Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 10

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 10
FRJÁLS PALESTÍNA 11 þekki ekki lengur. Þú líkist lífinu eins og það á að vera en er ekki lengur. Nokkrum lögum seinna klappar maðurinn minn á öxl mér. Ég tek eyrnatólið af öðru eyra og hlusta á hvað hann hefur að segja. Núna eru þeir að sprengja al-Bir- eh, rétt hjá Ramallah. Ég sem hélt að hann ætlaði að spyrja mig hvort mig langaði út að borða, eða í göngutúr að finna rósailminn, eða fara í bíó … eða jafnvel fara og hlusta á jazz! Æ, afsakið minnistapið. Ör- skotsstund gleymdi ég að ég væri í Palestínu. Við gerum ekki svona bjánalega hluti hér. Við bíðum frekar eftir því hvort við deyjum eða ekki. Alvarleikinn er okkar ær og kýr. Sprengjuárásir, flug- skeytaárásir, líkin hrannast upp … teldu Muna … teldu alltaf. Teldu svo þú gleymir því ekki. Bráðum veistu kannski ekki hvað einn plús einn eru … teldu og kastaðu upp … kastaðu upp og teldu. Tapaðu þyngd, það er í lagi. Tapaðu vitinu líka ef þú þorir … þetta er aðeins byrjunin. Þeir hafa enn ekki drepið nógu mörg okkar. Blóð hinna dauðu og særðu fyllir ekki einu sinni sundlaug enn. Ekki enn! Á morgun kemur nýr dagur. Munum við vakna eður ei? Munum við lifa eður ei? Munum við missa handlegg, auga, nýra? Munum við vera í hópi eftirlif- enda? Munum við lifa til að geta sagt frá? Og er við lifum … mun einhver hlusta? Halló … eruð þið þarna? Palestína kallar. P A L E S T Í N A ! Muna Hamzeh-Muhaisen, Dheisheh flóttamannabúðirnar Palestínu (þýðing: Bergsteinn Jónsson) Það er oft talað um að heim-urinn sé orðinn lítill og víst er það að fólk ferðast heimshorna á milli rétt eins og menn skruppu bæjarleið áður fyrr. En það hefur lengi verið til siðs að rétta ná- granna hjálparhönd ef hann býr við neyð. Palestínumenn eru orðn- ir nágrannar okkar. Þar er mikil neyð og margir tína lífi og limum dag hvern vegna vegna ofsókna ofstækisfulls herveldis sem byggðist upp á landi þeirra fyrir tilstuðlan Vesturveldanna. Hernumið land Árið 1947 úthlutuðu Sameinuðu þjóðirnar aðeins litlum hluta þess lands sem nú er undir yfirráðum Ísraels. Meiri- hluta landsins hefur Ísrael hernumið. Jerú- salem er t.d. hernumin borg. Með Óslóarsam- komulaginu létu Pal- estínumenn af kröfum um að fá til baka land sem tekið var af þeim með hervaldi 1948, en standa fast á því að fá sem mest af landsvæð- unum sem hernumin voru í sex daga stríðinu 1967 og að flóttamenn fái að snúa heim. Það var þeirra ógæfa að Bandaríkjastjórn skyldi sveipa sig skikkju hins hlutlausa sáttasemjara, því þeir hafa alla tíða haldið Ísrael uppi, pólitískt, efnahagslega og hernaðarlega. Ofsótt þjóð án mannréttinda Aðeins um þriðjungur Palestínu- manna býr á sjálfstjórnarsvæðun- um á Vesturbakkanum og Gasa. Svæði þessi eru öll sundurskorin af yfirráðasvæðum Ísraels (land- nemabyggðum og vegum sem Ís- rael ræður) og ferðafrelsi fóks er svo skert að mánuðum saman kemst það ekki til vinnu og út- flutningur á vörum nánast ómögulegur. Af þessum sökum er efnahagur sjálfstjórnarsvæð- anna í rúst, sultur sverfur að og erfitt að halda skólum og heilsu- gæslu gangandi. Vel á þriðju milljón manna býr í flóttamanna- búðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tilsjón með. Ofan á þetta ófrelsi bætist stöðug hernaðarógn, morð (ekki síst á börnum), eyðilegging íbúðarhúsa og akra með jarðýtum og upptaka eigna. Hefnigirni síonosta í Ísrael er óhugnanleg. Þeir virðast enn ekki hafa lært sitt eigið lögmál um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, því þeir þurfa helst að limlesta og drepa fjölda manns ef einhver skerðir hár á höfði eins þeirra. Hóprefsingar sem þessar stríða gegn alþjóða- lögum, svo og ótal margt annað í þeirra daglegu hegðun. Hjálpum þeim! Síðustu mánuði hafa Palestínu- menn beðið um alþjóð- lega vernd gegn árás- um Ísraelshers. Stór- veldin hafa skellt skolla- eyrum við þeirri bón. Hvers vegna? Hvers vegna stöðva landvinn- inga Serba og Íraka en láta morð og landvinn- inga Ísraela afskipta- laust? Í Palestínu herjar eitt af öflugustu herveldum heims á óbreytta borg- ara sem langflestir eru vopnlausir. Þó að nokkr- ir palestínskir skæruliðar hafi komist yfir vopn hafa flestir ekkert til að verja sig og réttindi sín með nema orð, berar hendur og grjót. Tölur um fallna eru til vitnis um mismun í hernaðarstyrk og grimmd. Þetta er því ekki stríð heldur morðárásir á óbreytta borgara. Það er íslenskum stjórn- völdum til skammar að láta af- skiptalaus slík níðingsverk rétt ut- an við túngarðinn. Stóru féttamiðlarnir eru hallir undir þann sem meira má sín og gefa oftast hlutdræga mynd af átökunum í Palestínu. Það er auð- velt að kynna sér hvernig málið lítur út frá sjónarhóli hinna undir- okuðu Palestínumanna, með því að fara inn á internetið, t.d. inn á nýja vefsíðu Félagsins Ísland-Pal- estína, www.palestina.is, þar sem m.a. er að finna slóðir mann- réttindasamtaka í Palestínu og Ísrael. (Greinin birtist í DV í apríl sl.) Neyðarkall Þorvaldur Örn Árnason skrifar Munið glæsilega og efnismikla heimasíðu Félagsins Ísland- Palestína www.palestina.is Skellið ykkur á netið og skoðið.

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.