Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2008, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNl 2008 Fréttir DV * ■ ■ * i-j i^Í-K ■ v'-?-,--; ,VA Nýlega lenti á Mars Fönix, nýjasta far Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, og áður en langt um líður mun sýnataka hefjast. Spurningunni um líf á Mars hefur ekki enn verið svarað. KOLBEINN ÞORSTEINSSON Mars, rauða plánetan, hefur löngum verið okkur jarðarbúum hugleikin. Plánetan dregur nafii sitt af sam- nefndum rómverskum stríðsguði. Fönix, nýjasta Marsfar geimvísinda- stofhunar Bandaríkjanna, NASA, lenti á yfirborði rauðu plánetunnar fyrir nokkrum dögum og við fyrstu sýn virðist sem farið hafi lent á ís- hellu sem þaldn er jarðvegi. Þegar vélknúinn armur farsins var prófað- ur í fyrsta sinn eftir lendingu skildi hann eftir sig far sem svipaði til fót- spors. Farið hefur innbyggða rann- sóknaraðstöðu og áður en langt um líður verður hafist handa við að taka jarðvegs- og íssýni. Sýnin verða síð- an himð í þar til gerðum ofni og þær lofttegundir sem myndast við hitun greindar með ýmsum tækjum. Aðal- tilgangur fararinnar er að rannsaka jarðfræðilega sögu plánetunnar og leita að efnahvötum sem gætu gefið vísbendingar um líf. Horft til framtíðar I ekki mjög fjarlægri framtíð er talið að vegna fjölgunar mannkyns og aukinnar sóknar í sífellt rýmandi náttúruauðlindir verði mannkyn að leita nýrra híbýla. í því samhengi hefur yfirborð sjávar, hafsbotninn og nálægar plánetur verið nefiid til sögunnar auk þess sem hugmynd- ir hafa kviknað um námavinnslu og orkuframleiðslu úti í geimnum. Sú pláneta sem vísindamenn hafa oftar en ekki horft til í því sam- hengi er rauða plánetan Mars. Að jarðgera Mars er hið ffæðilega ferli þar sem lofslagi, yfirborði og þekkt- um eiginleikum plánetunnar yrði vísvitandi breytt með það fýrir aug- um að gera hana byggilega jarðar- búum og öllu öðru sem lifir á jörð- inni eins og við þekkjum hana. Með því opnaðist möguleiki á að ný- íenduvæða stóra hluta plánetunn- ar. Umrætt ferli myndi taka aldir og kosta stjamfræðilegar upphæðir fjár og engin trygging fyrir árangri. Mars samanstendur af mörg- um þáttum sem nauðsylegir em svo unnt sé að jarðgera plánetuna. Mikið magn koltvísýrings, vatns auk súrefiús sem bundið er í jarðveg- inn. Koltvísýringurinn er að mestu í frystu formi við póla plánetunnar og vatnið er annaðhvort í ffystu formi eða í formi gass. Almennt er tahð að umhverfi á Mars hafi einhvem tímann, á fyrstu stigum þróunar, verið svipað því sem við þekkjum á jörðinni. Það sem einna helst styður þessa kenn- ingu er þéttleiki andrúmslofstins og gnægð vatns, sem hvort tveggja er talið hafa tapast á hundmð milljóna ára tímabili. Jarðgerð Mars myndi fela í sér tvær meiriháttar samtvinnaðar breytingar, að byggja upp andrúms- loftið og halda því heitu. Eins og fyrr segir samanstendur andrúmsloftið á Mars aðallega af koltvísýringi, gróð- urhúsalofttegund. Þegar plánetan himar losnar úr læðingi sífellt meira magn koltvísýrings ffá pólum pián- etunnar og með því aukast gróður- húsaáhrifin. Það hefði í för með sér að uppbygging andrúmslofts og að hita það myndu virka sem hvatar á hvort annað og einfalda jarðgerð plánetunnar. Líkindi með jörðu og Mars Sólarhringur á Mars er af svip- aðri lengd og á jörðu niðri, eða tut- tugu og fjórir tímar og tæpar íjöm- tíu mínútur. Mars er mun minni en jörðin og er yfirborð plánetunn- ar rúmlega tuttugu og átta prósent af yfirborði jarðar, en það er örlítíð minna svæði en sem nemur þurr- lendi á jörðu. Arstíðum á Mars svip- Mega beita öllum tiltækum ráðum gegn sómölskum sjóræningjum: Herskipum heimil för inn í lögsögu Sómalíu Sameinuðu þjóðimar hafa heimil- að þjóðum að senda herskip inn í lög- sögu Sómalíu til að stemma stigu við sjóránum af hálfu Sómala. Heimild ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna nýtur stuðnings ríkisstjómar Sómalíu og gild- fi til sex mánaða, en sjóránum í lögsögu landsins hefur fjölgað mjög unanfarið. Það sem af er ári hafa sómalskir sjó- ræningjar staðið að baki um þrjátíu árásum á togara, dráttarbáta, flutninga- skip sem flytja matvæli og jafnvel eina ffanska lúxussnekkju. Þrjár árásanna áttu sér stað í síðustu viku. Sjóræningjarnir nota kraftmikla hraðbáta og leita fanga allt að tvö hundmð mílur út af strönd landsins, og á Aden-flóa sem tengfi Rauðahaf við Indlandshaf. Undanfama mánuði hafa sjóræningjamir haft hundmð milljóna króna upp úr krafsinu í formi lausnar- gjalda. Undanfarin ár hafa Bretar og Bandaríkjamenn haldið uppi takmörk- uðu eftfiliti meðfram ströndum Sómal- íu, en nú er útlit fyrfi breytt vinnubrögð. Nú leyfist þeim að beita öllum nauðsyn- legum úrræðum til að stemma stigu við uppgangi sjóræningja og viðlíka nóta. Ákvörðun Sameinuðu þjóðanna undfi- strikar vaxandi áhyggjur alþjóðasamfé- lagsins og hrakandi öryggi á láði og legi í Sómalíu. En þess ber að geta að vestræn skip hafa yffileitt orðið sjóræningjunum að bráð og því má leiða líkur að því að ákvörðun Sameinuðu þjóðanna dragi örlítíð dám af hagsmunum vestrænna landa. Hvað sem því líður hefur ríkisstjóm Sómalíu verið um megn að taka á vandamálinu, enda her landsins bund- inn í báða skó við að hafa hemii á ítökum íslamstrúarmanna, en við það nýtur rík- isstjóm landsins aðstoðar bandamanna sinna í Eþíópíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.