Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 2

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 2
FRJÁLS PALESTÍNA 3 unum frá 1967 [Austur-Jerúsal- em, Vesturbakkanum og Gaza] og að réttur flóttamanna verði virtur. – Ert þú sjálfur flóttamaður? Nei, ég er ekki flóttamaður. En mér finnst ég, og börn mín, ekki geta lifað við frið og öryggi á meðan meirihluti þjóðar minnar er landflótta. Við Palestínumenn sem erum ekki flóttamenn erum aðeins 28% af þjóðinni. – Hvernig er ástandið þar sem þú býrð í Betlehem á Vesturbakkanum? Það er ekki gott að lifa undir hernámi. Hernámsliðið hefur gert palestínsk svæði að fangelsum og fangabúðum. Þú getur ekki ferðast fra þorpi til þorps, frá einum borgarhluta til annars. Þær að- gerðir Ísraelsmanna að nota þungavopn til árása á íbúðar- hverfi eru ekkert annað en ríkis- hryðjuverk. Ísraelskir hermenn skjóta á barnaleikvelli, skóla, moskur, kirkjur, verksmiðjur og rafveitur. Þeir eyðileggja ólífutré, grænmetis- og ávaxtabýli og drepa börn og fullorna á meðan það situr í stofunni heima hjá sér eða sefur í rúmum sínum. Hvað get ég sagt? Ég get ekki heimsótt móður mina sem er í þorpi 20 km frá Betlehem. Palestínumenn í Betlehem geta ekki iðkað sína trú í Jerúsalem sem þó er í aðeins 6 km fjarlægð. Herir hernámsliðsins eru allstaðar og breiða út dauða og eyðileggingu. Betlehem er bær sem er heilagur í augum kristinna manna um allan heim. Áður en átökin hófust var hérna mikið líf, en nú er þetta eins og draugabær. Efnahagur okkar, sem byggðist mikið á ferðaþjón- ustu, er í rúst. Engir ferðamenn, engir pílagrímar og engir gestir! – Hefur fólk enn trú á friðarferlinu? Trúðu mér, fólk vildi trúa á hið svokallaða friðarferli. En nú trúir fólk aðeins á eitt: hernáminu verð- ur að linna og flóttafólkið verður að fá rétt til að fá snúa aftur. Að öðrum kosti munum við Palestínumenn, sem og Ísraelsmenn, verða að horfast í augu við meiri átök og frekari hörmungar. Friður mun komast á einhvern daginn, þegar grundvallarmann- réttindi Palestínumanna eru tryggð og skrifað verður undir rétt- látt friðarsamkomulag. – Telurðu mögulegt að ísraelskir hermenn muni einhverntíma neita að skjóta á börn og óbreytta borgara á herteknu svæðunum? Það mun koma að því að ísra- elskir hermenn óhlýðnist leiðtog- um sínum. Þú getur þegar séð fyrstu merki þess í dag, en þó veit maður ekki hve mikil óhlýðni nær að myndast meðal þeirra. Ég trúi því að ekkert sé ómögulegt og allt sé mögulegt á meðan fólk heldur áfram að veita andspyrnu og viðheldur vonarneistanum. Ætli við séum ekki þjóð með mik- inn baráttuanda sem trúir á breytingar. Þess vegna lítum við á ísraelsku hermennina sem manneskjur sem ættu að finna fyrir og skilja hverskonar hrylling þeir eru að leiða yfir palestínsk börn og óvopnaða borgara. Við vonum að þessi hugsun byrji að mótast í hugum og hjörtum her- mannanna og fjölskyldna þeirra, og að þeir vilji koma í veg fyrir að þeirra börn drýgi samskonar glæpi og þeir í herbúningi. –Kristinn stuðningsmaður Ísraels hér á Íslandi skrifaði í dagblaða- grein fyrir nokkrum misserum um að eftir að heimastjórn Palestínumanna tók við völdum í Betlehem hafi hún skipulega mismunað kristnum íbúum borgarinnar og nú væri svo komið að kristnir íbúar bæjarins væru aðeins hluti af þeim fjölda sem þeir voru fyrir Oslóar-friðar- samkomulagið. Er eitthvað til í þessu? Hverju getum við Palestínu- menn búist við af zíonistum og stuðningsmönn- um þeirra í heim- inum? Við getum því miður búist við fullyrðingum á borð við þessa. Ég býð þér og þeim sem skrifaði þetta rusl til að heim- sækja Betlehem og „njóta“ þess að sjá PLO og heimastjórnina mismuna hluta af sinni eigin þjóð og reka hana burt. Er þetta Árgjald 2001 Félagsmenn! Vinsamlega greiðið árgjald fyrir 2001, kr. 1.800, beint inn á reikning félagsins og sparið okkur þannig gíróseðilinn. Kennitala félagsins er 520188-1349, banki nr. 542, Hb 26, reikningur nr. 6990. Margir hafa þegar greitt félagsgjaldið og margir greiða það jafnt og þétt með greiðslukorti. Við þökkum þessu fólki fyrir skilvísar greiðslur. brandari? Ef svo er þá er hann verulega slæmur! Betlehem- svæðinu er að mestu stjórnað af kristnum Palestínumönnum. Ég fer ekki meir út í bull af þessu tagi. En ég vil þó segja að PLO og allar þjóðarstofnanir Palestínu- manna hafa ekkert með mis- munum á sínu eigin fólki að gera, hvort sem er gagnvart sam- félags- eða trúarhópum. Ef kristn- um zíonistum þykir vænt um kristni og mannréttindi kristinna manna ættu þeir að berjast gegn árásum ísraelska hernámsliðsins sem er að eyðileggja Betlehem og drepa fylgjendur Jesú í Betle- hem, Beit Jala og Beit Sahour. Eru þessar árásir Ísraela kannski hugsaðar til að bjarga fólkinu frá PLO og Palestínsku heimastjórn- inni? – Getur almenningur á Íslandi eitthvað gert til að styðja við baráttu Palestínumanna gegn hernáminu? Tvímælalaust! Það er ýmislegt sem hægt er að gera, þar á meðal að þrýsta á um að íslensk stjórn- völd endurmeti stuðning sinn við stjórnvöld í Ísrael. Einnig skorum við á íslenskan almenning að snið- ganga ísraelskar vörur þar til Ísraelsmenn fari eftir alþjóðalög- um og samþykktum SÞ, þar á meðal samþykkt nr. 194 sem segir að palestínskir flóttamenn eigi að fá að snúa aftur til heimalands síns og að Ísraelsmenn fari frá herteknum svæðum Palestínu- manna og araba sem tekin voru í stríðinu 1967. Við vonum að fólk á Íslandi horfi ekki á baráttu okkar fyrir mannréttindum frá sjónar- hóli Ísraela, heldur sjái það sem er að gerast út frá mannlegu sjón- arhorni. Viðtal þetta var tekið í gegnum tölvupóst þann 21. apríl 2001. Eldar Ástþórsson

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.