Peningamál - 01.12.2005, Page 20

Peningamál - 01.12.2005, Page 20
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 20 Fjármunamyndun atvinnuveganna dregst saman á næsta ári og meira árið 2007 Í nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir um 56% vexti atvinnuvegafjárfest- ingar á þessu ári, sem er örlitlu meira en í septemberspánni. Á næsta ári er spáð nokkru minni samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu miðað við síð ustu spá, eða um 4% í stað tæplega 7%. Á árinu 2007 er hins vegar gert ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting dragist enn meira saman en áætlað var í septemberspánni, eða um 32%. Litlu meiri vöxtur atvinnuvegafjárfestingar á yfirstandandi ári en spáð var í september skýrist einkum af kröftugri innlendri eftirspurn sem hefur ýtt undir fjárfestingu t.d. í þjónustugreinum og bygg ing ar- iðnaði. Þá hefur verið tilkynnt um umfangsmikil flugvélakaup eftir að bankinn birti síðustu spá. Á móti kemur að fjárfesting í áliðju og virkj- un um sem nemur u.þ.b. 3 ma.kr. hefur færst frá þessu ári yfir á það næsta miðað við forsendur septemberspár. Flugvélakaupin vega hins vegar þyngra á metunum, og eru u.þ.b. 8 ma.kr. meiri en ráðgert var í september. Fjármálaleg skilyrði fyrirtækja hafa orðið aðhaldssamari og gengi krón unnar hækkað frá því að Seðlabankinn birti síðustu spá sína. Raun- vextir hafa hækkað innanlands en erlendir vextir eru enn lágir, einkum á evrusvæðinu, þótt margt bendi til þess að þeir hækki á næst unni. Af leiðingar aukins aðhalds birtast glöggt í fjárfestingarspánni. Spáð er meiri samdrætti almennrar atvinnuvegafjárfestingar án stór iðju, skipa og flugvéla á næsta ári og nær engum vexti árið 2007 í stað 5% aukningar sem spáð var í september. Aukin stóriðjufjárfesting á næsta ári vegur hins vegar á móti og leiðir til þess að samdráttur at - vinnuvegafjárfestingar í heild verður minni en gert var ráð fyrir í sept- ember. Á árinu 2007 verður samdrátturinn hins vegar meiri en áætlað var í fyrri spá sökum hærri raunvaxta. Gengishækkun krónunnar kemur mjög ójafnt niður á fyrirtækjum. Fyrirtæki sem hafa verulegan hluta rekstrarkostnaðar síns í krónum en tekjur í erlendum gjaldmiðli bera þyngstu byrðar hás raungengis. Þetta á t.d. við um mörg sjávarútvegsfyrirtæki og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Ný viðhorfskönnun um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja lands ins, sem Gallup gerði fyrir Seðlabankann, Samtök atvinnulífsins og fjármálaráðuneytið í október, gefur t.d. sterkar vísbendingar um að stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja telji horfur hafa versnað til muna frá síðustu könnun, sem gerð var í febrúar. Tafla IV-2 Afkoma skráðra atvinnufyrirtækja fystu þrjá ársfjórðunga 2004 og 20051 Framlegð2 Hagnaður % af veltu % af veltu Arðsemi eigna3 Arðsemi eigin fjár4 Eiginfjárhlutfall 2004 2005 2004 2005 2004 2005 2004 2005 2004 2005 Sjávarútvegur 21,6 18,2 7,9 11,7 8,0 7,6 8,5 14,5 34,4 33,5 Iðnaður 17,9 12,6 11,4 7,0 12,6 6,6 20,1 13,9 40,2 26,5 Sala sjávarafurða -16,1 -2,0 -20,3 -2,8 -2,7 -0,5 -8,2 -1,8 41,7 40,0 Flutningar 13,2 10,2 8,3 0,0 13,8 7,2 25,5 42,5 34,1 29,4 Samskiptatækni og hugbúnaður 10,3 8,6 5,7 3,8 3,7 7,2 5,9 8,5 34,7 38,3 Ýmsar greinar 20,7 19,4 12,0 14,3 10,1 10,6 16,2 23,9 36,0 32,9 Samtals 14,3 11,3 7,9 5,1 7,9 6,2 11,6 9,3 38,0 30,2 1. Byggt á reikningum þeirra 14 atvinnufyrirtækja sem tiltækir voru 25. nóvember 2005. 2. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir. 3. Framlegð sem hlutfall af heildar- eignum. 4. Hagnaður eftir skatta sem hlutfall af eigin fé. Heimild: Seðlabanki Íslands. -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 20052004200320022001200019991998 Innflutningur fjárfestingarvöru Fjármunamyndun Heimild: Hagstofa Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-5 Vöxtur fjármunamyndunar og innflutnings fjárfestingarvöru á fyrri árshelmingi 1998-2005 0 4 8 12 16 20 200720052003200119991997199519931991 Fjármunamyndun atvinnuvega Fjármunamyndun í orkuöflun og stóriðju % af VLF Mynd IV-4 Fjármunamyndun atvinnuvega og í stóriðju 1991-20071 1. Spá Seðlabankans 2005-2007. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.