggj- um stund á vísindi til að bæta lífsgæði alls mannkyns og skapa betri heim. En hvað með bókmenntir? Markmið þeirra er ekki að breyta heiminum heldur að skilja hann. Hugræn skáldskaparfræði leitast við að skilja skrif- oglestur bókmennta og að skilja eðli þess skilnings. Við setjum ástand hugarheims mannkynsins í brennidepil. Ef við hugsum til staðhæfingar Theodores Adorno [1949] „ljóðagerð eftir Auschwitz er barbarísk“, gætum við líka velt vöngum yfir skrifum á sviði hugrænna skáldskaparfræða.40 Adorno átti meðal annars við að eftir Auschwitz ættum við fremur að beina sjónum að sekt okkar en ljóðlistinni. Hann gaf einnig í skyn að ef þýskt samfélag fyrir síðari heimsstyrjöldina, sem var yfirleitt álitið það menntaðasta í Evrópu og menningarlegur erf- ingi verka Bachs og Goethes, gat umbreyst í „viljuga böðla Hitlers“ (eins og daniel Goldhagen orðaði það), þá hefði verið búið að granda hvers- dagshugmyndinni um mannbætandi eiginleika menntunar, tónlistar og bókmennta eins og svo mörgu öðru áður en árið 1945 reis.41 Helförin í Evrópu var hvorki fyrsti né eini atburðurinn sem sýndi hve mannkynið hefur miklar mætur á svívirðilegri grimmd, en hún gerði þá staðreynd órjúfanlegan þátt í samtímareynslu Evrópu og Bandaríkjanna. Við gátum ekki lengur litið á slíka grimmd sem einkenni einhverra ann- arra, er voru fjarri okkur í tíma og rúmi, eins og Genghis Khan á asísku gresjunum eða landvinningamenn í Mið-Ameríku. Fólk helfararinnar er við – rétt eins og Hamlet, bæði hefnendur og fórnarlömb – og það er við, núna. Sennilega ættum við ekki að túlka orð Adornos sem svo að ljóðlist ætti að leggjast af, heldur að við getum ekki lengur gælt við hina þægilegu nítjándu aldar hugmynd að ljóðlistin geri okkur sjálfkrafa að betri mann- eskjum eða bæti heiminn. Hugsanlega ættum við á tuttugustu og fyrstu 39 Francis Bacon, The Advancement of Learning, Oxford: Oxford University Press, 1974. 40 Theodore W. Adorno, „An Essay on Cultural Criticism and Society,“ Prisms, Cam- bridge MA: MIT Press, 1955, bls. 34. 41 daniel J. Goldhagen, Hitler’s Willing Executioners: Ordinary Germans and the Holo- caust, New York: Knopf, 1996. KEith oatlEy
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.