Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNf 2008 Fréttir ©V Baldur Þó flokks Sjá borgarful kynna ný; rhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, segir lfstæðisflokksins vera eina aðalástæðu fylgistaps hans í borgin' Ltrúarnir um að koma sér og málefnum sínum á framfæri, en n an leiðtoga sem fyrst, svo óvissuástandinu ljúki. EÐIÐ EFTII leiðtogakreppu borgarstjórnar- ni. í leiðtogakreppunni keppast auðsynlegt er fyrir flokkinn að „Á meðan þetta varir keppist hver borgarfulltrúi flokksins um annan þveran að kynna sig og sín málefni í fjölmiðlum" N ÝJUMLEIÐl 1 Hver könnunin hefur síðustu vik- ur rekið aðra þar sem fylgi borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins virðist engum botni ná. Sömuleiðis vekja athygli kannanir á þvf hvern landsmenn vilja sjá í stóli borg- arstjóra, en oddviti flokksins, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, virðist ekki njóta mikils trausts til embættisins. Flestum er ljóst að brýnt er að leysa úr leiðtogakreppu flokksins. Þess er nú beðið að tilkynnt verði um hver verði næsti borgarstjóri Reykjavík- ur. Missa þrjá borgarfulltrúa Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mældist aðeins 27 pró- sent í könnun Capacent Gallup sem birtist um helgina. Það merkir að flokkurinn fengi fjóra borgarfull- trúa væri gengið tíl kosninga, eða þremur færri en nú sitja í borgar- stjóm. Samfylkingin hlyti hins veg- ar 45 prósent atkvæða og átta borg- arfulltrúa, eða hreinan meirihluta. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálaffæði við Háskóla ís- lands, segir ástæður þessa mikla fylgistaps einkum vera þrjár: í fyrsta lagi forystukreppa borg- arstjórnarflokksins, í öðru lagi myndun meirihlutans ásamt Ólafi F. Magnússyni fyrr í ár, sem féll borgarbúum illa í geð, og í þriðja lagi REI-mál- ið, sem Baldur segir skjóta upp kollinum aftur og aftur. „Það fer að verða óskilj- anlegt að sjálfstæðismenn skuli ekki finna lausn á þess- um málum með því að finna einhvern til að leiða borg- arstjórnarflokkinn," segir Baldur. „Því lengur sem flokkurinn dregur það, því djúpstæðari verða ertíðleikarnir." Hanna Birna með tífaldan stuðning Vilhjálms í þessu ljósi vekja ekki síður athygli niðurstöð- ur kannana sem undanfar- ið hafa skotíð upp kollin- um þar sem stuðningur við einstaka borgarfull- trúa flokksins til emb- ættís borgarstjóra er í brennidepli. Virð- ist Hanna Birna Krist- jánsdóttir njóta yfir- burðastuðnings, en samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var á landsvísu myndu 57 prósent aðspurðra velja hana sem borg- arstjóra. Næstmest stuðnings nýtur Gísli Marteinn Baldurs- son með 11 prósent ábakvið sig. Leiðtogi flokks- ins í borginni, Vil- hjálmur Viihjálms- FYLGI BORGARSTJÓRNARFLOKKANNA Fylgi í kosningum 2006. Fylgi (skoðanakönnun 24.-27. maí. r*^ tn fM "T son, nýtur tífalt minni stuðnings en Hanna Birna í borgarstjórastól- inn, eða innan við fimm prósent. Fleiri vilja jafnvel að Sjálfstæðis- flokkurinn velji Dag B. Eggertsson, borgarfulltrúa Samfylkingarinn- ar, sem borgarstjóraefni sitt en Vilhjálm. Önnur ný- leg könnun, sem &ÓHÁÐIR gerð var meðal Reykvíkinga á veg- um Fréttablaðsins, endurspeglar svipuð viðhorf þó Vilhjálmur hafi raunar komið skár út úr henni. Ýta þessar kannanir enn undir vanga- veltur þess efnis að flokkurinn eigi í leiðtogakreppu. Forystusveitin óljós „Það er alltaf erf- itt fyrir stjórnmála- flokk þegar for- ystusveitín er óljós og það virðist vera að koma niður á flokknum STUÐNINGUR í EMBÆTTI BORGARSTJÓRA Fianna Birna Kristjánsdóttir Gísli Marteinn Baldursson VilhjálmurVilhjálmsson Aðrir prófessor Baldur. „Þetta óvissu- ástand mun vera við lýði þar tíl borgarstjórnarflokkurinn kemur sér saman um hver eigi að verða borgarstjóri flokksins á næsta ári. Á meðan þetta varir keppist hver borgarfulltrúi flokksins um annan þveran að kynna sig og sín málefni í fjölmiðlum." Baldur segir þó engan vafa leika á að Hanna Birna Kristjánsdóttír nýt- ur mests trausts og fylgis á landsvísu til að leiða flokkinn og verða borgar- stjóri. „Ef kannanir halda áfram að sýna þetta verður sífellt erfiðara fyr- ir borgarstjórnarflokkinn að ganga fram hjá henni. Staða hennar hlýt- ur stöðugt að styrkjast," segir Bald- ur, en bendir þó á að Hanna Birna verði einnig að njóta trausts innan borgarstjórnarflokksins til að geta orðið leiðtogi hans og borgarstjóri. „Maður veltir fyrir sér hvort þessar skoðanakannanir gefi tílefni til þess að forysta flokksins íhlutist í þessu máli," bætir Baidur við. Þurfa að bretta upp ermarnar DV náði tali af Gísla Marteini Bald- urssyni og Kjartani Magn- REYKJAVÍK LANDIÐ ALLT 24. MAÍ 22.-26. MAI 40,2% 15,8% 10,8% 33,2% 57% 11% 5% 27% syni, borgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins, og vildi hvorugur þeirra taka af öll tvímæli um hvert væri borgarstjóraefni flokksins. „Vin- sældir manna rokka upp og niður," segir Gísli Marteinn. „Það er bara gott að við höfum fólk sem nýtur vinsælda eins og Hanna Birna ger- ir í þessum könnunum. Það verð- ur hins vegar ekki tíl þess að menn rjúki upp tíl handa og fóta. Ég held að borgarbúar vilji fyrst og ffemst borgarstjórn sem kemur hlutum í verk. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur glímt við krappari leið- togakreppu en þá sem nú er í borg- inni og samt stýrt bæði þjóð og borg vel," segir Gísli enn fremur. ÞeirGísliogKjartanerusammála um að nauðsynlegt sé að bretta upp ermarnar og vinna traust borgar- búa. „Þessar tölur sýna bara að við þurfum að bretta upp ermarnar og leggja okkur enn meira fram við að vinna að hag borgarinnar og sýna borgarbúum að við séum að gera góða hlutí," segir Kjartan. Ekki náðist í Vilhjálm Vilhjálms- son eða Hönnu Birnu Kristjánsdótt- ur við vinnslu fréttarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.