Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 51
DV Umræða MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl 2008 51 Minusinn fær Bláa lónið fyrir að rukka 2.300 krónur fyrir eina einustu heimsókn. \ - y SPURNINGIN VAR BANGSI Á ÞÍNUM VEGUM? „Það er ókurteisi að taka svona við kveðju frá Grænlandisegir Stefán Hrafn Magnússon ísbjamabani og hreindýrabóndi á Grænlandi. Hvítabjöm var skotinn til bana á Þverfjalli i gær en hann er sá fyrsti sem hér sést síðan ísbjörn var hengdur á sundi við (safjarðardjúp árið 1993. Heilbrigðisþjónustu kollvarpað? Síðastliðinn laugardag splæstu ís- lenskir skattborgarar í stóra auglýs- ingu í Morgunblaðinu. Þar auglýsti ríkisstjórnin eftir forstjóra í svokall- aðri „Sjúkratryggingastofhun". Þetta er stofnun sem fáir þekkja enda er hún ekki til. Rétt áður en alþingismenn fóru í jólafrí mætti Guðlaugur Þór heil- brigðisráðherra í þingsal með harla óvenjulegt þingmál. Það fól í sér heimild til að ráða formann í stjóm „Sjúkratryggingastofnunar". Ekkivom allir tilbúnir að samþykkja að veita ráðherranum þessa heimild. Ráðherra á hlaupum Heilbrigiðsráherra sagði að von væri á slíku írumvarpi með vorinu og gæfist þingheimi góður tími til að ræða lagaumgjörð nýrrar stofnunar áður en frekar yrði að gert. Að sinni nægði sér að ráða stjómarformann- inn og skipa stjóm yfir hina ófæddu stofnun. Svo fór að ráðherrann fékk sínu ffamgengt. Hitt veit ég að innan stjórnarliðsins ekki síður en í stjórn- arandstöðu mislíkaði mönnum þessi vinnubrögð. En nú leið og beið og hvergi ból- aði á frumvarpinu. Fáeinum dögum fýrir þinglok nú birtist svo ráðherra loks með ffumvarpið og vildi að þing- ið samþykkti málið í snarhasti. Fmm- varpið var sent út til umsagnar áður en það var komið til nefndar, nokkuð „Sífellt fleiri hafa nefnilega uppi efa- semdir um að heil- brigðisráðherrann sé á réttri braut." ÖGMUNDUR JÓNASSON alþingismadurog formadur BSRBskrifar sem er í engu samræmi við þingsköp ogþingvenjur. Hófst nú mikið tog í þinginu við ráðherrann og fór svo að lokum að ákveðið var að láta málið bíða til haustsins. Þetta skýrir Moggaauglýs- inguna en þar er umsóknarfrestur fýrir forstjórastarfið framlengdur til 15. september nk. Þing kemur aftur saman í septemberbyrjun og gengur heilbrigðisráherrann greinilega út ffá því sem vísu að fá sínu fljótíega ffam- gengt. Slæm reynsla Breta En mun það gerast? Sífellt fleiri hafa nefhilega uppi efasemdir um að heilbrigðisráðherrann sé á réttri braut. Hér á landi var nýverið staddur prófessor við háskólann í Edinborg, Allyson Pollock, sem hefur sérhæft sig í skipulagsbreytingum innan breska heilbrigðiskerfisins. Það var sláandi að heyra hana lýsa reynslu Breta, hvemig umfangsmiklar kerfisbreyt- ingar hafa verið ffamkvæmdar skref fýrir skref, alltaf á þeirri forsendu að einungis væri um tæknilegar breyt- ingar að ræða. Á endanum stefnir hins vegar í að Bretar sitji uppi með markaðsvætt kerfi, dýrara og óhag- kvæmara. Pollock sagði örlagaríkasta skref- ið hafa verið stigið þegar aðgreint var „kaupendahlutverk" ríkisins ffá „selj- anda" þjónustunnar. Þetta hafi öðm ffemur greitt götu markaðsvæðing- arinnar, að mestu án opinberrar um- ræðu. Að endurtaka mistök annarra Nákvæmlega þetta er verið að gera hérlendis með tilkomu hinnar nýju stofnunar sem á að verða eins konar verslunarmiðstöð í heilbrigðiskerf- inu. Allt er þetta látið hljóma afar vel á yfirborðinu, en hví er ekld meiri og ít- arlegri umræða um málið? Getur ver- ið að Guðlaugur Þór óttist gagnrýna umræðu og það skýri hvers vegna lagaffumvörpin birtast þinginu allt- af á síðustu rnetmrn þinghalds þegar enginn tími gefst til umræðu? Spyr sá sem ekki veit. Hitt veit ég að í sumar þarf þjóðin að taka ítarlega umræðu um hvert hún vill að hald- ið verði með heilbrigðiskerfið og þá hvort saman fari hugmyndir þjóðar- innar og hugmyndir heilbrigðisráð- herra. Sandkassinn Ásgeir Jónsson veltir hlutunum fyrir sér MERKILEGIR andskotar þessir lækn- ar. Ég er leikmaður Aftureldingar í handbolta og hef átt við bakverki að stríða í vetur. Þetta hefur aftrað mér frá því að æfa af fullum krafti og ég hef stífnað þrisvar sinnum upp. Ég fór svo í mynda- töku sem leiddi í ljós að ég er með útbungun milli tveggja hryggj- arliða í baki. Þetta þýðir að vegna álags er komin rifa á púðann milli hryggjarliðanna sem er hægt að segja að sé eins konar byrjunarstig brjóskloss. ÞESSU KOMST ég samt ekki að fýrr en fyrir tveimur dögum þegar ég fór og hitti baksérfiæðing. Þrátt fýrir að hafa farið til bæklunarlæknis tvisv- ar og í myndatöku fýrr í vetur datt honum ekki í hug að útskýra þetta fyrir mér. Að ef ég passaði ekki upp á bakið á mér og myndi vinna í því að koma þessari útbungun til baka gæti það vel endað með brjósklosi. Ég rambaði innáþenn- an sérfræðing fýrirhálfgerða slysniog hann sagði mér eftir fimmmínútna greiningu hvað væriaðoghvað ég þyrfti að gera. En helvítis bæklunarlæknir- inn sagði bara við mig: „Haltu bara áfram hjá sjúkraþjálfaranum." ALVEG MERKILEGT hvað það er hægt að vera kærulaus um heilsu ein- staklings. Sérstaklega þar sem ég er íþróttamaður og þetta gæti gert út um ferilinn hjá mér ef ég bregst ekki rétt við. Bregðist ég hinsvegarrétt við og fái rétta meðhöndlun er þetta eitthvað seméggetsigr- ast á. Það sem ég er að reyna að segja er að ef þið lendið einhvem tímann í einhvetju svona, þá er um að gera að ganga á læknana og komast að því hvernig hlutimir em í raun og vem. Því af minni reynslu þarf maður að draga það upp úr þeim og þeir tala við mann eins og maður sé sjálfur bú- inn með 10 ár í læknisffæði. -hvað er að frétta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.