Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 11

Frjáls Palestína - 01.07.2001, Blaðsíða 11
FRJÁLS PALESTÍNA10 Kæra dagbók: Fariði burt! Hættið! Látið okkur í friði! Hættið að sprengja … það er nóg komið. Hve lengi í viðbót þurfum við að þola riffla ykkar, þyrlur, skriðdreka, táragas og byssukúlur??? Hve marga í viðbót þurfiði að drepa undir því yfirskini að „vernda öryggishags- muni ykkar“? Hvað um öryggis- hagsmuni okkar? Hver verndar okkur gegn slátrun ykkar … Hver? Enginn að því er virðist. Alls enginn. Ekki alþjóðasam- félagið, svo sannarlega ekki Bandaríkin, og alveg örugglega ekki leiðtogar Arabaríkjanna. Hvar? Mér dettur enginn öruggur staður í húsinu í hug. Ætti ég að fela mig undir rúminu??? Bjána- legt. Það eru bara börn sem fela sig undir rúmum, sem barn í stríðinu 1967, faldi ég mig undir rúminu. Ég er orðin of gömul fyrir það núna … og við höfum gengið í gegnum of mörg stríð nú þegar. Það er komið nóg … og ég komin með nóg heimsbyggðinni. Af hverju stígur þú ekki inn í hringinn og bindur enda á her- setuna … bara binda enda á her- setuna, það er það eina sem þarf að gera … enda fjandans herset- una sem lætur okkur ekki í friði … sem drepur okkur. Klukkan er 22:00 um kvöld … nóttin er ung. Ef þú ert undir hersetu í Palestínu þýðir það að allt getur gerst. Dagurinn í dag gæti vel verið okkar síðasti. Þessi hugsun ásækir okkur öll. Við hugsum um dauðann, um að deyja, um að vera drepin, um að hætta að vera til … um þetta hugsum við linnulaust. Allt sem við gerum gæti verið í síðasta skiptið. Þetta er ekkert nema rússnensk rúlletta! Vitiði hvernig maður spilar hana? Eða viljiði að ég sýni ykkur hvernig? Fjölmiðlarnir hópuðust til Beit Jala eins og krakkar á leið í Disneyland. Þeir tróðu myndavél- unum, hljóðnemunum og skrif- blokkunum í andlitin á öllum og spurðu: Ísraelsmenn kveðast hafa gert sprengjuárásir á Beit Jala vegna þess að vopnaðir Palestínu- menn skjóti á Gilo landnema- byggðina í skjóli frá húsunum í Beit Jala. Hver eru viðbrögð ykk- ar? Fyrirgefðu! Hvað sögðuð þið?! Hver var spurningin? Hve margir óbreyttir ísraelskir borgarar hefa dáið frá upphafi al-Aqsa uppþot- anna? Hve margir óbreyttir ísra- elskir borgarar hafa særst? Hve mörg Ísraelsk heimili hafa verið sprengd? Hve margir óbreyttir ís- raelskir borgarar hafa lent fyrir barðinu á palestínskum eldflaug- um, flugskeytum, sprengjum eða kúlum? Hve margir?! Svarið því, þið hlutlausa fólk … þið sem leggið svo mikið upp úr því að fjalla um átökin með fréttum frá „báðum hliðum“. Fyrir ykkur erum við bara enn önnur fréttin...á skjánum í dag, horfin á morgun. Við erum hinir andlitslausu, nafnslausu, aldurslausu Arabar sem erum auðveld bráð … eins og dádýr á veiðitíma. En veröldin skelfur ekki und- an dauða okkar. Engir jarðskjálftar … engar hótanir um viðskipta- bann á Ísrael … hver myndi svo sem þora því? Við eigum þetta allt skilið, er það ekki? Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta það sem kemur fyrir þá sem sækjast eftir frelsi og sjálfstæði … ein- hver þarf að slást í leikinn og reka trýnin á þeim aftur í svaðið, sýna þeim hver ræður … vandamalið er bara að við neitum að deyja. Jafnvel í dauða okkar erum við lifandi. Mohammed og Rufaida og Must- afa og Mahmoud, og hinar þús- undirnar sem hafa látið lífið fyrir Palestínu þessi síðustu 52 ár, lifa öll ... þau lifa í hjörtum og hugum barna þeirra og barnabarna … þau lifa í loftinu, í jörðinni, í trján- um, í himninum, í skýjunum … og ávallt í hjörtum og hugum okkar allra. Skrifið fingur mínir, skrifið. Hugsaðu heili, hugsaðu. Kvelstu hjarta, kvelstu. Kastaðu upp magi, kastaðu upp. Verkjaðu höfuð, verkj- aðu. Og venjist þessu. Þetta er að- eins byrjunin, fleiri dagar, fleiri vikur sigla í kjölfarið. Þeir hafa ekki lokið sér af með okkur enn. Nú svindla ég aðeins. Ég get ekki lengur haft eyrun óvarin, þyrluhljóð dynja á þeim, ég þreyt- ist líka á því að hlaupa að glugg- anum við minnsta hljóð. Ég set á mig eyrnatólin og spila gleðitón- list mjög hátt … halló gleðitónlist! Langt er nú um liðið. Ég hef saknað þín. Þú táknar hversdag sem ég Dagbók frá Dheisheh flóttamanna- búðunum Skrifið, fingur mínir, skrifið Skynjið þið örvæntingu í skrifum mínum? Við hverju búist þið? Ég er þreytt á ógleðinni, þreytt á höfuðverknum, þreytt á að gráta þegar vinir mínir og nágrannar tala um kvöl sína, þreytt á að vera svona fjandi þreytt öllum stund- um...þreytt á að finnast ég svona hjálparvana. Það voru þessar fjár- ans þyrlur. Þær voru að varpa sprengjum á Beit jala, Beit Sahour og Alda flóttamanna- búðirnar og þær flugu svo lágt … svo byrjuðu sprengingarnar. Var klukkan 21:00 um kvöldið þegar ég vaknaði við þær? Ég man ekkert stundinni lengur. Mér fannst eins og þyrlan væri í herberginu með mér … mér leið eins og í rússneskri rúllettu … Hvert verður næsta skotmark? Er Dheisheh á list- anum í kvöld? Verður húsið okkar fyrir barðinu á sprengjunum? Ætti ég að fara úr rúminu og reyna að fela mig einhverstaðar?

x

Frjáls Palestína

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.