Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 4

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 4
FRJÁLS PALESTÍNA 5 höfuðið með vélbyssu, Ahmad Mahmoud Mar- ahil (16 ára frá Balatah flóttamannabúðunum) sem lést af skoti í háls- inn, Ayesh Ghazi Must- afa Zamel (19 ára frá Dier al-Hatab við Nabl- us) sem lést af skoti í höfuðið, Murad Shar- ay’ah (21 árs frá Bal- atah flóttamannabúðun- um) sem lést af skoti í höfuðið, Khaled Shiha- deh Nakhleh (27 ára frá Nablus) sem lést eftir skot í höfuðið) og Mohammad Abd al- Muhsen al-Wawi (21 ára frá Bet- unia við Ramallah) sem lést af skoti í höfuðið. Að sögn sjónarvotta voru mótmælin friðsamleg þar til ís- raelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur. Þá hófust „átök“ milli mótmælenda, sem beittu steinum, og ísraelskra hermanna sem beittu vélbyssum og rifflum og skutu gúmmíkúlum og hefð- bundnum byssukúlum. Síðan ný uppreisn Palestínumanna gegn hernámi Ísraela hófst í septemb- er hafa meira en 410 Palestínu- menn fallið og tala særðra er komin í 12 þúsund. (Byggt á tilkynningum mann- réttindasamtakanna Al-Haq [alhaq.org] og óháðu samtakana Miftah [www.miftah.org] sem hafa mannréttindi og lýðræði í Pal- estínu að leiðarljósi.] Sex myrtir á Land- degi Palestínumanna Þann 30. mars síðastlið- inn voru 25 ár síðan Ís- raelsmenn tóku 5.500 ekrur lands Palestínu- manna eignarnámi í Galíleu í norðurhluta Ís- raels. Á undan og fyrst eftir landránið voru svæðin lokuð Palesínu- mönnum og yfirlýst sem „lokuð öryggisvæði hersins“ (e: closed mil- itary zones) en síðar hófu Ísraelskir „land- nemar“ búskap á svæð- unum. Ísraelski herinn myrti 6 Palestínumenn, særði 96 og handtóku rúmlega 300 þegar svæðin voru tekin eignarnámi árið 1976. Atburðurinn hafði mikil áhrif meðal Palestínumanna bú- settra innan landamæra Ísraels- ríkis, sem oft eru kallaðir ísra- elskir arabar í fjölmiðlum, og sýndi að þeim að þeir væru ann- arsflokks íbúar í ríki ætlað gyð- ingum. Palestínumenn hafa minnst landránsins í Galíleu árlega á hinum svokallað Landdegi. Til- gangur hans er meðal annars að mótmæla áframhaldandi land- ráni Ísraelsmanna sem fer aðal- lega fram á herteknu svæðunum; Gaza og Vesturbakkanum. Þar eru landsvæði Palestínumanna tekin undir landnemabyggðir gyð- inga, sem torveldar möguleika Palestínumanna til að stofna eigið ríki og að friðsamleg lausn náist á átökunum í Palestínu. Landrán Ísraela eru ólögleg samkvæmt Genfarsáttmálanum og sam- þykktum S.Þ. Heimastjórn Palest- ínumanna vill einnig meina að nýjar landnemabyggðir stríði gegn Oslóar friðarsamkomulag- inu sem undirritað var árið 1993. Í mótmælum Palestínumanna á Landdeginum voru sex Palest- ínumenn drepnir og yfir 100 særðir af Ísraelska hernámsliðinu. Þeir látnu voru allir óvopnaðir; Sha’ban Sa’ed Salloum (31 árs frá Balatah flóttamannabúðunum við Nablus) sem skotin var í Eldar Ástþórs- son skrifar Fáni Palestínu Á síðasta aðalfundi Félagsins Ísland-Palestína kom fram spurning um hvernig hægt væri að verða sér úti um Palestínska fánan. Fátt var um svör þannig að undirritaður kannaði málið og komst að því að hjá bandaríska fyrirtækinu Regal flags & poles, www.flags.com, er hægt að kaupa fána Palestínu í hinum ýmsu stærðum. Verðið er frá 34$ upp í 94,50$ eftir stærð. Hægt er að borga með kreditkorti, „money orders“ og ávísunum. Nauðsyn- legt er að hafa samband við fyrirtækið til að athuga hver send- ingarkostnaðurinn er til Íslands áður en pantað er. Bein slóð að palestínska fánanum á netinu er http://www. flags.com/unmembersmnopqr.htm. Einnig er hægt að hafa sam- band við Regal flags & poles í síma 1-800-858-8777, fax 1-410-239- 7548 og rafpóst regalflags @aol. com. Vafalaust eru fleiri fyrirtæki á vefnum sem geta útvegað palestínska fánan en þetta virtist hafa reynslu af því að selja fána út um allan heim og gott úrval af stærð- um. Eldar Ástþórsson Er hægt að leysa deilu Ísraela og Palestínumanna? Þann 10. apríl síðastliðinn var haldin opinn um- ræðufundur um ástandið í Mið-Austurlöndum í húsnæði Reykjavíkur Akademíunnar í JL-húsinu undir yfirskriftinni „Er hægt að leysa deilu Ísra- ela og Palestínumanna?“. Fundurinn var á veg- um Félags stjórnmálafræðinga og Reykjavíkur Akademíunnar og var prýðilega sóttur, en 20–30 manns komu og tóku þátt umræðunni. Við upphaf fundarins flutti dr. Magnús Þor- kell Bernharðsson, aðstoðarprófessor við Hofstra háskólann í New York, stutt erindi um ástandið í Ísrael og Palestínu. Síðan tóku við almennar um- ræður og virtist samúð flestra sem tóku til máls liggja hjá Palestínsku þjóðinni. Eldar Ástþórsson

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.