Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 2008 NORÐURLAND DV Ellefu börn ljúka skólaárinu í grunnskólanum í Grímsey í vor: FÉLAGSHEIMIU, SKÓLIOG LÆKNASTOFA Grunnskólinn í Grímsey er til húsa í félagsheimilinu Múla. Húsið var reist á áttunda áratugnum, sér- staklega með það fyrir augum að þar yrðu grunnskóli, félagsheimili, bóka- safn og læknastofa. „Þetta er eins konar miðstöð," segir Donald Jó- hannesson, skólastjóri í grunnskól- anum í Grímsey. f skólanum í Grímsey eru börn frá sex ára og fram að fermingu. „Eftir fermingu þurfa krakkarnir að sækja nám í landi. Fyrirkomulagið er tals- vert breytt í dag miðað við það sem var, því heimavistarskólar eru afl- agðir. Fólk þarf því að treysta á að þekkja einhvern sem getur séð um unglinginn á meðan hann er í námi í gagnfræðaskólanum," segir Don- ald. í andránni eru ellefu nemendur í skólanum og segir Donald það vera nokkuð nærri meðaltalinu. „Þessi fjórtán ár sem ég hef verið hérna hef- ur fjöldinn alltaf verið á bilinu ellefu til fjórtán." Donald bendir á að meðalaldur sé lágur í Grímsey. í hundrað manna þorpi sé meðalaldurinn í kringum þrjátíu ár. „Þetta segir okkur bara það að hér er ungt og hraust fólk og maður telst til öldunga hér um sextugt," heldur Don- ald áffam. Læknir kemur nú mán- aðarlega til Grímseyjar og notar aðstöðu í Múla. Ekki er lengra síðan en upp úr 1980 að læknir kom í eyj- una einu sinni á ári. „Það hefur líklega verið skólaskoðunin að hausti. Menn þurftu að vera ansi sjálfbjarga hér á þessum slóðum," segir Donald. Donald var áður kennari og skólastjóri í Snælandsskóla í Kópa- vogi. „Ég hafði ákveðið að hætta í kennslunni og hafði verið hættur um nokkurt skeið þegar síminn hringdi. Ég var spurður hvort við hjónin vær- um ekki á lausu." Hann kveðst hafa skellt upp úr í fyrstu þegar hann var beðinn um að flytja til Grímseyjar. „Svo skelltum við okkur í ferjuna og skoðuðum okkur um í þrjú korter. Fljótlega ákváðum við að vera hérna í tvö ár. Nú er það fjórtánda senn að líða." Við skólann Donald og kona hans Helga Mattfna Björnsdóttir ásamt nemendum. (skólastofunni Það er nóg að gera í skólanum. Börnin voru að undirbúa sig fyrir próf þegar myndin var tekin. Kvenfélagið og Kiwanisklúbburinn halda uppi félagslífinu: BAUGURGEGNIR STÓRU HLUTVERKI IGRIMSEY Kvenfélagið Baugur stendur á gömlum grunni og nafnið teng- ist engum Baugsmálum eða réttar- höldum en er að sjálfsögðu nefnt eftir norðurheimskautsbaugnum sem þræðir sig í gegnum eyjuna. Kvenfélagið, ásamt Kiwanisklúbbn- um, gegnir algjöru lykilhlutverki í því að halda uppi félagslífi fyrir fólk í Grímsey, ekki hvað síst á dimmum vetrum. Þær Stella Gunnarsdóttir og Helga Mattína eru lykilkonur í kven- félaginu og starfa einnig í öðru gisti- heimili eyjunnar. „Það er í rauninni alveg einstaklega gott félagslíf- ið hérna í eyjunni og vinkona mín frá Reykjavík minnist alltaf á þetta þegar hún heimsækir okkur," segir Stella. „Hún segir að það sé helm- ingi meira um að vera hér í Grímsey en nokkurn tímann í Reykjavík. Hún kveðst mestmegnis horfa á sjón- varpið." Helga Mattína bendir á að einu sinni í mánuði sé handavinnufund- ur og spilavist sé einu sinni í mánuði. „Það koma allir í vistina og hafa það notalegt. síðan höfúm við staðið fyrir alls kyns uppákomum þar fyrir utan, á borð við herrakvöld og dömu- kvöld," segir Helga. Það var einmitt kvenfélagið Baugur sem stóð að ut- anlandsferð síðasta sumar, þar sem nánast allir íbúar í eyjunni fóru sam- an á strönd. Ráða þurfti afleysinga- fólk úr landi til þess að sjá um flug- völlinn og þess háttar á meðan. „Við erum einmitt að vinna í því að skipuleggja aðra svona ferð núna," heldur Helga áfram. „í þetta skiptið getur farið svo að við förum til Ítalíu." Sundlaugin Kvenfélagið hefur lagt sveitarfélaginu lið þannig að baeta megi heitum potti við aðstööuna (sundlauginni. Á meðan spjallað var við kven- félagskonur lagðist ferjan Sæfari að landi og út úr henni komu sex- tíu kennarar og starfsmenn Verk- menntaskólans á Akureyri, sem pantað höfðu mat á Kríunni, veit- ingastaðnum í eyjunni. Þar beið þeirra önnur kvenfélagskona, Unn- ur Ingólfsdóttir, sem undirbúið hafði veisluna frá því kvöldinu áður. Ferðamenn drífur að Sextíu kennarar og starfsmenn VMA komu (mat út í Grímsey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.