Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 5

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 5
FRJÁLS PALESTÍNA4 Þrátt fyrir hernámið, einangr-unina og hið hræðilega ástand sem ríkir í Palestínu í dag reynir viðskiptamaðurinn Sam Bahour að halda starfsemi sinni þar gangandi. Hann er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Arab Palestinan Shopping Centers, sem sér um að byggja verslunarmiðstöðvar í Palestínu, og er einnig eigandi ráðgjafar- og upplýsingafyrirtækisins Applied Information Management. Hann hefur einnig beitt sér fyrir mannréttindabaráttu Palest- ínumanna með greinaskrifum og sem meðhöfundur bókarinnar „Homeland: Oral History of Palestina and Palestinians“ sem Interlink Publishing Groups gaf út árið 1994. Sam er af palestínskum upp- runa en fæddist í Ohio ríki í Bandaríkjunum árið 1964. Hann fluttist til Palestínu eftir Oslóar- samkomulag PLO og Ísraels- manna árið 1994 til að sjá um einkavæðingu símageirans á svæðinu og aðstoða við uppsetn- ingu Palestinan Telecommunicat- ion Company. Hann er nú búsett- ur í Ramallah á Vesturbakkanum. – Hvernig er ástandið í Ramallah í dag? Það er mjög eldfimt. Þó við heyrum ekki í stanslausri skot- hríð, eins og ég hef í raun gert síðustu sex mánuði, fara mótmæli og átök fram daglega. Allir eru þreyttir, pirraðir og komnir með vera í meirihluta í Ísrael. Til að frið- ur náist er algjört grundvallar- atriði að Ísraelsmenn hætti ólög- legu hernámi sínu í Austur-Jerú- salem, Vesturbakkanum og Gaza. – Þú hefur líkt stefnu Ísraels- manna við stefnu apartheid stjórnarinnar í Suður-Afríku. Af hverju? Af þeirri einföldu ástæðu að í Suður-Afríku réð minnihluti fólks yfir meirihlutanum í krafti kúgun- ar og kynþáttamismununar. Hér í Palestínu halda 200.000 land- nemar Palestínumönnum í her- kví í sínu eigin heimalandi og mismuna þeim á fjölmargan hátt af þeirri einu ástæðu að þeir eru Palestínumenn. Þetta er kyn- þáttahatur af verstu tegund. Ólíkt því sem gerðist í Suður-Afríku leika Bandaríkjamenn stærra hlutverk í því sem er að gerast hér með því að styðja Ísraelsmenn. – Hverju heldurðu að þessi síðari Intifada uppreisn skili Palestínsku þjóðinni? Það er erfitt að segja. Ég vona að með tímanum skili margra ára barátta okkar, og allar þær fórnir sem við höfum þurft að færa, sér í réttlæti til handa Palestinumönn- um innan landamæra Ísraels, þeirra sem lifa undir hernámi og þeirra sem búa í flóttamanna- búðum utan heimalandsins. [Viðtal þetta var tekið í gegnum tölvupóst þann 26. apríl 2001.] Eldar Ástþórsson Grundvallaratriði að her- námi Ísraelsmanna linni nóg af stefnu Bandaríkjamanna, Ísraela og alþjóðasamfélagsins sem horfir afskiptalaust á að framtíð okkar er lögð í rúst fyrir framan nefið á sér. – Hvernig gengur að reka fyrirtæki undir hernámi Ísraelsmanna? Það er ekki auðvelt. Við höfum upplifað erfiða tíma áður, en þó ekkert í líkingu við það sem er að gerast núna. Við höfum þó ekki um annað að velja en að halda áfram að lifa lífinu. Ég, ásamt stjórn fyrirtækisins, tók ákvörðun um að halda áfram byggingu fyrstu nútíma verslunarmiðstöðv- arinnar í Palestínu. Það verkefni hófst í apríl 1999 og er enn ekki lokið. Við ætlum að halda verkefn- inu áfram og gera okkar besta til að ljúka því, þrátt fyrir það hve erf- itt ástandið er. – Ertu bjartsýnn á að hið svokall- aða friðarferli milli Palestínu- manna og Ísraelsmanna haldi áfram? Bjartsýni er of sterkt orð. Einn- ig finnst mér orðið ferli nokkuð loðið í þessu samhengi. Við trúum því að réttlætið sigri að lokum og her- náminu linni. Hvort það sem er í gangi núna í Palestínu sé hluti af einhverju ferli eða hvort alþjóða- samfélagið opni augun fyrir því sem er að gerast á enn eftir að koma í ljós. – Hvaða lausn telur þú mögulega á deilum Ísraela og Palestínumanna? Ég held að þetta endi á því að til verða tvö ríki í hinni uppruna- legu Palestínu þar sem Vestur- bakkinn, Gaza og Austur-Jerúsal- em verða hluti af palestínsku ríki og aðrir hlutar þess muni áfram tilheyra Ísrael. Ég hefði helst viljað að stofnað yrði eitt ríki á svæðinu þar sem báðar þjóðir gætu lifað saman og verið jafn réttháar, en ég held því miður að við séum komin of langt frá þeirri lausn. Þar vegur þyngst krafa Ísraels- manna um að gyðingar verði að Viðtal við Sam Bahour frá Ramallah, Vestur- bakkanum Við minnum félagsmenn og aðra lesendur á glæsilega og efnismikla heimasíðu Félagsins Ísland-Palestína www.palestina.is Skellið ykkur á netið og skoðið.

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.