Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2008, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Helgarblað O' FYNDINN Af stuðningsmönnum sínum hefur Davíð Oddsson, einn sigur- sælasti og um leið umdeildasti stjórnmálamaður íslandssögunnar, verið kallaður hugrakkur, röggsamur og sköruglegur, skjótur til ákvarðana og hiklaus við að segja álit sitt, hvort sem öðrum líkar betur eða verr. Andstæðingar hafa sagt hann ráðríkan, skapstóran og langrækinn. Eftir erfið veikindi hætti Davíð í pólitík en hefur í embætti sínu sem seðlabankastjóri verið harðlega gagnrýndur fyrir stýrivaxtahækkanir. Davíð hefur tekið nærri sér að flestir þeir sem hann kynntist á krabbameinsdeildinni eru látnir í dag. im wrí. /;7 .* ;• 4 r María Bjarnadóttir, fyrrverandi ritari Davíðs VÍTAMÍNSPRAUTA „Davíð var alltaf jafnlyndur, réttsýnn «g glaður. Ilann kunni þá list að sýna að liann kunni að mcta verkin ntanns og okkar samskipti voru þannig að aldrei reyndi nokkuð á skap lians. Eg varð því aldrei nokkurn tímann vör við þetta inikla skap sem margir tala um. Davíð var hæði sanngjarn og kunni íullkomiega sitt fag. Ég man alltaf eltir því einn morguninn, þegar stutt var í hann átti að halda mikilvæga ræðu, náðist ekki ræðan út úr tölvunni. Davíð haggaðist hins vegar ekki og hélt ótrauður áfram. Morguninn eftir sagði hann mér að líklega ltefði hann aldrei flutt betri ræðu. Ég saknaði hans mjög mikið er hann hætti sem borg arstjóri en ég fékk góða menn í staðinn. Enginn þeirra var samt í líkingu við vítamínsprautuna Davíð á hverjum morgni, það var alltaf eitthvað fjiir í kringum hann og ltver dagur var alveg sérstakur/ o ‘ Q a „EiniJón Sigurðssoninn, sem hefur eitthvað enst í Seðlabankanum, ersá á fimmhundruðkallinum „Á milli okkar bræðranna er mjög kært. Það eru fáir sem hafa jafngóða sýn á pólitískan raunveruleika og Davíð bróðir. Sú sýn endurspeglast í glæstum ferli hans í stjórnmálum," segir Runólfur Oddsson, bróð- ir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra, í samtali við DV. Erfið veikindi Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokks- ins, bundu enda á glæstan pólitískan feril hans árið 2005. Hann tilkynnti um brotthvarf sitt þá um sumarið og hætti strax um haustið. Ári áður greind- ist hann með krabbamein í hægri nýra eftir að hafa verið fluttur í júlímánuði á spítala vegna alvarlegs gallsteinakasts. Við skoðun fannst æxli í nýranu og var það skömmu síðar fjarlægt með aðgerð. f kjöl- farið tók við erfið endurhæfing og aukameðferðir. Þjóðin og þingheimur fylgdist með eftirmeðferð for- sætisráðherrans og mátti sjá að hún dró verulega úr krafti hans. f raun var hann aðeins á hálfum hraða í pólitíkinni, miðað við það sem áður var, eftir erf- ið veikindin og því tók Davíð þá erfiðu ákvörðun að hætta í pólitík eftir ríflega þriggja áratuga farsælan feril í stjórnmálum. Flestiraf deildinni látnir „Þetta voru mjög erfið veikindi sem Davíð stóð í og þetta var erfiður tími fyrir hann. Hann var einmitt í heimsókn hjá mér kvöldið sem hann veiktist ásamt fyrrverandi forseta Slóvakíu," segir Runólfur. Aðgerðin, þar sem æxlið var fjarlægt, gekk hins vegar að óskum og lýsti Davíð opinberlega þakklæti sínu fyrir þá góðu þjónustu sem hann hlaut á Land- spítalanum. f samtali við DV lýsir náinn vinur Davíðs upplif- un vinar síns á spítalavistinni. Um leið og hann var auðmjúkur yfir eigin bata tók hann mjög nærri sér veikindi allra þeirra sem lágu með honum á krabba- meinsdeildinni. Margir sjúklinganna voru yngri en Davíð og flestir þeirra mikið veikir. Fyrir miskunnar- leysi tilverunnar eru flestir þeir sem voru á deildinni látnir og er það Davíð erfitt upprifjunar. Hann leit upp til vina sinna á deildinni fyrir æðruleysi þeirra og hetjulega baráttu við þennan hættulega sjúk- dóm. Ólst upp föðurlaus Davíð fæddist í Reykjavík þann 17. janúar 1948. Aðeins tveggja mánaða flutti hann með móður sinni, Ingibjörgu Kristínu Lúðvíksdóttur, til Selfoss þar sem hann ólst upp í húsi móðurforeldra sinna. Sjálfur hefur Davíð greint frá því að hann hafi verið kallaður prúðmennið á heimilinu. Faðir Davíðs, Oddur Ólafsson læknir, átti í tölu- verðum erfiðleikum í einkalífinu, drakk þó nokk- uð og þótti kvensamur. Á endanum hafði Davíð eignast sjö hálfsystkini, flest þeirra samfeðra hon- um. Oddur þótti hins vegar afar fær í sínu starfi og skemmtilegur karakter á flestum stundum. Sökum róstursams einkalífs voru samskipti feðganna ekki eins mikil og Davíð hefur líklega vonast eftir. Engu að síður hefur hann sagst hafa litið upp til föður síns. Stórtækur kóngur Eftir að Davíð fluttist til Reykjavíkur ólst hann upp hjá móður sinni og móðurömmu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970 en átti í fyrstu í erfiðleikum með námið. Fé- lagsstörfin gengu að miklu leyti fyrir og varð hann inspector scholae, formaður nemendafélagsins, í sjötta bekk. Þegar hann lét af embætti formanns tók við Geir H. Haarde nokkur og var þetta ekki eina skiptið sem Geir tók við keflinu og stjórnar- taumunum af Davíð. Davíð varð þjóðkunnur strax á menntaskólaár- um sínum þegar hann lék aðalhlutverkið í leikrit- inu Bubba kóngi í janúar 1969 á Herranótt MR. í verkinu lék hann kónginn sjálfan sem var hálfbrjál- aður einræðisherra. Þá gegndi hann formennsku Herranætur og var stórhuga í uppsetningu verks- ins. I stað þess að taka á leigu smærri leiksal dugði ekkert minna en sjálft Þjóðleikhúsið þegar Davíð setti upp verk. Leikritið sló rækilega í gegn og fór leikhópurinn víða um land með stykkið. Þá var það líka sýnt í fullri lengd í Sjónvarpinu. Gantast hefur verið með að í verkinu náði Dav- íð að máta einræðisherrabúninginn og greinilegt er að honum líkaði búningurinn því sumir vilja meina að hann hafi í raun aldrei farið úr honum síðan. í embættum borgarstjóra og forsætisráð- herra var Davíð kóngurinn. í bárujárnshúsi „Ég hef ekkert nema gott um hann að segja," seg- ir Þorsteinn Davíðsson, dómari við héraðsdómstóla Norðurlands eystra og Austurlands, í samtali við DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.