Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 14

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 14
FRJÁLS PALESTÍNA 15 að gerast styrktarforeldri barns í SOS barnaþorpi ertu að hjálpa því til langframa. Þú leggur þitt af mörkum til að tryggja barni í neyð uppvöxt í hlýju og öruggu fjölskylduumhverfi ásamt grunn- og framhaldsmenntun sem hjálpar því að lifa sjálfstæðu lífi síðar meir. Styrktarforeldrar greiða 1.400 króna framlag til síns barn á mánuði. Peningunum er varið í út- gjöld s.s mat, föt, skóla, heilsu- vernd og laun til SOS-móðurinn- ar í þorpinu. Eina ábyrgðin sem þú tekur þér á hendur við að ger- ast styrktarforeldri barns er þessi unarverðu hugrekki í að afhjúpa grimmdarverk og margs konar óhæfu sem Ísraelskir stjórn- málamenn bera á einn eða annað hátt ábyrgð á. The Birth of the Palestinian Refugee Problem, eftir Benny Morris er nákvæm og heiðarleg úttekt á því hvernig leiðtogar zíonista í Ísrael gerðu Palestínu- menn vísvitandi að flóttamönn- um á árunum 1948 –1949. Stórskemmtileg og vel skrifuð úttekt á sögu deilunnar milli Ísraels og nágrannalandanna, séð frá sjónarhóli ísraelskra stjórn- mála, er The Iron Wall, eftir Avi Schlaim, sem er prófessor í Ox- ford á Englandi og fyrrum ríkis- borgari í Ísrael. Í bókinni nýtir höfundur sér óspart aðgang að skjalasöfnum í Ísrael sem ekki voru opin almenningi fyrr en nýlega þegar leynd yfir þeim fyrndist. Titill bókarinnar er dreg- inn af heiti greinar eftir einn af frammámönnum zíonista á fyrri hluta 20. aldar, Ze’ev Jabotinsky, sem hélt því fram að eina leiðin til að Ísrael mætti lifa í friði væri að reisa „járnvegg“ utan um landið og beita araba innan hans og utan svo mikilli hörku að þeir neyddust á endanum til að semja um hag sinn alfarið á forsendum Gyðinga. Höfundur rekur sögu þessa hugsunarháttar allt frá valdatíð fyrsta forstætisráðherra lágmarksgreiðsla sem hægt er að greiða mánaðarlega, ársfjórðungs- lega, hálfs árs fresti eða ársfresti með greiðslukorti, gíróseðli, bein- greiðslu eða í gegnum heima- banka. Styrktarforeldrar fá að fylgjast með uppvexti „síns barns“ í gegnum ljósmyndir af barninu og nákvæma skýrslu sem SOS barnaþorpið sendir árlega. Frekari upplýsignar um SOS barnaþorpin má fá hjá skrifstofu samtakana á Íslandi; Hamraborg 1, 200 Kópavogur, sími 564-2910, fax 564-2907 og netfang sos @centrum.is. Einnig eru upplýs- ingar að finna á vefslóðinni www. centrum.is/sos. Eldar Ástþorsson, Ísraels, Ben-Gurion, og fram til Benyamins Netanyahu, ásamt því sem rás sjálfra atburðanna er gerð góð skil. Bókin er á heildina litið afar góð greining á utanríkisstefnu Ísraels á 20. öld, og veitir lesandanum lifandi innsýn í heim þarlendra stjórnmálamanna. Fyrir þá sem vilja fræðast um ræturnar að stofnun Ísraels, er áhugavert að skoða One Palestine, Complete, eftir Tom Segev. Bók- in fjallar um samskipti gyðinga og araba í Palestínu frá fyrri heims- styrjöld og fram að sjálfstæðisyf- irlýsingu Ísraels árið 1948, eða það tímabil þegar Bretar réðu yfir landinu sem verndarsvæði. Pal- estína var á þessum tíma mikill suðupottur ólíkra menningar- heima. Þessu litla og afskekta landi var svipt inn í nútímann í hvirfilvindi heimsátaka þar sem á tókust zíonistar, arabar, Bretar, Frakkar, Tyrkir, kristnir o.fl., sem að sögn höfundar höfðu hverjir um sig sínar eigin hugmyndir um framtíð „fyrirheitna landsins“. Höfundur horfir á sögu landsins í gegnum augu ólíkra einstakl- inga, bæði í Palestínu og utan hennar, og oft verður úr mjög skemmtileg tíðarandalýsing. Annað Ekki verður hjá því komist að minnast á framlag Noams Chomsky, sem iðulega hefur upp gagnrýnisrödd sína þegar utan- ríkismál Bandaríkjanna ber á góma, til umræðunnar um Ísrael, en hann skrifaði bókina The Fate- ful Triangle, sem fjallar um tengsl þessara tveggja ríkja. Chomsky vekur máls á ýmsu sem ekki er víst að öllu sé kunnugt um, svo sem gríðarlegum styrkjum sem Ísrael hlýtur ár hvert frá banda- rískum skattborgurum í formi vopnabúnaðar og fjárgjafa. Hlutlausa og nákvæma um- fjöllun um deilur Ísraels og Pal- estínumanna má finna í riti Marks Tessler, A History of the Palestinian Conflict. Bókin er mjög áreiðanleg heimild í hví- vetna, fer yfir sögu deilunnar frá öndverðu (mikið fjallað um Gyð- inga í Evrópu og zíonisma) og inniheldur mörg greinargóð kort og töflur. Hvað internetið varðar, skal bent á hlekkjasíðuna hér á vef fé- lagsins; www.palestina.is. Að lokum Meira en nóg er til af óvönduðum málflutningi og jafnvel hreinum áróðri um málefni Palestínu og Ísraels. Þeir sem eru í heiðarlegri sannleiksleit læra hins vegar smám saman að greina kjarnann frá hisminu, ef þolinmæðin er næg. Viðar Þorsteinsson Félagið Ísland-Palestína villvekja athygli fólks á starf- semi SOS barnaþorpana í Pal- estínu. SOS rekur rúmlega 150 barnaþorp um allan heim og þar af er eitt staðsett í Betlehem á Vesturbakkanum. Verið er að byggja annað barnaþorp í Khan Younis í Gaza og svo rekur SOS tvö þorp innan landamæra Ísra- els í Arad í Neradim og Migdal Haemek í Megadim. Í þorpum SOS er unnið mikið og þarft starf sem hjálpar þúsundum barna á hverju ári við að fóta sig í lífinu. SOS barnaþorpin eru rekin með styrktarframlögum. Með því og ástandið í Mið-Austurlöndum SOS barnaþorp í Palestínu

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.