Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNf 2008 Slðast en ekki slst DV BÓKSTAFLega „Mér finnst grínmynd- ir skemmti- legastar og í uppáhalai eru A Night at the Rox- bury og Along CamePolly." ■ ■ Alexandra H^íga, nýkjörin ungfrú Island, sem er með húmorinn I lagi - ( DV. „Þeir grenjuðu úr hlátri enda nöfðu þeir ekki séð þættinanokk- uð lengi og fannst súr- realískt að * siásigmeð P* íslenskum texta." ■ Marla Hjálmarsdóttir sem færði (slendingum skemmtiþættina Klovn. Casper og Frank heimsóttu hana nýlega og höfðu gaman af þvf að sjá sig I íslensku sjónvarpi -1DV. „Þeir nýttu tækifær- ið og börðu mig þeg- ar þeir höfðu hent mér inn í klefann. Einn þeirra setti hnéð k af fullum þunga ofan á herðablað- ið á mér." ■ Ólafur G. Aðalsteinsson í DV um illa meðferð sem hann hlaut frá lögreglunni. „Ég kem ekki til með að sjá þetta aftur." Guðbjörn Magnússon á forslðu Morgunblaðsins þegar hann myndaði krlu setjast á höfuð álftar. Álftin reyndist slðan vera úr plasti en óvfst hvort það er pfnlegra fyrir Guðbjörn eða Morgunblaðið. „Mér finnst bruna- bótamat- ið óeðlileg viðmiðun." i Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri íbúðalánasjóðs, í samtali við DV í gær. Hann vill önnur viðmiðfyrir útlán sjóðsins. „Þarna er fólk sem kann að setja hamarinn niður. Ég lít á þennan bæ sem heimabæ rninn. Allir í formi, brún- ir og með strípur." ■ Egill „Gillzen- egger" Einarsson f Fréttablaðinu um Selfoss. Egill harmaði að hafa þurft að fresta tónleikum vegna jarðskjálft- „Það er búið að blóð- mjólka þennan markað og rúmlega það." ■ fsleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Concert, f viðtali viö visir.is. I viðtalinu talar hann meðal annars um að meðalaldurerlendra tónlistarmanna sem sækja (sland heim þetta árið sé f hærra lagi „Ég er án gríns eins og farlama gamalmenni. Haltra milli rúms og klósetts til þess að pissa bfóði." ■ Bóas Hallgríms- son, söngvari Reykjavíkurl, f Fréttablaðinu. Hann reif (sér nýrað í stórfiska- leik BRJÁLÆÐISLEG STEMMING EFTIR LEIKINN Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta er á leiðinni á sína fjórðu ólympíuleika. Undirbúningurfyrir Makedóníu-leikina er í fullum gangi en landsliðið er við æfingar í Þýska- landi þessa dagana. Hver er maðurinn? „Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari og bankastarfsmað- ur." Hvað drífur þig áfram? „Metnaður." Hvar ertu alinn upp? „f Reykjavík." Uppáhaldsstaður úr æsku? „Já, það er Litlagerðið." Leikhús eða bíó? „Bíó." Hvernig finnst þér liðið núna miðað við síðast þegar þú varst með það? „Mér finnst liðið bara nokkuð svip- að." Hvað hefur þú farið oft á ólympíuleika? „Þrisvar sinnum. Tvisvar sem leik- maður og einu sinni sem þjálfari. Árið 1984 í Los Angeles sem leik- maður og svo aftur 1988 í Seúl. Síð- an í Aþenu 2004 sem þjálfari. Ætli leikarnir í Los Angeles séu ekki eftir- minnilegastir." Gekk allt upp sem þú lagðir upp með á sunnudaginn? „Já, ég myndi segja það. Það gekk eiginlega allt upp bara." Hvernig leið þér þegar úrslitin lágu fyrir á sunnudag? „Rosalega vel. Þetta var mikill léttir og miJdð spennufall." Getur þú ímyndað þér and- stæðinga sem hefði verið sætara að leggja að velli en Svía? „Nei, ég bara get það ekki. Það eru skemmtilegustu sigrarnir enda eru þeir ekkert of margir í sögunni. Það er afsakaplega gaman að vinna þá." Hvernig var stemmingin inni í klefa eftir leikinn? „Svolítið brjálæðisleg. Ólýsanleg eig- inlega en aðallega brjálæðisleg." A/IAÐUR DAGSINS Eru ólympíuleikarnir landslið- inu mikilvægari en Evrópu- og heimsmeistaramót? „Veit ekki með mikilvægari en þeir eru stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er. Umgjörðin, hefðin og hugsjónin á bakvið þennan viðburð gerir hann alveg einstakan. Síðan eru þeir líka sjaidnar en hin mótin." Verður liðið búið að ná sér niður fyrir leikina gegn Makedóníu? „Það ætía ég rétt að vona. Við erum byrjaðir að blása í blöðruna sem tæmdist úr eftir sigurleikinn." Hvernig verður undirbúningur- inn fyrir leikina? „Við erum í Magdeburg núna við æf- ingar. Við æfum tvisvar miðvikudag og tvisvar fimmtudag og síðan höld- um við til Makedóníu." Ertu búinn að taka ákvörðun varðandi framhaldið með landsliðinu? „Nei, ekki ennþá en ég reikna með því að vera fram yfir ólympíuleik- ana." SAKDKORK ■ Stuttmyndadagar 2008 fóru fram í Kringlubíói um síðustu helgi. Um fjörutíu myndir bárust í keppn- ina og af þeim voru fimmtán valdar tíl þátttöku. Hux eftir Arnar Má Brynjars- son lenti í fyrsta sæti og mun hún taka þátt í Short Film Corn- er í Cannes að ári. í öðru sætí var Monsieur Hyde eftir Veru Sölvadóttur og í því þriðja varð svo Post it eftir Hlyn Pálmason. Áhorfendaverðlaunin féllu svo í skaut Uniform Sierra eftir Sig- ríði Soffi'u Níelsdóttur. Sigríði er augljóslega margt til lista lagt því hún hefur einnig getið sér frægðar sem dansari, meðal annars með hinum ómótstæði- lega Love Guru. ■ „Það„varð"aðfelladýrið. Þvílík skömm. Og skömm þeim, sem í eftirleiknum láta sér detta í hug að gera þessa menn að „hetjum". Skaðinn er skeður. En hvað seg- ir umhverfisráðherra um þenn- ann ljóta leik? Eigum við að vera stolt? Þvílík hneysa," segir Hildur Helga Sig- urðardóttir, blaðamaður á bloggsíðu sinni um ísbjörninn sem var drepinn hér á landi í gær. Hild- ur Helga er ekki ein þessarar skoðunar því margir heitustu bloggarar landsins hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með málið og hvernig tekið var á því. ■ Myndin Foreldrar vann til verðlauna á Zerkalo-kvik- myndahátíðinni í Rússlandi um helgina. Myndin hlaut áhorf- endaverðlaun hátíðarinnar sem er haldin í minningu leikstjór- ans Andreis Tarkovsky. Ingvar E. Sigurðsson var staddur á há- tíðinni. Þetta er sama hátíð og verðlaunaði undanfar- ann Böm á síðasta ári með tveimur verðlaunum. Þá var Ólafur Darri valinn besti leikar- inn auk þess sem Börn hlaut aðalverðlaun gagnrýnenda. Minningartónleikar fara fram í Súlnasalnum á Hótel Sögu næstkomandi sunnudag: MinnastÁma Scheving „Það eru minningartónleikar um Árna Scheving, föður minn, núna á sunnudaginn," segir tónlistarmað- urinn Einar Scheving. „Tónleikarn- ir fara fram í Súlnasalnum á Hótel Sögu," segir Einar en Árni heitinn lést 21. desember síðastliðinn. Árni, sem hefði orðið sjötugur á sunnu- daginn, var einn fjölhæfasti tónlist- armaður sem Island hefur átt. Hann var jafnvígur á fjölda hljóðfæra svo sem víbrafón, bassa, harmonikku, óbó, saxófón og píanó. „40 af fremstu djasstónlistar- mönnum landsins munu koma saman til að heiðra minningu hans," segir Einar sem er í þeim hópi. Einn- ig koma fram Stórsveit Reykjavík- ur, Ragnar Bjarnason, Guðmundur Steingrímsson, Sigurður Flosason, Pálmi Gunnarsson, Jón Páll Bjarna- son, Andrea Gylfadóttir, Tómas R. Einarsson, Þórir Baldursson, Eyþór Gunnarsson, Óskar og Ómar Guð- jónssynir, Björn Thoroddsen og Rúnar Georgsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á sunnudag en miðaverð er 1.500 krónur. „Það er hægt að kaupa miða inni á midi.is og við innganginn en allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur í minningarsjóð Árna," en hann styrkir efnilega tónlistarmenn til framhaldsnáms. , asgeir@dv.is Árni Scheving Ágóði tónleikanna rennur í minningarsjóð Árna sem styrkir efnilegt tónlistarfólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.