Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl 2008 NORÐURLAND DV Ungur hvítabjörn var aflífaður í Skagafirði í gær. Þá hafði ekki sést til ísbjarnar við strendur íslands svo árum skiptir. Dýralæknar undrast að engin viðbragðsáætlun sé í gildi hvað varðar komu dýra sem þessara til lands- ins. Hjörtur Magnason héraðsdýralæknir var með öll nauðsynleg tæki sem þurfti til að deyfa skepnuna. Þór- unn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hyggst fara yfir atburðarásina. SVONA FÓR UM SJÓFERÐ ÞÁ Hvítabjörn sem gekk á land í Skaga- firði í gærmorgun var aflífaður af lög- reglumönnum tveimur klukkustund- um eftir að sást fyrst til hans. Var gripið til þess ráðs þar sem björninn þótti sækja í átt að mannabyggðum og var óttast að hann myndi hverfa inn í þoku sem var á svæðinu. Af þeim sökum var hann skotinn og síð- an komið fyrir í frystigeymslu. Gert er ráð fyrir að hann verði rannsakað- ur frekar og stoppaður upp í framtíð- inni. Ungt karldýr Hvítabjörninn var karldýr sem vó um 250 kíló og var um tveir metr- ar að stærð. Samkvæmt upplýsing- um frá Náttúrufræðistofnun íslands getur fullvaxta karldýr aftur á móti orðið allt að 800 til 1000 kíló og um fjórir metrar að stærð. Því er ljóst að um ungt karldýr var að ræða. Ekki er ljóst hvernig björninn bar að landi, en hafís liggur um hundrað kíló- metra frá landi og gæti hann mögu- lega hafa synt þá leið. Menn hefur greint á um við- brögð lögreglunnar í málinu. Egill Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi, segir að vel hefði mátt halda öðruvísi á spöðunum. Hann gagnrýnir sérstaklega að fólki hafi verið hleypt að svæðinu þar sem björninn var. Þegar hann fór svo að ögra fólkinu hafi þurft að grípa til þessa ráðs af illri nauðsyn. Hann segist ekki hafa verið hafður með í ráðum þegar verið var að skoða við- brögð við komu bjarnarins. Hann segir ýmsa dýralækna, þar á meðal hann sjálfan, hafa viðeigandi deyfilyf fyrir björninn, en að þá skorti nauð- synleg tæki og þekkingu til að koma lyfjunum í birnina. Hann segir þó að hugsanlegt hefði verið að grípa til annarra ráða, svo sem að koma deyfilyfinu fýrir í æti og kasta því til hans. Viðbragðsáætlun skortir Þeir dýralæknar sem DV hef- ur rætt við vegna málsins eru sam- mála um að viðbragðsáætlun skorti í tilvikum sem þessu og undrast að henni hafi ekki enn verið komið á laggirnar. Þóruijn Sveinbjarnardótt- ir umhverfisráðh'erra tilkynnti í gær að hún hygðist fara yfir atburða- rásina sem leiddi til þess að hvíta- björninn var aflífaður. Verður kann- að hvort hægt sé að koma í veg fyrir að fella þurfi hvítabirni sem hingað ganga á land í framtíðinni. Starfsfólk utanríkisráðuneytisins og Umhverf- isstofnunar leituðu ráða hjá dýra- læknum og sérfræðingum stofnana Landhelgisgæslunnar og Háskóla fs- lands um hvort og hvernig væri hægt að fanga björninn og flytja hann í sitt „En þetta verður von- andi áminning um að það þurfi að gera ein- hverja viðbragðsáætl- un hvað þetta verðar." rétta umhverfi. Það reyndist sam- dóma álit allra sem rætt var við að það myndi reynast miklum erfiðleik- um háð, meðal annars vegna þess að rétt deyfilyf væru ekki til í land- inu. Samlcvæmt ráðuneytinu myndi aðgerðin auk þess vera afar flókin og krefjast þess að til verksins væri notuð þyrla og sérþjálfað starfsfólk. Flutningstíminn mætti auk þess ekki vera langur. í útrýmingarhættu Hvítabirnir voru nýverið sett- ir á heimslista yfir dýr í útrýming- arhættu og er óheimilt að fella þá nema að gefnu leyfi frá Umhverfis- stofnun. Hins vegar er heimild fýr- ir því í lögum að fella dýrið ef það er talið ógna mannfólki eða búfénaði. Til byggða Björninn kom vissulega til byggða, óvígur með öllu. Ekki fékkst leyfi frá Umhverfisstofn- un eða umhverfisráðuneytinu fyrir því að björninn yrði drepinn í gær, en lögreglan á Sauðárkróki mat aðstæð- ur á vettvangi sem svo að það þyrfti að fella dýrið. Á nauðsynlegan búnað Hjörmr Magnason, héraðsdýra- læknir á Egilsstöðum, er með efni og byssu til staðar sem hefði dugað til þess að deyfa björninn. Hann fór á sínum tíma á námskeið í Svíþjóð og hefúr öll tilskilin réttindi til meðferð- ar búnaðarins. Yfirdýralæknir hafði samband við hann um málið um morguninn og sagði honum að sést hefði til hvítabjarnar í Skagafirði. Þá var ekki ljóst um hversu stóran björn var að ræða, en þau efni sem Hjörtur hafði undir höndum hefðu ekki dug- að til að deyfa fullvaxta hvítabjörn í einu skoti. Hins vegar hefðu þau ver- ið vel nothæf til að deyfa björninn í Skagafirði og hefði þá verið hægt að flytja hann í burtu eftir á. Hjört- ur frétti skömmu síðar að björninn hefði verið felldur með tilliti til fýrr- greindra ástæðna. „Þetta var skilj- anleg ákvörðun þar sem honum var lógað af neyðarástæðum. En þetta verður vonandi áminning um að það þurfi að gera einhverja viðbragðsá- ætlun hvað þetta varðar. Það þyrfti að auka menntun á þessu sviði þar sem fleiri dýralæknar eru með til- skilin réttindi og búnað til að bregð- ast við því þegar hvítabjörn kemur hingað til lands næst. Þá yrði mögu- legt að svæfa hann og flytja til," segir Hjörtur. Það hefur einnig vakið furðu dýralækna að lögreglumenn hafi ekki notast við fjór- eða sexhjól til að fylgjast með ferðum bjarnarins og telja að hugsanlega hefði verið hægt að hafa betri gætur á honum með þeim hætti. Lögreglan vísaði aftur á móti til laga um utanvegaakstur í því sambandi. Það kann þó að skjóta skökku við þegar kemur að dýri í út- rýmingarhættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.